Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 76

Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 76
40 3. október 2009 LAUGARDAGUR Á sólríku september miðdegi ganga þrír nautabanar inn á leikvanginn í bænum Baza í Andalúsíu á Spáni við lúðraþyt og trommu- slátt. Á eftir þeim koma sex aðstoðar menn, tveir lensuknapar, þar næst þrír örvasveinar og loks dráttarmenn með tvo hesta. Það er spenna í loftinu sem magn- ast svo til muna þegar þetta skrautklædda lið hefur komið sér bak við skjólveggi og nautahliðið opnast. Nautið berst við blindan hest Kliður fer um áheyrendur þegar naut sem vegur tæplega hálft tonn kemur á harða- hlaupum inn í hringinn. Aðstoðarmennirnir fikra sig inn í hringinn og byrja að flagga skikkjum sínum. Ekki líður á löngu áður en nautið kemur askvaðandi og rekur hornin í skikkjuna meðan aðstoðarmaðurinn hreyfir hana eftir kúnstarinnar reglum. „Olé“ hrópar fólkið í hvert sinn sem nautið rekur hornin í skikkjuna sem í sama mund er horfin nautinu. Eftir að aðstoðarmenn- irnir hafa leikið listir sínar í nokkra stund koma tveir lensuknapar vopnaðir löngum spjótum. Hestar þeirra eru brynjaðir og með bundið fyrir augu. Aðstoðarmaður beinir athygli nautsins að öðrum knapanum og boli leggur til atlögu við folann. Blaða- maður er nokkuð órólegur við þetta atriði því síðast þegar hann sá nautaat nokkrum dögum áður náði nautið að hrinda hestinum niður. Til allrar hamingju náðu aðstoðar- mennirnir að ginna nautið frá liggjandi hestinum áður en það gat rekið hornin í kvið hestsins en brynjan nær ekki undir hann allan. Blasir því ber kviðurinn við þegar hann liggur. Lensuknapinn komst líka í skjól en fólki var verulega brugðið. En í Baza gengur þetta atriði að óskum og riddarinn rekur spjótið í hnakka nautsins meðan það er með hornin á brynjuklæddum hestinum. Vopnaðir tveimur krókörvum Því næst stígur örvasveinninn inn í hring- inn, vopnaður tveimur löngum krókörvum. Þegar hann hefur náð að fanga athygli nautsins hleypur hann beint á móti því en þegar boli dregur höfuðið niður til að reka hornin í kappann leitar sá skrautbúni lags og rekur örvarnar í hnakka skepnunnar. Því næst verður hann að hlaupa eins og fætur toga bak við skjólvegg. Þar kastar hann mæðinni en ekki of lengi því leikur þessi skal endurtekinn. Hetjan stígur í hringinn Loks kemur fyrsti nautabaninn og baðar höndum til áhorfenda og hneigir sig í átt til forsetans sem er í heiðursstúkunni. For- setaembætti þetta fær venjulega einhver sem er háttsettur í viðkomandi bæjar félagi en hann verður einnig að vera vel að sér í bransanum því það er í hans verkahring að meta frammistöðu nautabananna að verki loknu. Því næst leikur nauta- baninn listir sínar með rauðu skikkjuna sína og sverðið sem hann notar til að halda skikkjunni útbreiddri. Með tækni sinni og lipurð verður hann að sýna forsetanum sem og áhorfendum fram á að hann hafi nautið á valdi sínu. Það leggur til atlögu þegar hann vill og það stendur kyrrt þegar honum sýn- ist svo. Þegar best lætur getur nautabaninn leikið sér að nautinu en síðan snúið við því baki í fullvissu um að það muni ekki leggja í hann þó að fáeinir metrar skilji að. Til að auka enn á spennuna leggst nautabaninn á hnén og flaggar rauðu skikkjunni fyrir aftan bak. Nautið stendur þá aðgerðalaust og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið en nautabaninn fagnar líkt og öll hætta sé liðin hjá. Í raun þyrfti þó ekki nema smá hreyf- ingu frá bola til að breyta fagnandi hetju í fórnarlamb. Meðan á leikum þessum stendur leikur lúðrasveitin hina þjóðlegu pasodoble-tónlist en þegar tónlistinni lýkur skyndilega með djúpum tón frá bassatrommu mikilli má lýðnum ljóst vera að komið er að hápunkti nautaatsins. Þá tekur nautabaninn