Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 110

Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 110
74 3. október 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. skák, 6. íþróttafélag, 8. titill, 9. eldsneyti, 11. rykkorn, 12. ráðagerð, 14. afkima, 16. drykkur, 17. saur, 18. kerald, 20. íþróttafélag, 21. bylgja. LÓÐRÉTT 1. þurrka út, 3. frá, 4. athafnasemi, 5. blund, 7. hóf, 10. stormur, 13. meðvit- undarleysi, 15. sjá eftir, 16. blekking, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. tafl, 6. fh, 8. frú, 9. mór, 11. ar, 12. áform, 14. skoti, 16. te, 17. tað, 18. áma, 20. kr, 21. liða. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. af, 4. framtak, 5. lúr, 7. hófsemi, 10. rok, 13. rot, 15. iðra, 16. tál, 19. að. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Matti Vanhanen. 2 Sextíu ár frá byltingu kommúnista. 3 Ólafur Þórðarson. „Ég ákvað að skella mér út. Það var skyndiákvörðun, það er alltaf skemmtilegast,“ segir fyrirsætan og neminn Kristrún Ösp Barkar- dóttir. Kristrún flaug út til London í morgun í boði fótboltakappans Dwight Yorke. Born to Score, ævi- saga Yorke, kom út í gær og Krist- rún hyggst fagna útgáfunni með honum um helgina. Þau eru góðir vinir og hafa hist reglulega und- anfarin misseri. Yorke er þekkt- ur markaskorari og hefur spilað með liðum á borð við Aston Villa og Manchester United. Hann lagði nýlega skóna á hilluna. Kristrún er spennt fyrir ferð- inni og segir að hver dagur sé ævintýri með fótboltakappanum. „Við förum í partí á laugardags- kvöldið og út að borða og svona. Ég veit ekki hvað við gerum á sunnudaginn,“ segir hún. „Það er yfirleitt prógramm allan tímann og við gerum alltaf eitthvað nýtt sem ég hef ekki gert áður.“ Breska pressan er þekkt fyrir aðgangshörku, en Kristrún segir að þau séu að mestu látin í friði þar sem hann er hættur að spila. „Það er samt alltaf eitt- hvað aðeins,“ segir hann. „En við fáum alls staðar athygli sem við förum.“ Það má þó búast við að athyglin aukist um helgina, þar sem fjöl- miðlar hafa hreinlega étið upp það sem Yorke segir í ævisög- unni um samband sitt við glam- úrfyrirsætuna Katie Price, einn- ig þekkta sem Jordan. Þau áttu í ástarsambandi fyrir nokkrum árum og eignuðust soninn Har- vey. Jordan hefur sakað Yorke um að taka ekki þátt í uppeldinu, en hann sakar hana um að leyfa sér það ekki. Yorke talar opinskátt um kyn- líf sitt og Jordan í bókinni. Hann segir meðal annars að hún hafi verið tvískiptur persónuleiki í rúminu; verið ljúf sem Katie Price og afar kinkí sem Jordan. Jordan er gríðarlega þekkt í Bretlandi. Hún hefur sent frá sér bækur, nærfatalínur og margt fleira ásamt því að hafa setið nakin fyrir í fjölmörgum tímaritum. Jordan hóf feril sinn á síðu 3 í breska götublaðinu The Sun, en Kristrúnu hefur einnig verið boðið að sitja þar fyrir. „Ég ætla aðeins að bíða með það. Gera þetta frekar rétt og vel,“ segir hún. Stúlkurn- ar á síðu 3 sitja fyrir berbrjósta, en ætli Kristrún sé ekkert feim- in? „Nei, ekkert feimin, ekki til í mér!“ atlifannar@frettabladid.is KRISTRÚN ÖSP BARKARDÓTTIR: TIL LONDON Í BOÐI FÓTBOLTAKAPPA Fagnar með Dwight Yorke SKEMMTA SÉR SAMAN Kristrún og Dwight Yorke verða í sviðsljósinu um helg- ina og hefur Kristrúnu verið boðið að sitja fyrir í breskum blöðum. Jordan er ein þekktasta glamúrfyrirsæta Bret- lands og á barn með Dwight Yorke. „Hún er allavega farin í þróun, við sjáum svo til hvernig gengur að fjármagna hana,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Hann samdi nýlega við glæpasagnarithöfundinn Viktor Arnar Ingólfsson um að gera sjónvarpsser- íu byggða á bók Viktors, Flateyjargátu. Þeir tveir hafa áður ruglað saman reytum því Björn Brynjúlf- ur leikstýrði einnig þáttaröðinni Mannaveiðum sem byggð var á bók Viktors og sýnd á RÚV. Björn viðurkennir að þetta samkomulag komi kannski ekki á besta tíma en eins og lesa má framar í Fréttablaðinu verða framlög til sjónvarps- og kvik- myndagerðar skorin niður um rúman þriðjung sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Björn segist hins vegar vera vongóður og ætlar ekki að leggja árar í bát. „Þetta er flott saga sem hefur verið gefin út víða í Evrópu og ég vænti mjög góðs af þessu samstarfi.