Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 96
60 3. október 2009 LAUGARDAGUR Hin svokölluðu IG-nóbelsverðlaun voru nýlega veitt þeim sem skar- að hafa fram úr í bjánaskap. Tíma- rit Harvard-háskólans veitir verð- launin stuttu fyrir hin eiginlegu Nóbelsverðlaun. Verðlaun eru veitt í tíu flokkum og fengu föllnu íslensku bankarn- ir þrír auk Seðlabankans verðlaun í hagfræði fyrir að sýna fram á að hægt sé að breyta smábönkum í stórbanka, og öfugt – og fyrir að sýna fram á að hægt sé að gera svipað við hagkerfi heillar þjóðar. Enginn frá Íslandi var viðstaddur til að taka við háðungarverðlaun- unum, en flestir hinna létu sjá sig. Þar á meðal voru menn frá háskól- anum í Bern sem fengu „friðar- verðlaun“ fyrir að sýna fram á að áhrifameira er að slá fólk í haus- inn með fullri flösku en tómri, þrír Ameríkanar sem fengu „lýð- heilsuverðlaun“ fyrir að finna upp brjóstahaldara sem auðveldlega má breyta í gasgrímu og Englend- ingar sem fengu verðlaun í flokki dýralækninga fyrir að sýna fram á að kýr sem bera nöfn mjólka meira en nafnlausar kýr. Íslenskir banka- menn fá verðlaun Í GÓÐUM HÓPI Enginn bankamannanna lét sjá við verðlaunaafhendinguna. Tónlist ★★★ Sehr Gut Cocktail DJ Musician Góður en fábreyttur kokkteill Sehr Gut Cocktail er önnur plata DJ Musician í fullri lengd, en sú fyrri, My Friend Is a Record Player, kom landsmönnum í stuð fyrir fimm árum. Í millitíðinni kom svo smáskífan frábæra Klinsi sem skartaði bráðfallegri mynd af Jürgen Klinsmann á framhlið umslags. Tónlist DJ Musician er gamaldags partíteknó – ein- falt og melódískt. Áhrifa gætir frá þýsku teknófrum- herjunum í Kraftwerk og stemningin og hljómurinn eru líka í anda níunda áratugarins. Platan hefst á snilldarlaginu „Techno Liebe“ og svo tekur hver pumpandi stuðsmellurinn við af öðrum. Það er húmor í tónlistinni sjálfri og líka laganöfnunum. „Rave Sehr Gut“, „I Love Happy Hour“ og „Kristin Tanzt“ eru ágæt dæmi. Lögin eru misgóð, en platan endar eins og hún byrjar á hápunkti – laginu „I Put My Hand Up In the Air“ en í því nýtur DJ Musician liðsinnis Foxy Princess. Á heildina litið er Sehr Gut Cocktail hin besta skemmtun, en tónlistin er samt full einhæf fyrir plötu í fullri lengd. Þetta hefði verið fullkomin fimm laga EP. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Frekar einhæf en full af pumpandi partístuði. Jólin og jólaplötuflóðið nálgast. Þótt margar stór- kanónur eins og Bjöggi og Hjálmar hafi nú þegar gefið út sína diska er von á mörgum athyglisverðum útgáfum á næstu vikum og mánuðum. Á „hrunadaginn“ mikla, 6. októb- er, gerast þau stórtíðindi að Egó mætir með nýja plötu, sem heitir einfaldlega 6. október. Lagið sem hóf endurkomu Egósins, „Kannski varð bylting vorið 2009“, er ekki á plötunni, ekki frekar en Þjóðhátíð- arlagið. Öll hin nýju Ególögin eru hins vegar á sínum stað, auk fleiri nýrra, samtals tólf lög. „Mjög sterk plata“ er orðið á götunni. Friðrik Ómar og Jógvan eru saman skráðir fyrir plötunni Vina- lög. Þar eru tíu vel þekkt íslensk lög sem Jógvan syngur á færeysku og tíu vel þekkt færeysk lög sem Friðrik Ómar syngur á íslensku. Þessi plata kemur út 12. október eins og önnur sólóplata Hafdísar Huld, Synchronised Swimmers. Seinna í mánuðinum kemur ný plata með Ellen Kristjánsdóttur, Draumey. Pétur Ben stýrði upp- tökum á plötunni. Helgi Björns kemur með plötuna Kampavín, en þar