Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 100
64 3. október 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Knattspyrnutímabilinu á Íslandi lýkur um helgina þegar úrslitaleikir bikarkeppni karla og kvenna fara fram. Leikurinn í karlaflokki er fyrst á dagskrá en klukkan 14 í dag eigast við Fram og Breiðablik. Liðin urðu í 3. og 4. sæti deildar- innar en bæði hlutu 34 stig. Fram var þó með betra markahlutfall. Báðum leikjum liðanna í deild- inni í sumar lauk með jafnteflum, fyrst 1-1 og svo 3-3 í hádramatísk- um leik. Breiðablik komst 3-0 yfir í fyrri hálfleik en Fram náði að jafna metin með þremur mörkum á síð- asta stundarfjórðungnum. Undir lok leiksins og eftir hann ætlaði allt að sjóða upp úr þegar leikmönnum og meira að segja þjálfurum lenti saman. Blikar með blóð á tönnunum „Okkur var misboðið,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið. Spurður hvort Blikar væru því með blóð á tönnunum fyrir leikinn játti hann því. „Klárlega. Menn ætla svo sem ekki að hefna fyrir neitt en fíllinn gleymir engu.“ Bæði lið hafa verið á góðu skriði á síðustu vikum en Fram tapaði að vísu fyrir Þrótti um síðustu helgi. Margir leikmenn voru reyndar hvíldir fyrir þann leik og segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, að margt hafi verið jákvætt við leikinn. „Margir ungir strákar fengu tækifæri til að spila og þetta var alls ekki slæmur leikur. Fyrir vikið er nú enginn í banni fyrir leikinn og allir leikmenn þar að auki heilir. Þetta hefur því allt verið að smella saman,“ sagði Þorvaldur. Hann treystir sér ekki fyrir því að spá því hvernig leikurinn muni þróast. „Það skiptir mig svo sem litlu máli hvernig leikurinn verð- ur svo lengi sem við eigum mögu- leika á að vinna. Bikarúrslitaleik- ir geta oft verið hægir og þurrir, sem er ef til vill ekki skemmtilegt fyrir hinn hlutlausa áhorfanda. En svona leikir snúast oft um þau tvö lið sem taka þátt í honum og þeirra stuðningsmenn. Spennan verður því mikil fyrir þá.“ Ólafur segir að sínir menn ætli fyrst og fremst að reyna að spila sinn leik. „Við höfum verið að skora að jafnaði 2-3 mörk í hverjum leik í seinni hluta deildarinnar í sumar. Ef við höldum áfram á þeim nótum og náum að loka fyrir það sem þeir eru sterkastir í óttumst við ekk- ert.“ Þó svo að báðum leikjum lið- anna í sumar hafi lokið með jafn- tefli voru þeir ólíkir. „Annar leik- urinn var stirður af beggja hálfu og lítið um færi. Seinni leikurinn var mjög lífleg- ur og mikið um mörk og svipting- ar. Ég held að við getum átt von á hvoru tveggja að þessu sinni.“ Heimavallarumræðan ómarktæk Framarar spila sína heimaleiki á Laugardalsvelli þar sem bikarúr- slitaleikurinn fer fram. Þorvald- ur segir að það sem skipti fyrst og fremst máli sé að leikurinn fari fram á besta velli landsins. „Þetta er langbesti grasvöllurinn á Íslandi og auðvitað erum við því ánægðir með að spila okkar heima- leiki hér. En þessi umræða kemur upp reglulega og virðist sem svo að stundum töpum við á því að spila á Laugardalsvellinum en græðum svo á því í öðrum tilvikum,“ sagði Þorvaldur. Ólafur sagði að Blikar hefðu lítið leitt hugann að þessari umræðu. „Ég held að þetta muni ekki hafa áhrif á okkur nema við leyfum því að trufla okkur. Þetta er nokkuð sem við ráðum ekki við og ætlum ekki að hafa áhyggjur af.