Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 86
50 3. október 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af… góðum kvikmyndum þótt hátíðir séu að baki: Kvik- myndasafnið sýnir í dag kl. 16 Rauðu eyðimörkina (1965) með Monique Vitti og Richard Harris. Leikstjóri Antonioni. Í MíR-salnum á Hverfisgötu 105 er á dagskrá á morgun kl. 15 rússneska kvikmyndin „4” frá 2005. kl. 17. Írski píanósnillingurinn John O´Conor heldur tónleika í TÍBRÁ í Salnum, í dag og hefjast þeir kl. 17. Tónleikarnir marka upphaf Írskrar menningarhátíðar í Saln- um og eru jafnframt einn athyglis- verðasti viðburður í tónleikaröð- inni TÍBRÁ á þessu starfsári. Í tilefni af sýningu á Kjarvalsstöðum sem helguð er op-listinni, verður þingað um hreyfinguna á morg- un: Sálfræðingurinn Árni Kristjánsson, listfræðing- urinn Þóra Þórisdóttir og listamaðurinn JBK Ransu eru framsögumenn á málþingi sem hefst kl. 15. Á sýningunni Blik eru verk op-listamannsins Eyborg- ar Guðmundsdóttur (1924 -1977) í forgrunni. Aðrir listamenn, sem eiga verk á sýningunni, eru Arnar Herbertsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðfinnsson, Hörður Ágústsson, JBK Ransu, Jón Gunnar Árnason og Ólafur Elíasson. Þóra fjallar um Eyborgu, verk hennar og feril í samhengi við strauma og stefnur í listheiminum. Árni Kristjánsson, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, ræðir um skynjun, skynvillur og myndlist. Árni hefur stundað rannsóknir á virkni sjónkerfisins, meðal annars því hvernig við beinum athygli okkar að ólíkum hlutum innan sjónsviðsins og hvað stjórnar því hverju við veitum athygli. JBK Ransu myndlistarmaður hefur um árabil beint sjónum sínum markvisst að 20. aldar lista- stefnum á borð við Op-listina og popplistina. Hann flytur erindi undir yfirskriftinni „Op í endurgerð“ þar sem hann nálgast Op ekki sem vísindi heldur sem tælandi útlit og aðgengilegt myndmál. Þingað um Op á morgun MYNDLIST Verk eftir Eyborgu Guðmundsdóttur. MYND LISTASAFN REYKJAVÍKUR Íslenski flautukórinn heldur tón- leika á 15:15 tónleikaröðinni í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 11. okt- óber. Þetta eru jafnframt fyrstu tónleikar raðarinnar á þessu starfsári. Á tónleikunum mun flautukórinn flytja verk eftir Þur- íði Jónsdóttur, Þorkel Sigurbjörns- son, Giancarlo Scarvaglieri, Maríu Cederborg og nýjan einleikskons- ert, LUX, eftir Huga Guðmunds- son. Einleikari á tónleikunum verður Melkorka Ólafsdóttir. Tónleikarnir í Norræna húsinu koma í kjölfarið á tónleikum sem flautukórnum var boðið að halda á alþjóðlegri ráðstefnu The Nation- al Flute Association í New York í ágúst síðastliðnum, en ráðstefnan er sú stærsta sinnar tegundar og áætlað að um 2.500 flautuleikarar hvaðanæva úr heiminum hafi sótt ráðstefnuna. Tónleikum Íslenska flautukórsins var afar vel tekið og vöktu mikla athygli ráðstefnu- gesta. Hefur kórnum þegar verið boðið að koma fram á næstu ráð- stefnu NFA sem og á flautuleikara- hátíð í Belgíu. Íslenski flautukórinn var stofn- aður árið 2003 og hefur þegar skapað sér gott orð. Hópurinn er skipaður 20 flautuleikurum sem allir taka virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og flestir hlotið fram- haldsmenntun í flautuleik frá erlendum