Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 92

Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 92
56 3. október 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Söngskóli Maríu Bjarkar fagnaði fimmtán ára afmæli á fimmtudag- inn en þar hafa margar af fremstu söngkonum landsins stigið sín fyrstu skref í átt til frægðar og frama. Söngskólinn hefur um árabil haft marga af fremstu söngvurum landsins sem kennara og nægir þar að nefna Regínu Ósk, Heru Björk og Emilíu úr Nylon-flokknum gamla. Eflaust er þó á engan hallað þegar fullyrt er að stjarna skólans sé um þessar mundir Jóhanna Guðrún, silfurstjarnan frá Eur- ovision-keppninni í Moskvu. Jóhanna er nánast alin upp innan veggja Söngskólans og var uppgötvuð þar af skólastjóranum, Maríu sjálfri. Óhætt er að fullyrða að allir geta fund- ið nokkuð við sitt hæfi hjá Söngskólanum því boðið er upp á námskeið fyrir krakka niður í þriggja ára aldur. Þá hafa geisla- diskar söngskólans, Söngvaborg, slegið í gegn hjá smáfólkinu, sem þykir fátt jafn skemmtilegt og að dilla sér við skemmti- legar útfærslur af barnalögum. Fjöldi vina og velunnara skólans mætti að sjálfsögðu í afmæli sem var haldið í húsakynnum skól- ans við Fákafen 11. - fgg GLÆSILEGT AFMÆLI MARÍU MARÍA OG KÆRASTINN Skötuhjúin Örn Sævar Hilmarsson og María skört- uðu sínu fegursta í afmæli Söngskólans og voru augljóslega ánægð með veisluna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STEDARAR Í STUÐI Sara Dís Hjaltested og Árni Kjærnested kíktu við í Söngskóla Maríu Bjarkar. KENNARAR SKÓLANS Guð- björg og Sesselía eru meðal kennara skólans og voru að sjálfsögðu í miklu stuði. GAMAN SAMAN Þær Lísa, Alma Rut og Gunnhild- ur létu sig ekki vanta í Fákafenið. Samkvæmt nýjustu fréttum vest- anhafs fór ofurdólgurinn Russell Brand með hina fagursköpuðu Katy Perry í ferðalag til Taílands á dögunum. Engum sögum fer af því hvað gekk á í ferðinni, en Brand er þekktur kvennabósi með gríðar- lega langan lista af ást- konum. Hvorki Brand né Perry hafa staðfest sögusagn- irnar, en sú síðarnefnda þykir hafa komið upp um sig þegar hún skrifaði eftir- farandi skila- boð á Twitt- er-síðu sína: „Eftir viku- dvöl í Taílandi er ég tilbú- in að horfast í augu við lífið aftur. Er í einkakennslu um Morrissey, Oscar Wilde og Peter Sellers... Innblásin!“ Russell Brand er mikill aðdáandi þessa þriggja manna og hefur án efa kennt Perry sitthvað um líf þeirra og listir. Upphaf sambandsins má rekja til MTV-myndbandaverðlaunanna sem fóru fram á dögunum. Þau náðu vel saman í partíi eftir hátíð- ina og eiga að hafa kysst hvort annað – á munninn! - afb Russell Brand bætir Katy Perry á listann KVENNABÓSI Russell Brand kann lagið á dömunum. SKUTLA Katy Perry er fögur eins og morgunsólin í Bláfjöllum. Nýjasta mynd Micahels Moore, Capitalism: A Love Story (Auðvald: Ástarsaga), fær afar mis- jafna dóma í Bandaríkj- unum þar sem hún var nýlega frum- sýnd. Rolling Stone segir: „Þessi mynd gæti breytt lífi þínu. Ég grét af hlátri.“ En Salon segir: „Þetta er sannarlega ástarsaga, en hún fjallar minnst um galla auð- valdsins og því meira um dálæti Michaels á sinni eigin röddu og því sem honum finnst vera sín eigin greind.“ Myndin verður frumsýnd á Íslandi 23. október í Háskóla- bíói. Auðvaldið fær misjafna dóma UMDEILDUR Kvikmyndagerðar- maðurinn Michael Moore. Spjallþáttastjórnandinn David Letterman kom áhorfendum sínum í opna skjöldu nýverið þegar hann viðurkenndi, í beinni útsend- ingu, að hann hefði átt í kynferð- islegu sambandi við fjölmargar samstarfskonur sínar á undan- förnum árum. Letterman, sem giftist sambýliskonu sinni, Reginu Lasoko, í mars, gerði þetta þó ekki að gamni sínu því hann upplýsti einnig að starfsmaður CBS, sjón- varpsstöðvarinnar sem Letterman er á mála hjá, hefði reynt að kúga fé út úr honum. Sá sagðist hafa sönnun- argögn fyrir því að Letterman hefði stundað þetta ósiðsamlega athæfi og ætlaði að skrifa bæði kvikmynda- handrit og bók um þetta kynsvall Lettermans. Þáttastjórnandinn leit- aði í kjölfarið til saksóknara í New York og var kynlífskúgarinn í kjöl- farið handtekinn. Myndband með ræðu Lettermans hefur farið sem eldur í sinu á netinu og þetta þykir ein stærsta frétt- in í Bandaríkjunum um þessar mundir. Illu heilli fyrir Letter- man var Chicago ekki valin til að hýsa Ólympíuleikana 2016 en það hefði getað beint kastljós- inu í aðrar áttir. Myndbandið þykir ekki síst skondið í ljósi þess að áhorfendur skella upp úr á mjög vandræðalegum stöðum en þagna um leið og þeim verður ljóst að Letterman hélt framhjá konunni sinni. SKRÝTIÐ MÁL David Letterman viðurkenndi í beinni útsend- ingu að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við fjölmargar konur á sjónvarpsstöð- inni CBS. > DULNEFNI SPEARS Í nýrri ævisögu söngkonunnar Britn- ey Spears kemur fram að hún eigi sér fjöldan allan af dulnefnum sem hún notar þegar hún dvelur á hót- elum. Má þar nefna nöfn á borð við Ms. Alotta Warmheart og Mrs. Abra Cadabra. VERTU KLÁR FYRIR VETURINN Í ECCO GORE-TEX SKÓM 75942 56037 Snowboarder Track Uno Track Uno 72992 53994 Winter QueenSnowride KRINGLAN SMÁRALIND Snowride Snowboarder Letterman viðurkennir framhjáhald
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.