Fréttablaðið - 20.10.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
20. október 2009 — 248. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
HEIMASÍÐA MATÍS geymir upplýsingar um efni sem eru
algeng í matvælun. Þær eru í íslenska gagnagruninnum ÍSGEM og
segja til um allt að 45 efni í um 900 fæðutegundum. Sjá nánar á
www.matis.is/ISGEM/is
„Þetta er spennandi leið til að upplifa náttúruna. Fyrir mér var þetta algjör opinberun,“ segir Guð-mundur Finnbogason um reynslu sína af svokölluðu rathlaupi, íþrótt sem hefur hægt og bítandi verið að ryðja sér til rúms á Íslandi síðustu mánuði.
Að sögn Guðmundar er rathlaup samblanda af ratleik og víðavangs-hlaupi sem varð til innan norska hersins. „Svo fór það að breiðast út enda skemmtilegt í alla staði. Rathlaup virkar þannig að kepp-endur fá kort af ákveðnu svæði og stundum líka áttavita og þurfa að finna í réttri röð þá staðier ð
að hlaupa og þess vegna hafi komið honum á óvart hversu skemmti-legt rathlaup er. „Sjálfsagt er það meðal annars vegna þess að maður er með hugann við að lesa í land-ið og kennileitin og yfirfæra þær upplýsingar yfir á kort og svo öfugt. Þannig að maður finnur ekki fyrir því þótt maður sé kannski á harðaspani allan tímann. Svo er þetta líka heilsubætandi og góð leið til að kynnast náttúrunni upp á nýtt.“
Þótt rathlaup sé að ná fótfestu hérlendis segir Guðmundur þ ðhafa verið i
svæðum þar sem byggingar og styttur eru notaðar sem kenni-leiti,“ segir hann og bætir við að í kringum þessa íþrótt hafi skapast mikil viðskipti erlendis.Guðmundi er því hulin ráðgáta hvers vegna rathlaup hefur ekki náð fótfestu fyrr á Íslandi. „Til-raunir voru gerðar til að kynna það fyrir landsmönnum fyrst árið 1991 og svo 1997 en það er ekki fyrr en nú sem það nær einhverri átt. Hugsanlega vegna þess að sér-stakt félag Rathl
Lesið í hóla og hæðirGuðmundi Finnbogasyni kennara leiðist fátt eins mikið og að hlaupa. Samt nýtur hann þess að spretta
úr spori í náttúrunni í svokölluðu rathlaupi sem hefur verið að ná fótfestu hérlendis síðustu mánuði.
„Svo er þetta líka heilsubætandi og góð leið til að kynnast náttúrunni upp á nýtt,“ segir Guðmundur Finnbogason, til hægri, um
íþróttina rathlaup, sem er blanda af ratleik og víðavangshlaupi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Myndakökur og marsipanmyndir
fyrir öll tækifæri
S. 578 5588 og 661 5588
Opið á
VEÐRIÐ Í DAG
GUÐMUNDUR FINNBOGASON
Stundar rathlaup sér til
gamans og heilsubótar
• heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
Töfraveröld
táknmáls
Fyrsta íslenska
efnið fyrir heyrn-
arlaus börn.
TÍMAMÓT 16
Virkisborgin Ísland
„Reka þessir flokkar sömu stefnu
gagnvart þeim og sjálfstæðis-
mennirnir sem áður voru gagn-
rýndir af þeim?“ skrifar Sverrir
Jakobsson.
Í DAG 14
ÁRNI RÚNAR HLÖÐVERSSON
Njósnað um
FM Belfast
Útsendari stórfyrirtækis á Airwaves
FÓLK 26
Rétt skal
vera rétt
Bubbi Morthens vill
að Friðrik Ómar fari
rétt með textann
í Rómeó og
Júlíu.
FÓLK 26
Síðasti dagur
opið til 18:30
Kaffirjómi í
nýjum umbúðum
Frábær út í kaffið og til
matargerðar.
Geymsluþolin
mjólkurvara
ms.is
SAMGÖNGUMÁL Reykjanesbær þarf
að óbreyttu að standa einn að hafn-
arframkvæmdum í Helguvík, þvert
á vilyrði ríkisins um fjármagn til
verksins. Framkvæmdirnar eru
nauðsynlegar vegna álvers.