“ Björn segir það hafa heillað sig að Flateyjargátan sé óvenjuleg bók, hún gerist að mestu leyti úti í Flat- ey og tengist íslensku handritunum. „Það er svona smá Da Vinci-tenging og svo eru líka óvenjulegar og skemmtilegar persónur og óvenjulegt sögusvið. Það er alltaf gaman að gera eitthvað sem er svona mikið öðruvísi og sýnir ekki bara lögreglumenn hlaupandi um götur Reykjavíkur.“ - fgg Flateyjargáta í sjónvarpið SKRIFAÐ UNDIR SAMSTARFIÐ Björn Brynjúlfur og Viktor Arnar handsala samninginn um að gera sjónvarpsseríu eftir bók rithöfundarins, Flateyjargátu. MYND/JPV „Ég var að sýna konunni hvernig ég lít út. Við áttum trúlofunaraf- mæli og hana langaði að sjá hvern- ig ég leit út þegar við trúlofuðum okkur. Ég rakaði allt af og sagði „svona var ég“. Henni leist vel á og vill að ég verði svona,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. Ungleg ásýnd Geirs Jóns hefur vakið athygli undanfarna daga. Áður en hann rakaði sig hafði hann verið verið skeggjaður í fjöldamörg ár – svo lengi að dótt- ir hans ætlaði varla að þekkja hann án andlitsháranna. „Henni brá þegar hún sá mann í mínum hægindastól. Hún hefur líklega aldrei séð mig skegglausan,“ segir hann. Geir Jón segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki, þó að hann sé sjálfur ennþá að venjast breyttu útliti. „Ég er að jafna mig á þessu. Mér fannst ég vera eins reytt hænurassgat. Þetta eru við- brigði. En fólki finnst ég vera svo miklu unglegri – maður yngist upp við þetta. Ekki veitti af!“ Afbrotamenn hafa hingað til ekki gert sérstakar athugasemdir við skeggleysi Geir Jóns og enginn hefur farið mannavillt. „Nei, ég hef ekki orðið var við það,“ segir hann. „Það þekkja mig nú allir þó að ég sé búinn að raka mig.“ - afb Geir Jón rakaði sig fyrir eiginkonuna BREYTT ÚTLIT Geir Jón er svo unglegur að dóttir hans þekkti hann ekki þegar hún sá hann án skeggsins. Væntanlega verður slegist um fjarstýringuna á heimili leikara- parsins Jörundar Ragnarssonar og Dóru Jóhannsdóttur annað kvöld. Þá verður frumsýndur fyrsti þátturinn af Hamrinum, fjögurra þátta spennu- seríu í leikstjórn Reynis Lyngdals. Dóra leikur þar aðalhlutverkið á móti Birni Hlyni Har- aldssyni en á sama tíma er Jörundur einmitt á bak við lás og slá sem Daníel í Fanga- vaktinni. Aðeins meir af sjónvarpi því Spaugstofan sneri til baka um síðustu helgi og markaðsdeild RÚV hefur væntanlega verið ánægð með það. Þátturinn reyndist auðvitað sá vinsælasti þá vikuna samkvæmt mælingum Capacent Gallup en fast á hæla hans kom síðan spurningaþátturinn Útsvar, sem virðist eiga sér sístækkandi aðdáenda- hóp. Bronsið fékk Fangavaktin en 34 prósent þjóðarinnar horfðu á fyrsta þáttinn, sem verður að teljast nokkuð vel af sér vikið með hliðsjón af því að um áskrift- arsjónvarp er að ræða. Það vakti mikla athygli fyrir viku þegar Fréttablaðið birti nafnlausa auglýsingu með mynd af litlum strák sem var handjárnaður. Hvergi kom fram hver auglýsandinn væri og eini textinn var dagsetningin 6. október. Flestum var ljóst að sá og hinn sami væri mikill áhugamaður um hrunið enda hefur það komið á daginn, umrædd mynd prýðir umslagið á nýjustu plötu Egó með Bubba Morthens í broddi fylkingar og „6. október“ er heiti henn- ar. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Helena Stefánsdóttir Starf: Kvikmyndagerðarkona og einn eigenda Kaffi Hljómalindar. Aldur: 42 ára. Fjölskylda: Maður minn heitir Arnar Steinn Friðbjarnarson og er kvikmyndagerðarmaður. Svo á ég soninn Nikulás Stefán og dæturnar Kolfinnu og Ilm Maríu. Búseta: Ég er miðbæjarrotta og bý í 101. Stjörnumerki: Steingeit. Kaffihúsi Helenu, Hljómalind, var lokað í vikunni eftir að hún missti húsnæðið. Auglýsingasími – Mest lesið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.