Fréttablaðið - 03.10.2009, Page 94

Fréttablaðið - 03.10.2009, Page 94
 3. október 2009 LAUGARDAGUR Gamansketsar Steinda Jr. sem sýndir voru á Skjáein- um í sumar gerðu piltinn að einum vinsælasta grínista landsins á mjög skömmum tíma. Fréttablaðið yfir- heyrði þennan dreng sem er stoltur af því að búa í Mosfellsbæ. Hægt er að finna fjölda myndbrota með Steinda, sem réttu nafni heitir Steinþór Steinþórsson, á vefsíðunni Youtube.com, þar á meðal er gam- alt myndskeið frá árinu 1999 þar sem Steindi gerir sofandi móður sinni ljótan grikk. Aðspurður seg- ist hann hafa tekið upp gamanefni frá því að hann var smá gutti. „Ég hef verið að taka upp sketsa frá því að ég man eftir mér og mynd- bandið með mömmu var það fyrsta sem ég gerði. Ég hafði keypt mér nýja myndavél fyrr um daginn sem þurfti að hlaða í marga klukkutíma og þegar hún var fullhlaðin ákvað ég að vekja mömmu með þessum hætti. Ég skráði myndina í stutt- myndakeppni Skjáseins og Hins hússins sama ár og hún var valin „Frumlegasta myndin“ og var send ásamt hinum sigurmyndun- um á einhverja kvikmyndahátíð í Berlin. Ég veit samt ekkert hvað varð um hana.“ Byrjar daginn á bjór Steindi vinnur nú að nýju efni ásamt Ágústi Bent, sem klippti og framleiddi gamanþættina fyrir Mónitor, fyrir nýjan þátt sem sýndur verður á Skjáeinum í jan- úar á næsta ári. Þátturinn hefur hlotið nafnið Steindinn okkar og verður að sögn Steinda ferskur og hárbeittur. „Þegar við Ágúst Bent unnum að þáttunum fyrir Mónitor töluðum við um að reyna að kom- ast að með okkar eigin þátt. Þetta verður ferskur og beittur þátt- ur með skemmtilegum karakter- um og tónlistaratriðum,“ útskýrir Steindi sem er að eigin sögn algjör- lega takt- og laglaus. Tökur á þáttunum hefjast 17. október og að sögn Steinda hefur gengið vel að semja handritið að þáttunum. „Þetta er búið að vera algjört letilíf sem við höfum lifað. Við byrjum daginn yfirleitt á því að sturta í okkur nokkrum bjór- um til að liðka okkur og svo keðju- reykir maður ofan í það. Við sitjum svo og köstum á milli okkar hug- myndum að efni allan daginn. Það er nokkur pressa sem fylgir þessu því við verðum að skrifa ákveð- ið marga sketsa á dag til að eiga nógu mikið efni fyrir þáttinn. Við komum með kannski þrjátíu nýjar hugmyndir á dag, en mikið af því er ónothæft kjaftæði.“ Kyntákn með bumbu Aðspurður segist Steindi ekki finna fyrir auknum vinsældum sínum og vill ekki kannast við það að vera orðinn frægur. „Mér finnst ég ekkert vera frægur. Það er helst að maður verði var við að unglingar horfi á mann úti á götu eða að drukkið fólk komi og spjalli við mann. En ég hef bara gaman af því.“ Auk þess að vera orðinn þekkt andlit hélt fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Mónitors því eitt sinn fram að Steindi væri kyntákn sinnar kynslóðar. Spurður út í þau ummæli segist Steindi algjörlega ósammála. „Ef það að vera kyn- tákn þýðir að vera lágvaxinn með úfið hár og bumbu, þá já, þá er ég mikið kyntákn.“ Vinsældir Steinda urðu til þess að stofnaður var hópur á sam- skiptavefnum Fésbók þar sem óskað var eftir því að Steindi yrði fenginn í hóp þeirra leikara sem fara með hlutverk í áramótaskaupi Sjónvarpsins. „Mér fannst mjög gaman að heyra af þessu enda er þetta mikið hrós.