Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 38
554
DRAUPNIR.
»Ögmundur lét sig fáu skifta um mál-
efni Týla, og hugsaði sem svo: »Það fór að
vonum, Sigbrit tekur ekki skjólstæðinga drotn-
ingar undir verndarvængi sína. Elísabet
drotning stefndi Hannesi Eggertssyni í fyrra
fyrir konungsdóm, meðan hann sjálfur stóð
í rifrildinu í Svíaríki, til að svara upp á
klögumál Týla. Þelta lieíir gamla konan vitað,
og befir því öllu heldur spilt en bætt málstað
iians i augum konungs.
Svo hélt bann aftur til Noregs, en fékk
þó ekki vígsluna eins fljótt og hann vildi,
því Eiríkur Walkendorf var farinn úr landi og
bálfgerður glundroði var kominn á kirkju-
valdið bæði vegna fiótta erkibiskupsins og
annarar sundrungar, samt fékk hann henni
loksins framgengt 28. október 1521, en varð,
af því svona var orðið áliðið að sætta sig
við að halda kyrru fyrir í Noregi, bæði í
Björgvin þar sem Andór biskup Hallsteinsson
veitti bonum vígsluna og svo í Þrándheimi.
Þegar þessu var farsællega aflokið og
bann var orðinn biskup af guðs náð yíh'
Skálboltsstifti, varpaði bann at sér auðmýkt-
arhjúpnum og dauðabrollinum, sem liann
liafði borið svo lengi, og fór nú aftur í fyrra
gerfið, sem var sjálfstraust, drotnunargirni og
aurafýkn, sem auðvitað var blandað mörgum
göfugum eiginleikum, sem síðar koma á dag-