Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 21
DRAUI’NIR.
537
»Hertoginn varð seinna konungur yfir þremur
rikjum, síðan giftist hann að tilhlutun ríkis-
ráðsins Elizabethu syslur Karls lierloga —
nú Þýzkalandskeisara. Bróðirinn snýr sér svo
með þá bæn til trygðavinarins, sálusorgarans
og erkibiskupsins Eiriks Walkendorfs, um að
hann komi í vegfyrir samband konungsins við
Dýveku. Hannframbar bænina, vann ekkert
á með benni, og er nú, lieyri ég, sama sein
gerður landflótta«.
»Og þá er sú saga búin«.
»Ekki alveg, herra biskupsefni! Syndin
hefir svo víðtækar rætur, að ekki er liægt að
uppræta þær, þó yfirvöxturinn sé af sneiddur.
Öll ríkin stynjá enn þá undir afleiðingunum.
Konungur kvistar aðalinn niður, bvenær sem
hann kemst höndunum undir, en styður al-
múgann lióllaust að því skapi, og bið nú-
veranda trúar- og stjórnar-ásigkomulag þolir
það ekki, og afleiðingarnar verða þær líklega,
að ríkin missa í margan máta binn þarfasta
konung og nýtasta. Og þér eruð hingað
kominn vegna afleiðinganna«.
»Hverjum spáir þú svona gífurlegu falli?«
sagði Pétur prestur Pálsson, sem öslaði snjó-
inn til að nálgast þá.
»Kristjáni konungi öðrum«, svaraði Ög-
mundur, og beilsaði presti nú vingjarnlega,
er þeir voru orðnir þrír í bóp, því hann