“ Inntur eftir því hvort hann muni taka að sér hlut- verk standi það til boða segir hann það fara eftir ýmsu. „Ef handritið er gott þá mundi ég að sjálfsögðu gera það, en ég mundi ekki taka að mér að leika hvað sem er. Ég mundi til dæmis ekki leika Davíð Oddsson og vera með krullur eða eitthvað álíka ógeðslegt.“ Keyrir um á druslu Talið berst frá Davíð Oddssyni að efnahagsástandinu og segist Steindi hafa sloppið ágætlega frá bankahruninu. Hann ekur um á gömlum bíl og keypti sér íbúð í Mosfellsbæ á hagstæðum lánum. „Ég slapp nokkuð vel. Ég tók engin myntkörfulán og keyri um á heimsins mestu druslu sem ég þarf reglulega að ýta í gang og er alltaf að bila.“ Spurður út í IceSa- ve-samninginn og afsögn Ögmund- ar Jónassonar segist Steindi lítið velta sér upp úr pólitík. „Ég veit ekki með þessa pólitík í dag, mér finnst hún vera algjört djók. Þetta er allt saman bara algjört djók.“ Spurður út í framtíðaráform sín segir Steindi að þau séu enn óráð- in. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég tek mér fyrir hendur í framtíð- inni, en ég ætla alveg örugglega ekki í lögfræði. Skemmtilegast þykir mér að skrifa og leiklistin höfðar einnig til mín. Það gæti vel verið að maður leggi hana fyrir sig í framtíðinni,“ segir Steindi. „Þegar tökum á Steindanum okkar er lokið langar mig líka að prófa að skrifa uppi- stand og fara á smá flakk með það. En ég er kominn til að vera, það er alveg víst. Þjóðin er ekkert að fara að losna við mig. Þetta er bara rétt að byrja.“ sara@frettabladid.is Þjóðin losnar ekki við mig KOMINN TIL AÐ VERA Von er á nýjum gamanþáttum með Steinda Jr. í byrjun næsta árs. Hann segir að íslenska þjóðin losni ekki við hann á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Hann mætti ekki en ég bind vonir við að hann komi í desember. Hann var líka svo stuttan tíma hérna,“ segir Friðrik Weisshappel, eigandi Laun- dromat í Kaupmannahöfn. Hann tók sig til, keypti heilsíðuauglýs- ingu í danska stórblaðinu Politik- en og bauð Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í hamborgara. Til þess að boðskortið færi nú örugglega ekki framhjá Obama voru auglýsinga- spjöld hengd upp um alla borg en allt kom fyrir ekki, Obama hafði ekki tíma til að koma með konu sinni og fá sér ham- borgara. Obama kom til Danmerkur í gær til að leggja sitt á vogarskálarnar í baráttunni um Ólympíuleikana 2016 en heimaborg hans, Chicago, var ein þeirra sem kom til greina. Obama mátti sín lítils því Rio de Janeiro var valin. Friðrik segir Kaupmannahöfn hafa farið á annan endann í bókstaflegum skiln- ingi, götum hafi verið lokað, flugvöllum líka og bein útsending var frá öllum fimm tímun- um sem Obama dvaldist í Kaupmannahöfn á stærstu sjónvarpsstöðvum landsins. Friðrik segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð við þessu uppátæki sínu en fjall- að hefur verið um boðskortið á nokkrum erlendum vefsíðum sem og í öðrum dönsk- um fjölmiðlum. Athafnamaðurinn hyggst þó ekki ætla að bjóða upp á Barack-borgara í kjölfarið. „Nei, mér finnst það alltof aug- lýsingalegt, það er líka búið að gera það ein- hvers staðar.“ - fgg Obama kom ekki til Frikka VAKTI MIKLA ATHYGLI Boðskort Friðriks til Barack Obama vakti töluverða athygli en veitinga- húsamaðurinn bindur vonir við að forsetinn komi í desem- ber.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.