Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 76
592
DBAUPNIH.
réðist á sig, ef hann gerði ekki það sem hann
segði sér. Svo hann hélt mælingunni áfram,
en skaut svona út undan sér hornaugum.
»Við erum linífjafnir, að kalla!« sagði
prófastur sem gat varla staðið af hlátri. En
liinn varð því skelkaðri sem liann liló meir.
»Og nú, Þorsleinn minn slcal ég finna
fyrir þig þetta »Eitlhvað«, sem þú hefir verið
að leita að í alt kvöld. Sestu hérna og
hlustaðu eftir. — í kvöld skömmu áður en
þú komst, kom liingað maður frá Víðirnesi,
með þau skilaboð Ólafs prests Cdslasonar frá
Reykholti, að hann þyrfti tafarlaust að íinna
mig heiin að Víðirnesi á morgun, og segist
eiga að hirta mér stefnu frá Ögmundi bisk-
upi. Og ég þikist vita að hann eigi annað-
livert að lesa þar yfir mér forboð biskups-
ins, ef ég ællaði mér utan, eða þá að aflienda
mér stefnuskjalið í votta viðurvist. En það
sem undrar mig mest, er hvað veslings piltur-
inn, sem var þó talsvert ósvífnislegur á svip-
inn, var hræddur við mig. Hann sendi mér
glóandi bænaraugu — ég lield um að híta
sig ekki á barkann — utan frá dyrum, nær
kom hann elcki, meðan hann lalaði A’ið mig«-
Svo veltist hann um af hlátri, og þeir háðir
því Þorsteinn mundi þá svo vel eftir mönn-
unum sem þeir riðu ofan, ef til vill var þessi
einn úr þeírra flokki, en hann sagði ekkert.