Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 114
G30
DKAUPKIR.
}>að, að séra Jón Einarsson væri kominn,
meðbiðill hans, og annað, að Ögmundiir
biskup hefði borið á sig einhverjar sakargiftir.
Honum féll það illa í fyrstu, þar sem hann
þóttisl hafa allar sakirnar á hendur honum,
en svo hristi hann af sér gremjuna með því
að taka þátt í lífsunaðinum, þar til kallið
kæmi; því með því einu rnóti eyddi hann
ekki að nauðsynjalausu þreki og kröftuin
sínum í hugarvíli frá þeim tíma, sem færi í
hönd.
Á skemtigöngu þessari hafði hann ekki
mætt neinum, sem hann þekti. I manngrú-
anurn, sem þaut fram lijá honum, sá hann
mörg óþekt andlit, sem brugðu l'yrir og huri’u
svo aftur fyrir öðrum nýjum eins og í þoku-
inóðu, en báru samt í svipnum ýmist gleði,
áhyggju, sorg eða slægð, sem sannfærði hann
um, að hvar um heirn, sem farið væri, her-
bergjaði hver einasta sál sinn eiginn heim.
ýmist myrkan eða fagran, og hann sjálfu1'
var kominn á þenna stað með sínar sorgir
og gleði. Rétt í þessu lagði einhver hönd á
öxlina á honum. Hver gal það verið a
þessuin stað?
»Pú þekkir mig nú ekki«, sagði sá, er
það gerði, í vingjarnlegum róm.
»Nei, ég þekki þig ekki«, svaraði Jón og
vék sér að honum.