sér stöðu örfáum metrum fyrir framan nautið og heldur skikkjunni niðri svo að nautið veiti ekki sverðinu sem hann heldur á lofti athygli. Æðir hann svo á móti nautinu og hreyfir skikkjuna svo að nautið stangi í hana en á meðan rekur hann sverðið í hnakka skepn- unnar og ef vel tekst til nær það alla leið í hjartað. Þá er aðeins stundarkorn uns naut- ið gefur upp öndina. Lýkur viðureign haltur og kvalinn Nautabanarnir þrír sem léku listir sínar í Baza voru þeir Alejandro Amaya, Cayeta- no Ribera Ordoñed og Daniel Luque. Hver og einn felldi tvö naut. Sá síðastnefndi lék sér svo listavel að fyrsta nautinu að for- setinn ákvað að hann skyldi fá hala fórnar- lambsins og bæði eyru fyrir en það er mesti heiður sem nautabana hlotnast að viður- eign lokinni. En enginn verður óbarinn biskup og Luque fékk að finna fyrir horn- unum þótt ekki hafi hann hlotið teljanleg meiðsl af. Cayetano var einnig vippað niður þegar hann ætlaði að stinga skepnuna með sverði sínu og þar sem hann lá fékk hann horn í vinstri fótinn. Stoltið bauð ekki upp á annað en að ljúka verk- inu þótt kvalinn væri og haltur. Áhorfend- ur fögnuðu ákaft að atinu loknu og veifuðu hvítum klút líkt og óðir væru. Þessir hvítu klútar sem komnir eru á loft eru áskorun til forsetans um að veita nautabananum að minnsta kosti nautseyrað fyrir frammi- stöðuna. Það gekk eftir, öllum til mikillar ánægju. Cayetano þessi er sonur hins mikla nautabana Francisco Rivera Paquirri sem lést fyrir 25 árum í nautaatinu skelfilega í Pozoblanco. (Sjá hliðardálk). Bæði Cayetano og Luque var fagnað vel að leik leiknum en Amaya hvarf af vett- vangi með voveiflegum hætti. Hetjan fellur Amaya hefur leikið nautið grátt og það er orðið úrvinda. Þá kemur djúpi tónninn frá bassatrommunni og nautabaninn tekur upp sverðið. Bregður hann því á loft en heldur skikkjunni niðri við fætur sér. Nautið gapir á skikkjuna en Amaya tekur miðið á hnakka nautsins. Loks hleypur hann á móti naut- inu en það dregur hausinn niður til að ná krafti í höggið sem það ætlar þessu rauða fyrirbæri sem búið er að espa það frá því að stigið var í hringinn. Sverðið fer á bóla- kaf í nautið en engu að síður nær skepnan að reka annað hornið utan í nautabanann. Hann fellur til jarðar og þar kemur horn- ótti andstæðingurinn og rekur hornið í læri kappans. Það fer um áhorfendur, sem flest- ir vita að náðar höggið sem Paquirri fékk á sínum tíma var einmitt í lærið. Aðstoðar- menn ná að ginna nautið í burtu frá særð- um nautabananum, sem síðar er fluttur í hendingskasti á sjúkrastofu sem er undir áhorfendapöllunum. Andar taki síðar leggst nautið niður og drepst. Dráttarsveinar koma þá með hesta tvo sem draga það af velli. Amaya slasaðist ekki alvarlega en svona getur nautaati lyktað; aðalleikendur hverfa báðir blóðugir af vettvangi. Ófáir áhorfend- ur grípa þá í vínbelginn og fá sér vænan sopa því ekki veitir af smá hressingu áður en næsti nautabani leggur líf sitt að veði. Eins og skepnan deyr Fyrir suma er nautaat list sem er bundin menningu Spánverja órjúfanlegum böndum. Fyrir aðra er þetta villimannsleg athöfn sem fullnægir lægri hvötum mannsins. Hvað sem því líður fór Jón Sigurður Eyjólfsson á leikvanginn og sá bæði naut og nautabana lúta í duftið. LEIKIÐ MEÐAN LUKKAN ENDIST Amaya leikur listir sínar á leikvanginum í Baza. Honum entist þó ekki gæfan til að fara fagnandi af leikvangi líkt og félagar hans tveir. MYNDIR/JÓN SIGURÐUR KRÓKÖRVARNAR Á LOFTI Nautið býr sig undir að reka hornin í þann skrautklædda en fær í sama mund örvarnar í hnakkann. NÁÐARSTUNGAN Cayetano rekur sverðið í horn- óttan andstæðing sinn álíka þeim sem lagði föður hans að velli fyrir 25 árum. Hinn 26. september 1984 var nautaat háð í bænum Pozoblanco í Andalúsíu. Þar lék