tónlistarháskólum. - pbb Íslenski flautukórinn Í nýútkomnu fjárlagafrum- varpi er gerð grein fyrir fyrirhuguðum lækkunum á framlagi skattborgara og fyrirtækja til reksturs menningarlífsins í landinu. Ljóst er að fjármálaráðuneyt- ið er að slá skýlisgarð um nán- ast óbreyttan rekstur allra helstu stofnana ríkisins þótt víða sé þrengt að rekstrarkostnaði, bæði í verkefnum og eins í mannahaldi. Lækkunin hjá mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu nemur tæp- lega 8 prósentum að raungildi. Forgangsröðun Í greinargerð með frumvarp- inu segir: „Þótt markmiðin hafi verið sett miðað við veltu eru þau útfærð eftir forgangsröð og áhersl- um ráðuneytisins sem getur falið í sér mismikla skerðingu á fjár- veitingum eins og fram kemur í umfjöllun um einstakar stofnan- ir og verkefni. Gert er ráð fyrir auknum útgjaldaskuldbindingum í rekstri sem nema 1.263 m.kr. Þar munar mestu um 630 m.kr. aukið framlag til Ríkisútvarpsins, 488 m.kr. framlag til að koma á móts við kostnað af umtalsverðri nem- endafjölgun í framhaldsskólum og háskólum og 75 m.kr. tímabundið framlag vegna þátttöku í bóka- kaupstefnu [Bókamessuna í Frank- furt] Þá hækka rekstrargjöld um 2.945 m.kr. við það að framlag til Ríkisútvarpsins er fært á milli gjaldategunda, af tilfærslum yfir á rekstur.“ Nú bíta hnífar Harkalegust er lækkun á framlagi til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en framlagið er lækkað um 206 milljónir og verður á næsta ári 463 milljónir króna rúmar. Er nánar fjallað um Kvikmyndamiðstöð á síðu 62. Styrkur Íslenska dansflokks- ins lækkar um 7,3 m.kr. á næsta ári og um leið möguleikar hans til að sækja tekjur erlendis sem hafa numið háum fjárhæðum. Er grund- völlur hans skekinn. Þjóðleikhús lækkar og fær í reksturinn 698,3 milljónir. RÚV ohf. Gert er ráð fyrir að fjárveiting til Ríkisútvarpsins ohf. hækki um 273 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs. Skýrist það af tvennu: Ann- ars vegar er lagt til að fjárveiting hækki um 630 m.kr. með hliðsjón af áætluðum tekjum af útvarps- gjaldi. Hins vegar er lagt til að framlag til fyrirtækisins lækki um 357 m.kr. frá fjárlögum til að mæta markmiðum ríkisstjórnar- innar um lækkun ríkisútgjalda. Framlög til Ríkisútvarpsins verða því samtals 3.218 m.kr. Skorið er niður hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands um 39,1 m.kr. en henni er tryggt fjármagn sem nemur 625 milljónum. Ýmsir liðir Gjaldaliðurinn 982 – Listir – lækk- ar um 93,2 m.kr. frá fjárlögum yfir- standandi árs: þar undir eru liðir eins og Heiðurslaun listamanna, Listahátíð í Reykjavík, Bókasafns- sjóður höfunda, Bókmenntasjóður, Starfsemi atvinnuleikhópa, Tón- listarsjóður, Barnamenningarsjóð- ur, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, átakið Tónlist fyrir alla og Íslenska óperan sem miss- ir 35,1 m.kr. af rekstrarstyrk sem verður um 140 milljónir. Sjálfstæðir leikhópar Þá er lagt til að framlag til starf- semi leikhópa lækki um 14,5 m.kr. af tveimur tilefnum: Niðurfellingu á tímabundinni 3 m.kr. fjárveit- ingu til Draumasmiðjunnar sem veitt var í fjárlögum 2009 og 11,5 m.kr. lækkun til að mæta mark- miðum ríkisstjórnarinnar í ríkis- fjármálum. Hér kemur í bakið á öllum áhugaleikhópum í landinu