Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 7
DBAUl'NIB.
523
xÞetta eru næsta ólíkir höfðingjar — það
er eins og annar ætli sér að gína yfir himni
og jörðu — eða vilji það — svo fyrirmann-
lega ber hann sig í söðlinum, en hinn dragi
nærri því jörðina niður með sér, er liann fer
yfir hana, Þeim liópnum miðar lítið áfram«.
»Þá er annar ungur, hinn gamall«, svar-
aði biskupsefni, »annar andlegrar ættar, hinn
veraldlegrar, sonur«. Um sömu mundir riðu
hvorirtveggju í lilaðið, en nokkuð ólíkt, þeir
að austan fóru lióglátlega, en þeir að vestan
svo geyst, að fyrirliðinn liafði því nær riðið
hinn ofan. Stökk svo af baki baðaði frá sér
handleggjunum, varpaði af sér kápunni, sem
var að eins hnept um hálsinn, og hrópaði á
dönsku:
»Hingað er ég þá kominn, herra bisk-
upsefni, til að enda orð mín, en mér sýnist
þú vera alveg óviðbúinn komu minni!« Svo
sagði hann ineð óviðfeldnu kátínubrosi: »Hin
íslenzka þjóð er blóðþung, henni er gjarnt að
bera á sér svefnmerki fyrra hluta dags, að
minsta kosti. Þú fyrirgefur mér glensiðb)
»Já, sei sei, vinur; þjóðin mín hefir víst
reynst svo gagnvart þér«. ' sagði Ögmundur
með samskonar ln-osi, því hann var ekki
hláturmildur maður fremur en andlega stétt-
in var í þá daga. Honum fanst fátt urn kveðj-
urnar, en stilti sig samt, þar sem svo tíginn