“ eirikur@frettabladid.is Tvö hnífjöfn lið slást um bikarinn Síðast þegar Breiðablik og Fram áttust við var boðið upp á hádramatíska viðureign þar sem allt var á suðu- punkti. Þessi lið mætast í úrslitum bikarkeppni karla í dag en þau náðu nánast jafngóðum árangri í sumar. FYRIRLIÐARNIR Auðun Helgason, Fram, og Blikinn Kári Ársælsson við bikarinn góða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslendingafélagið GAIS í sænsku úrvalsdeildinni hefur átt mjög góðu gengi að fagna að undanförnu og er taplaust í sjö leikjum í röð. Liðið hefur í þeim leikjum alls fengið sautján stig af 21 mögulegu. Í fyrstu átján leikjum tímabilsins hlaut liðið aðeins þrettán stig og er því um mikinn viðsnúning að ræða. Fjórir Íslendingar eru á mála hjá liðinu en aðeins einn þeirra, Eyjólfur Héðinsson, hefur fengið að spila að nokkru ráði. „Tímabilið byrjaði ekkert sérstaklega hjá okkur,“ sagði Eyjólfur. „Um mitt tímabil vorum við í næstneðsta sæti og nánast búnir að mála okkur út í horn. Við sáum þá að þetta gæti ekki gengið til lengdar enda með allt of gott lið til að vera í fallbaráttu.“ Eyjólfur var á bekknum lengst af framan af móti og segir að það hafi verið erfitt að vera þolinmóður. „Ég vissi að tækifærið myndi koma þegar meiðsli og leikbönn færu að taka sinn toll. Ég þyrfti því bara að nýta mitt tækifæri. Það gekk vel og síðan þá hef ég verið í liðinu.“ Eyjólfur hefur gegnt lykilhlutverki í liðinu á þessum góða spretti. Hann skoraði þrjú mörk í þessum leikjum, þar af eitt sigurmark og eitt jöfnunarmark. Hann lagði svo upp tvö mörk í síðasta leik er GAIS vann 3-0 sigur á Örebro. „Ég finn auðvitað að menn eru ánægðir með mig hér enda lítur þetta ágætlega út fyrir mig. Ég fékk að spila þegar verst gekk og þá snerist þetta allt í einu við. Ég ætla þó ekki að eigna mér það,“ sagði hann. „En auðvitað er gaman þegar vel gengur.“ Þetta er þriðja tímabil Eyjólfs hjá GAIS og hann á eitt ár eftir af samningi sínum. „Maður hefur verið að heyra ýmis- legt, bæði frá félaginu og umboðsmanninum, en ég ætla lítið að spá í hvað gerist fyrr en eftir tímabilið.“ Þrír aðrir Íslendingar eru hjá GAIS. Guðmundur Reynir Gunnarsson var lánaður til KR en þeir Hallgrímur Jónas- son og Guðjón Baldvinsson hafa lítið fengið að spila. „Þeir eru ekki langt frá því að komast í hópinn. Þeir þurfa bara að halda áfram og nýta sín tækifæri.“ Í vikunni var greint frá því að svo gæti farið að níu stig yrðu dregin af GAIS þar sem atvinnuleyfi eins leikmanna liðsins, Brasilíumannsins Wanderson do Carmo, rann út. EYJÓLFUR HÉÐINSSON: HEFUR ÁTT STÓRAN ÞÁTT Í VELGENGNI GAIS Í SÆNSKU ÚRVALSDEILDINNI Ætla ekki að eigna mér gott gengi liðsins > Guðjón rekinn frá Crewe Guðjón Þórðarson var í gærmorgun rekinn frá enska D-deildarfélaginu Crewe Alex- andra. Liðið féll úr C-deildinni í vor og hefur liðið nú tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. „Þetta er mikilvægt tímabil fyrir okkur. Við viljum komast aftur upp um deild sem allra fyrst og úrslit síðustu leikja hafa ekki verið nægilega góð. Því var ákveðið að það væri best fyrir félagið ef Guðjón myndi hætta nú,“ sagði John Bowler, stjórnarformaður Crewe, í samtali við enska fjölmiðla. Dario Gradi mun taka tímabundið við starfi Guðjóns. Á MORGUN KL. 14:30 CHELSEA LIVERPOOL HVERNIG FER BIKARÚR- SLITALEIKUR KVENNA? Rakel Hönnudóttir, fyrirliðí Þór/KA Breiðablik vinnur 2-1 Sandra Sigurðard., fyr. Stjörnunnar. Valur vinnur 3-2 Laufey Björnsdóttir, fyrirliðí Fylkis Breiðablik vinnur 2-1 Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR Valur vinnur 3-1 Ágústa Jóna Heiðdal, fyrirliði GRV Valur vinnur 3-1 Samantekt 3 af 5 spá því að Valur vinni bikarinn. HEFUR TRÚ Á BLIKUM Rakel Hönnudótt- ir, fyrirliði Þór/KA. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HVERNIG FER BIKARÚR- SLITALEIKUR KARLA? Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH Fram vinnur 2-0. Grétar Sigurðarson, fyrirliði KR Fram vinnur 1-0 Valur Fannar Gíslas., fyrirliði Fylkis Fram vinnur 2-0. Hólmar Örn Rúnarsson, fyr. Keflav. Breiðablik vinnur 2-0 Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar Breiðablik vinnur 3-1 Samantekt 3 af 5 spá því að Fram vinni bikarinn. TRÚIR Á FRAM Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði meistara FH. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.