listir sínar Francisco Rivera Paquirri, faðir Cayetanos sem atti kappi í Baza þar sem blaðamaður var mættur. Einnig José Cubero Sánchez, kallaður El Yiyo, og Vicente Ruiz, kallaður El Soro. Þetta var síðasta nautaat tímabilsins en upphafið að mestu sorgarsögu nautaatsins. Vilja sumir meina að bölvun hafi fylgt þessu nautaati því örlög þessara þriggja fræknu nautabana urðu hræðileg. Paquirri var þá kominn af besta skeiði en gat státað af farsælli ferli en nokkur annar. Þegar hann er að hefja leik við seinna nautið sem þá var alveg óþreytt naut rekur skepnan hornið í læri hans, tekur kappann á loft og vingsar honum til og frá þar sem hann er fastur með lærið í öðru horninu. Loks þegar hann fellur til jarðar er hann borinn í læknisstofuna sem var á leikvanginum. Tekin var ákvörðun um að flytja hann á spítala í borginni Cordóba þar sem hann var búinn að missa svo mikið blóð að lífið lá við. Paquirri hafði hins vegar gefið upp öndina þegar þangað var komið. Ellefu mánuðum síðar er El Yiyo að veita nautinu náðarstunguna með sverði sínu. Stungan heppnast en áður en nautið drepst rekur það hornin í nautabanann, tekur hann niður en stangar hann svo í hjartastað. Hann lætur lífið nær samstundis. El Soro lék árið 1994 áhættuatriði mikið við óþreytt naut. Þá beið hann skepnunnar á hnjánum og ætlaði því að hlaupa með hornin í skikkjuna sem hann vingsaði við hlið sér. Í þetta sinn fór það svo að nautið hljóp yfir El Soro. Hann hefur verið farlama síðan og var í síðasta mánuði í einum uppskurðinum enn vegna þessa. Ekki hefur bölvunin einungis tekið í örlagatauma nautabananna þriggja. Sá sem átti nautin sem felld voru í þessu nautaati, Juan Luis Banadrés, var nefnilega myrtur árið 1988. Á auglýsingaspjöldum um nautaat eru skráð nöfn nautabananna þriggja og þess sem leggur til nautin. Á auglýsingaspjaldinu frá nautaatinu í Pozoblanco eru nöfn fjögurra manna. Þrír hafa horfið með voveiflegum hætti og einn liggur enn á sjúkrahúsi. Sagt er að bölvun hvíli yfir þessu auglýsingaspjaldi. BÖLVUN POZOBLANCO Andstæðingum nautaatsins hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu árin. Árið 2003 var stofnaður stjórnmálaflokkur (PACMA) sem hefur það efst á stefnuskrá sinni að banna nautaat á gjörvöllum Spáni. Sjálfsstjórnarhéruð víða um Spán hafa lýst yfir andstöðu sinni við þessa leika. Þar á meðal eru Astúrías, Baskahérað, Kanaríeyjar, Galisía og Katalónía. „Pyntingar eru hvorki list né íþróttir” er kjörorð þeirra sem blása á þá röksemdafærslu að nautaat sé órjúfanlegt spænskri menningu. PACMA segir Spán vera olnbogabarn í alþjóðasam- félaginu með því að vanvirða dýraverndarlög með skipulögðum hætti. Sýning sem hefur það að markmiði að pynta dýr og drepa getur ekki viðgengist í nútímaþjóðfélagi, segja þeir. Dagblaðið El Mundo gerði skoðanakönnun árið 2007 og samkvæmt henni voru 58 prósent Spánverja mótfallin því að banna nautaat en 33 prósent vildu láta banna það skilyrðislaust. Níu prósent aðspurðra létu ekki uppi skoðun sína. Þeir sem eru hlynntir nautaati hafa svarað andstæðingum sínum á þá lund að nautið lifi betra lífi en flestar skepnur áður en að lokadegi kemur. Gengur það um haga lungann úr árinu og étur kjörfæði, að þeirra sögn. Enn fremur segja þeir að ef nautaatið yrði bannað myndi spænska nautið deyja út. Dýrt sé að rækta það og engin leið væri fyrir ræktendur að standa undir þeim kostnaði ef ekki væri fyrir nautaatið. Miklir fjármunir eru þar í húfi því um fjórar milljónir kaupa sér miða til að sjá hvernig skepnan deyr. HEIMILDIR: WWW.PACMA.ES WWW.ELPAIS.COM/ARTICULO/SOCIEDAD/ANTITAURINOS/GANAN/PRIMERA/BATALLA/ELPEPISOC/20080202ELPEPISOC_1/TES WWW.ANTITAUROMAQUIA.ES ANDSTAÐA VIÐ NAUTAAT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.