Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 80

Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 80
44 3. október 2009 LAUGARDAGUR Ertu orðinn það sem þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir stór? Ármann: „Já, nokkurn veginn. Er hins vegar orðinn talsvert stærri en ég ætlaði.“ Guðmundur: „Nei, er ekkert orð- inn stór.“ Andi birtist og veitir þér þrjár óskir. Hvað biður þú um? Ármann: „Tékkneskan Budweiser, Kalda og einhverja spennandi nýja tegund “ Guðmundur: „Geislasverð, lítið not- aða, vel með farna og sparneytna tímavél og hrund sem er afkvæmi hrúts og hunds og býr yfir forystu- hæfileikum hundsins og hreinlæti hrútsins.“ Hver er mest framandi staðurinn sem þú hefur komið til? Ármann: „Heimavistarskóli fyrir blind börn í Lipetsk í Rússlandi.“ Guðmundur: „Raoul-eyja sem er nyrst Kermadec-eyja.“ Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Ármann: „Ja, ef ég mæli það í hversu oft ég hef séð ástæðu til að horfa á ákveðna mynd þá er það sennilega Monty Python and the Holy Grail.“ Guðmundur: „Óðal feðranna.“ Besta bók sem þú hefur lesið? Ármann: „Góði dátinn Svejk.“ Guðmundur: „Góði dátinn Svejk.“ Hverjum er kreppan á Íslandi að kenna? Ármann: „Hinum.“ Guðmundur: „D og B.“ Eftirminnilegasta tímabil lífs þíns og af hverju? Ármann: „Hálfvitatímabilið vegna þess að það er svo stutt síðan það byrjaði.“ Guðmundur: „Veturinn 2001 þegar ég sigldi milli Tonga og Nýja- Sjálands, því það var ógeðslega gaman.“ Hvaða Íslendingur er gáfaðast- ur? Ármann: „Eggert Hilmarsson ber af í kómískri greind, sem er sú eina sem skiptir máli.“ Guðmundur: „Rögnvaldur.“ Hver er ljótasti hálfvitinn? Ármann: „Fer eftir dagsformi og jafnvel tíma dags. Sumir eru til dæmis hreinn viðbjóður á morgn- ana en geisla af fegurð þegar líður á daginn.“ Guðmundur: „Ég.“ Hvert er versta starf sem þú hefur gegnt? Ármann: „Að skafa eldgamla steypu af enn eldri spýtum í grenjandi rigningu.“ Guðmundur: „Rótari fyrir Hostile.“ Hvar er fallegast á Íslandi? Ármann: „Í Landmannalaugum til dæmis. Já, og Ásbyrgi. Svo er mjög fallegt í Mývatnssveit. Og svo fram- vegis.“ Guðmundur: „Í Kverkfjöllum.“ Hvað gerist að loknu þessu jarð- lífi? Ármann: „Þeir sem hafa hagað sér skikkanlega geta skroppið á tón- leika með Tom Waits þegar þá lystir en þeir sem hafa verið drullusokk- ar þurfa að hlusta á lög með Doobie Brothers spiluð á panflautu þar til blæðir úr eyrunum á þeim. “ Guðmundur: „Ormapartí.“ Hver er leiðin út úr kreppunni? Ármann: „Upp á við, síðan beint í austur.“ Guðmundur: „Að eyða ekki pening- um sem maður á ekki.“ Góði dátinn Svejk er besta bókin ÞETTA ERU NÚ LJÓTU HÁLFVITARNIR Ármann Guðmundsson býst við að illmennum verði refsað með Doobie Brothers í helvíti en Guðmundi Svafarssyni (þessum með ofurhökutoppinn) finnst norskur matur verstur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Ármann Guð- mundsson. GÆLUNAFN: Öööö... Ármann. AFMÆLISDAGUR OG MEÐ HVERJUM DEILIR ÞÚ AFMÆLIS- DEGINUM: 25. október – Dollu frænku, Pablo Picasso og Glenn Tipton, gítarleikara Judas Priest. FULLT NAFN: Guðmundur Svafarsson. GÆLUNAFN: das gums. AFMÆLISDAGUR OG MEÐ HVERJUM DEILIR ÞÚ AFMÆL- ISDEGINUM: 9. júlí – Richard Roundtree, Bon Scott og Gísla í Sororicide. ■ Á uppleið Núðlur. Þetta er ódýr, oft hollur og oftast yndislegur matur. Nú er líka að koma nýtt og spennandi Núðluhús á Skólavörðustíginn. Ynja.net Loksins vitur- legt efni fyrir smekk- legar konur sem er laust við kynlífsráðgjöf, fréttir af appelsínuhúð stjarnanna og endalausu snyrtivöruplöggi. Soðnar paprikur. Síðast voru það skinkur, nú eru það soðnar paprikur. Þetta eru í hnotskurn stúlkur sem sækjast eftir því að vera smá flippaðar og artí, mála sig ekkert, ganga í flatbotna skóm við skræpóttar leggings og eru oftar en ekki með einhver leiðindi. Hvað nafngiftina varðar hlýtur það eitthvað að tengjast því bragði sem fæst með því að sjóða papr- iku í vatni. Þemapartí. Jú, þemapartí virðast vera þema hausts- ins – vampírur, sixtís, tventís, ástandið, goth og jafnvel fetish. Hleypir stuði í mannskapinn. ■ Á niðurleið Að segja of mikið. Einu sinni þótti það plebbalegt að tala opinskátt um peninga en nú verður að fara að setja bann á að tjá öllum vinum sínum á Facebook ef maður fer í megrun eða er í líkamsræktarátaki eða með hor út af ógeðs- legu kvefi. Þurfum við virkilega að vita þetta? Hjólreiðar. Nú er slyddan komin í bæinn og spurning hvort hjólagarparnir leggi hjólunum og setjist við stýrið á ný. Að nota orðið bara sem áhersluorð. Það færist í aukana að fólk segi hluti eins og „Þetta var BARA gaman“ eða „Þú ert BARA flott í þessu“. Fólk að grenja á Skjáeinum. Fyrst voru það fyrirsætur með grátköst í America‘s Next Top Model, nú eru það konur á miðjum aldri að gráta yfir brostnum hjónaböndum og litlu sjálfstrausti í Amer- ica‘s Next MILF Model (heitir þátturinn það ekki annars?). MÆLISTIKAN BLESSAR GUÐ ÍSLAND? verktaka- og ráðgjafamarkaðurinn í sögulegri lægð Nú þegar ár er liðið frá því að efnahagskreppan hófst er nauðsynlegt að líta um öxl, skoða hvað fór úrskeiðis en ekki síður taka stöðuna eins og hún er í dag og hvað tekur við næstu misseri og ár. DAGSKRÁ 14.00 Þorvaldur S. Þorvaldsson, formaður NBD á Íslandi setur fundinn 14.10 Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins: Aðgengi og notkun grunn- upplýsinga við skipulagsgerð 14.40 Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík: Ekki að benda á mig, ég var ........... Fundarstjóri verður Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í stjórnun og leiðtogafræðum við Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis en vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið nbd@nbd.is 15.10 Kaffi 15.30 Sverrir Bollason, umhverfisverkfræðingur hjá VSÓ: Staðið á byggingavaktinni 16.00 Þórólfur Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands: Kanarífuglar, hegrar, bólur og hrun Umræður NBD Norrænn byggingardagur býður til opins fundar í Norræna húsinu þriðjudaginn 6. október kl. 14.00–17.00
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.