Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 101

Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 101
LAUGARDAGUR 3. október 2009 65 FÓTBOLTI Þjálfarar og fyrirlið- ar Fram og Breiðabliks eru sammála um að taka þurfi upp umræðu um að breyta tímasetn- ingu úrslitaleiks bikarkeppninn- ar. Flestir vilja að leikurinn fari fram í ágúst en ekki í byrjun okt- óber eins og nú. Þarf víðtæka umræðu „Ég held að það sé kominn tími til að menn setjist niður og velti því fyrir sér hvort það sé kominn tími til að breyta þessu. Menn prufuðu núver- andi fyrirkomu- lag í þeirri trú að þetta væri góður kostur. Sem flestir þurfa að koma að umræð- unni – ekki bara 2-3 sérfræðingar inni á skrifstofu,“ sagði Þorvald- ur Örlygsson, þjálfari Fram. Vilji langflestra að breyta „Ég myndi vilja að úrslita- leikurinn færi fram í ágúst. Ég held að það sé vilji langflestra sem koma að boltanum. En það er nauðsyn- legt að umræð- an deyi ekki þegar þessi leikur klárast núna um helgina og komi svo ekki aftur upp fyrr en í september á næsta ári,“ sagði Ólafur Kristj- ánsson, þjálfari Breiðabliks. Umfjöllun yrði meiri „Ég vildi að leikurinn færi frekar fram þegar vel væri liðið á ágúst- mánuð. Bæði væri veður- far betra og umfjöllun um íslenskan fót- bolta er meiri þá. Í dag blandast inn í umræðuna aðrar íþróttir eins og handbolti og körfubolti, sem og erlendur fótbolti. Það væri bikarkeppninni til fram- dráttar ef úrslitaleikurinn færi fram í kringum 20. ágúst,“ sagði Auðun Helgason, Fram. Ekki mikið eftir af sumrinu „Það hefur verið fullyrt að vilji sé til að hafa bik- arúrslitaleik- inn síðasta leik sumarsins en hversu mikið er eftir af sumrinu í október? Per- sónulega þætti mér skemmtilegra að spila í aðeins hlýrra veðurfari, en það gæti verið erfitt að finna tíma fyrir bikarúrslitaleikinn áður en keppni í deildinni lýkur, enda leikjadagskráin þétt eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni,“ sagði Kári Ársælsson, Breiðabliki. Tímasetning úrslitaleiksins: Umræðan er nauðsynleg KÁRI ÁRSÆLSSON AUÐUN HELGASON ÓLAFUR KRISTJÁNSSON ÞORVALDUR ÖRLYGSSON FÓTBOLTI Valur og Breiðablik mæt- ast á morgun í úrslitum VISA-bik- arkeppni kvenna á Laugardals- velli. Leikurinn hefst klukkan 14. Valur er ríkjandi Íslandsmeist- ari en Breiðablik tryggði sér annað sæti Pepsi-deildar kvenna í loka- umferð deildarinnar um síðustu helgi. En þó svo að Valur hafi orðið meistari hafði Breiðablik betur í innbyrðisviðureignum liðanna í sumar. Engu að síður telur Gary Wake, þjálfari Blika, að Valur sé sigurstranglegra liðið. „Bikarleikir ráðast oft á dags- formi liðanna en ég tel samt að það sé aðeins minni pressa á okkur fyrir leikinn en á Val. Miðað við það sem ég hef heyrt eru þeir fleiri sem spá Val sigri og það er gott fyrir okkur,“ sagði Gary. Hann segir einnig að það gæti haft sitt að segja að hafa misst Hörpu Þorsteinsdóttir í meiðsli og Söndru Sif Magnúsdóttur í nám til Bandaríkjanna. „En það er bara undir öðrum komið að stíga upp og spila eins vel og við þurfum til að vinna Val.“ Valur mætti ítölsku liði ytra í Meistaradeild Evrópu á miðviku- daginn og hefur því haft lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir bik- arúrslitin. „Í raun hefst undirbúningur- inn með æfingu síðar í dag,“ sagði Freyr við Fréttablaðið í gær. „En við erum mjög vel stemmd eftir góða ferð til Ítalíu að mæta sterk- um Blikum í íslenskri veðráttu.“ Valur átti möguleika á að vinna tvöfalt í fyrra en tapaði þá fyrir KR í bikarúrslitunum, 4-0. „Það var skelfilegt og situr í okkur. Úrslit þessa leiks munu hvetja okkur til dáða um helgina enda ætlum við ekki að tapa tveimur bikarleikjum í röð.“ Hann segir að það væri frábær árangur að vinna tvöfalt í ár. „Það voru miklar breytingar á liðinu og sumir höfðu ekki trú á því að við myndum vinna titil í ár. Það væri frábært að svara því með því að vinna tvo og sýna að við erum með afgerandi lið hér heima. Það myndi senda skýr skilaboð.“ - esá Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppni kvenna á morgun: Sigur myndi senda skýr skilaboð MÆTAST Á MORGUN Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki, og Hallbera Guðný Gísla- dóttir, Val. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.