Draupnir - 01.05.1906, Blaðsíða 87
DRAUPNIR.
603
Þessi sem nú er kominn, er kirkjuprestur Ög-
mundar biskups, sem bæði er prúður og göt'-
uglyndur maður«. Gekk hann svo berhöfðað-
ur fram á móli honum, og sagði um leið við
Helgu Sigurðardóttur: »Vér sláum upp fyrir
manni þessum líkri veizlu og' þeirri er vér
fögnuðum með Gottskálki heitnum Hólabisk-
upi«. Og svo var gert.
Presti geðjaðist svo vel að móttökunni,
að liann hvíldi sig þar í tvo daga, og bjó sig
svo í rnestu makindum til heimferðar,
Jón Arason spurði hann ekkerl um er-
indi, og liinn ympraði ekkert á neinu, hefir
ef til vill séð ýmsa annmarka við embætlið,
sem hann vildi helzt vera laus við. Hvað
Jóni Arasyni gekk til þessarar framkomu vita
menn ekki, en nokkuð var það, að þeir skildu
i mesta bróðerni. Þannig endaði hin þriðja
sendiför Ögmundar biskups að Hólum.
Þegar prestur kom úr þessari ferð og
sagði biskupi árangurinn, varð liann forviða,
þríhristi höfuðið og þagði um slund.
»Það getur ekki hjá því farið«, sagði
hann þegar málið kom, »að maður þessi hef-
ir að ráða yfir einliverjum dularöflum. Suma
slær hann með sjóndepru svo þeir þekkja
menn ekki, aðra seyðir hann niður á sama
stólinn eyktum saman, og aðra töfrar hann
með sætu víni — og það þann, sem vér ætlum