syngur hann lítt þekkta amer- íska R&B-slagara við íslenska texta. Tregagás heitir ný plata með Ragnheiði Gröndal, sem er sjálfstætt framhald þjóðlagaplötu Röggu frá 2006. Í nóvember er von á nýrri sóló- plötu frá Stefáni Hilmarssyni, sem nefnist Rökkur (söngvar um ástina og lífið), og fyrsta sólóplata Jóhanns G. Jóhannssonar í lang- an tíma kemur einnig í nóvember og heitir Á langri leið. Þá er ný Strumpa-plata væntanleg, þar sem bláu krílin syngja nýja íslenska slagara eins og „Bahama“ og „Þú komst við hjartað í mér“. Fullt af rokki Verið er að fínpússa nýjustu plötu stórsveitarinnar Hjaltalín í þess- um töluðum orðum. Platan er enn nafnlaus en ætti að koma út um miðjan nóvember. Þriðja plata Morðingjanna heitir Flóttinn mikli og á að koma út 10. nóvem- ber. Rokksveitin Me, the Slumb- ering Napoleon kemur með plötu í fullri lengd um svipað leyti. Hún á að heita The Bloody Core of It All og eitt lagið heitir því áhuga- verða nafni „I Wanna Know Things About Stuff“. Þriðja plata Kimono mun detta inn fyrir jól og heitir „Easy Music for Difficult People“. Seabear er nánast tilbúin með nýja plötu sem kemur þó ekki fyrr en eftir jól, en náfrændi Seabear, Sin Fang Bous, kemur að öllum líkind- um með nýja plötu. Platan „Found Songs“ sem Ólafur Arnalds gerði á einni viku kemur út fyrir jól en Ólöf Arnalds bíður með sína plötu fram á næsta ár. Þá er Snorri Helgason úr Sprengjuhöllinni nán- ast tilbúinn með sína fyrstu plötu, en fyrsta lagið sem heyrðist af henni, „Freeze Out“, hefur verið að gera það gott. Lay Low gefur út Flatey, sem inniheldur lög frá ferl- inum tekin upp á tónleikum í Flat- ey. Þá leiða þau Eberg og Rósa í Sometime saman hesta sína á heilli plötu undir nafninu Feldberg. Og enn meira rokk og popp! Önnur plata Bloodgroup kemur út í nóvember. Þriðja plata Láru Rún- arsdóttir, Surprise, kemur út 13. október, sem og fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Sykur, Frábært eða frábært. Á plötunni syngja Katrína Mogensen úr Mamm- út og Rakel Mjöll Leifsdóttir og Erpur Eyvindarson rappar eitt lag. Helmingur plötunnar verður svo ósunginn. Kölskaútgáfa Barða í Bang Gang gefur út nýjar plötur með rokksveitunum Ourlives og Diktu. Þetta er fyrsta plata Ourli- ves en þriðja plata Diktu. Frá smá- merkinu Brak eru væntanlegar plötur með proggsveitinni Caterp- illar Man og safnplata með trúba- dornum Insol. Þetta verða síðustu plötur Braks á árinu, en í desem- ber verður öllum plötunum safnað saman í kassa. Talandi um kassa, þá er von á öllum fjórum plötum Hjálma á vínylplötum og verða þær seldar saman í kassa, en einn- ig hver í sínu lagi. Margrét Kristín Fabúla gefur út sólóplötuna sína In Your Skin og von er á nýrri plötu með Jóhanni Jóhannssyni Appar- atmanni. Buffið tekur fyrir nokk- ur lög eftir Magnús Eiríksson á plötunni Reyndu aftur. Platan er væntanleg 10. október, sama dag og ævisaga Magnúsar, sem heitir líka Reyndu aftur, kemur út. Eflaust á mjög margt eftir að bætast við þessa upptalningu. Það er því alveg á hreinu að tónlistar- áhugafólk kemst í feitt fyrir þessi jól eins og þau fyrri. drgunni@frettabladid.is EGÓ OG STRUMPARNIR SNÚA AFTUR 6. OKTÓBER Egó snýr aftur 25 árum síðar með fjórðu plötuna. LENGI VON Á EINUM Jóhann G. Jóhannsson kemur með Á rangri leið í nóvember. BLÁTT POPP Strumparnir koma með nýja plötu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.