Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 119
DRAUPNIE.
635
hins nýja pál'a, og það eru ekki neraa 3
mánuðir síðan liann kom aftur úr þessari för,
og síðan hefir hann haft fult í fangi með að
koma hinum öðrum biskupsstólum, bæði í
Osló og víðar, í sæmilega reglu, en nú er
hann samt búinn að því öllu«.
»Hver vígði þá þenna nýja erkibiskup?«
spurði prófastur.
»Um það hef ég' ekki spurt, en vígður
er hann. Það hefir sjálfsagt verið, Höskuld-
ur biskup í Stafangri, eða Magnus biskup á
Harnri, aðrir gátu það naumlega verið, eftir
álitinu að dæma. Máske hann liafi líka verið
vígður í Róm?«
»Margt af þessu liöfum vér heyrl heirn
til ísiands«, sagði Jón prófastur, »en ekki
svona greinilega. En stendur ekki við það
gamla í Danmörku enn þá?«
»Nei, langt frá. Erkibiskupsstóllinn í
Lundi er enn þá óskipaður, og sjálfur kon-
ungurinn, sagði Ólafur erkibiskup mér, verð-
ur að nota útflæmdan biskup, — Gustav
Trolle, frá Svíaríki — til að krýna sig núna
eftir fáeina daga, því það er ekki nema síðan
í byrjun þessa árs, að öll Kaupmannahöfn
hefir viðurkent Friðrik I. fyrir konung sinn,
og — hvaða dagur er í dag?«
»Það er siðasti dagurinn í Júlíusmánuði«
sagði Jón Arason.