að Draumasmiðjan fékk þrjár mill- ur til að halda leiklistarhátíð dauf- dumbra á þessu ári. Hvorki Lókal, Alþjóðlega leik- listarhátíðin í Reykjavík, artFart, leiklistarhátíð grasrótarhópa ungs listafólks né Act Alone, einleikja- hátíð á Ísafirði njóta styrkja á fjár- lögum. Aftur er í frumvarpinu gert ráð fyrir að Hafnarfjarðarleikhúsið haldi 17 milljóna kr. styrk til 2012 en þríhliðasamningur þess við Hafnarfjarðarbæ rennur út nú um áramót og verður samkvæmt fjárlagafrumvarpi endurnýjaður en lækkar um 3 milljónir. Þá er tillaga um 3,5 m.kr. lækk- un á starfi Bandalags íslenskra leikfélaga. Framlagið hefur verið ætlað til að styrkja rekstur skrif- stofu bandalagsins og ætti eftir lækkun að standa undir einu starfi. Til umhugsunar Ekki er í forsendum fjárlagafrum- varpsins sjáanlegt að starfsmenn menntamálaráðuneytis hafi lagt í að brjóta upp og endurskipu- leggja hið flókna og margstofna kerfi styrkveitinga í landinu, en ætla mætti að fyrirvari hafi verið nægur til að fara í skipulega upp- stokkun á kerfinu, safnafjöldan- um, hinum margbreytilegu verk- efnasjóðum. Til þess þyrfti meiri krafta til skipulegrar hagræðing- ar innan ráðuneytisins og um leið rask á því starfsmannahaldi sem vaxið hefur við jaðar ráðuneytis- ins. Ekki er hér fjallað um breyting- ar á fjárframlögum til safnanna en ljóst er að sýningarhald þeirra skerðist verulega og fækka verður starfsmönnum. Þeirri ágjöf væri aðeins mætt með frekari samein- ingu hinna dreifðu safna og sam- vinnu milli landshluta. pbb@frettabladid.is Menningin öll í uppnámi MENNING Niðurskurður og bágari gengisstaða munu setja svip sinn á starfsemi Sinfóníunnar síðasta starfsár hennar í Háskóla- bíói en 2011 flytur hún í Tónlistarhúsið. MYND FRÉTTABLAÐIÐ /GVA 2009 Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa ı Netfang: gerduberg@reykjavik.is Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is Gallerý fiskur í Gerðubergi Ljúffengur heitur matur í hádeginu alla virka daga, hlaðborð, súpa og salat. www.galleryfiskur.is Sögur án orða Ljósmyndasýning Ólafar Erlu Einarsdóttur Hún rís úr sumarsænum Málverkasýning Steinunnar Einarsdóttur Laugardaginn 3. október kl. 14-15 Út í kött! Dansleikhús fyrir börn Lýðveldisleikhúsið – www.this.is/great Aðgangseyrir: Kr. 1.500 Sunnudaginn 4. október kl. 14-15 Tóney í Gerðubergi - fjölskylduskemmtun Tónlist, dans og leiklist. Meðal gesta eru nemendur Fellaskóla, listdansnemar og hljómsveitin Agent Fresco 7. október kl. 20 / Ókeypis aðgangur! Handverkskaffi - Henna húðskreytilist Darren Foreman kynnir Henna fyrir gestum og málar jafnvel sýnishorn á þá sem þess óska. Kynningin er hluti af verkefninu Húmor og Amor á vegum menningarstofnana Reykjavíkurborgar. 5. - 26. október / fjögur mánudagskvöld kl. 20 Líf og list: 100 ára vegferð Karitasar Jónsdóttur Bókmenntanámskeið um verk Kristínar Marju Baldursdóttur. Kennari: Sigfríður Gunnlaugsdóttir. Skráning stendur yfir! gerduberg@reykjavik.is, s. 575 7700. Í fréttum var þetta helst... Sýning Halldórs Baldurssonar Vissir þú... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir veislur, fundi, ráðstefnur og námskeið? Nýtt heitur reitur í Gerðubergi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.