Árni Sigfússon bæjarstjóri segir
að forsvarsmenn „nokkurra ríkis-
stjórna“ hafi á undanförnum árum
gefið vilyrði fyrir fjármagni til að
styðja við framkvæmdir í Helguvík,
og þá sérstaklega til hafnargerðar.
Nú sé hins vegar svo komið að taka
þurfi af allan vafa um hvort ríkið
hyggist efna orð sín um stuðning.
Fram kemur í fundargerð Atvinnu-
og hafnaráðs Reykjanesbæjar frá
því í september að samgönguráðu-
neytinu og Siglingastofnun hafi
ítrekað verið send erindi síðast-
liðin þrjú ár vegna framkvæmda í
Helguvíkurhöfn, án þess að verkið
hafi verið sett á samgönguáætlun.
Kristján Möller samgönguráð-
herra segir að þar standi hnífur-
inn einmitt í kúnni og telur sig
ekki bundinn af loforðum forvera
sinna um fjármagn til hafnargerð-
ar í Helguvík. Ekkert fjármagn hafi
verið eyrnamerkt framkvæmdinni
enda komi ríkið ekki að hafnar-
framkvæmdum sem þessum eins
og samþykkt hafi verið með nýjum
hafnalögum frá 2003. Endurskoðuð
samgönguáætlun lítur dagsins ljós í
kringum áramótin.
Árni segir að framkvæmdin í
heild kosti tvo milljarða króna og
hlutur ríkisins yrði um helmingur
þeirrar upphæðar, samkvæmt fyrri
loforðum. Hann segir að komi ríkið
ekki að verkefninu þýði það erfiða
lántöku, sem ekki sé í hendi, sem
myndi síðan leggjast þungt á sveitar-
félagið. - shá / sjá síðu 6
Óvíst um ríkisfé fyrir
álvershöfn í Helguvík
Svo virðist sem Reykjanesbær fái ekki fjármagn frá ríkinu til að fullgera stór-
skipahöfn í Helguvík. Vilyrði var fyrir allt að milljarði, segir bæjarstjóri.
BJART NV-TIL Í dag verða austan
eða norðaustan 3-8 m/s, en 8-15
m/s suðaustanlands. Bjart norð-
vestanlands, en rigning eða slydda
sunnan- og suðaustanlands. Hiti
víðast 0-6 stig, mildast syðst.
VEÐUR 4
0 0
2
4
4
Landsliðshópurinn klár
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
tilkynnti í gær lands-
liðshópinn fyrir næstu
leiki í undankeppni
HM 2011.
ÍÞRÓTTIR 22
HUNDUR Í HEIMSÓKN Börnin í Ísaksskóla tóku fagnandi þessum enska bolabít sem spígsporaði virðulega utan við skólalóðina
þeirra í gær og leyfði litlum fingrum að klappa létt á mjúkan feldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherr-
ar Íslands, Hollands og Bretlands
hafa skuldbundið sig, í yfirlýsingu
samhliða samningi um Icesave, til
að hámarka eignir Landsbankans.
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra segir það sameiginlegt
hagsmunamál þjóðanna, en tölu-
vert af þeim eignum eru í Bret-
landi og Hollandi. Það gæti á end-
anum lækkað þá kröfu sem fellur
á Íslendinga vegna málsins.
Steingrímur segir einnig mikil-
vægt að Bretar og Hollendingar
viðurkenni tilvist lagalegs vafa
um greiðsluskyldu Íslendinga. Þá
sé ekki síður mikilvægt að árétt-
aður sé afdráttarlaus réttur hvers
deiluaðila fyrir sig til að taka upp
viðræður.
Í yfirlýsingunni er lýst yfir
stuðningi við árangursríka endur-
skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Steingrímur segir það mjög mikil-
vægt. „Á mannamáli þýðir það í
raun og veru að þeir viðurkenna
þessa tengingu í sjálfu sér og segj-
ast ekki leggjast gegn því að endur-
skoðunin fari fram.“
- kóp
Bretar og Hollendingar skuldbundnir til að hámarka eignir Landsbankans:
Gæti lækkað byrðar ríkisins
HEILSA Æ fleiri leita sér hjálpar
vegna aukins álags sem jafnvel
getur brotist út í reiði, að sögn
Elsu Báru Traustadóttur sál-
fræðings. Við aukið álag styttist
oft í reiðina hjá fólki og um leið
dregur úr hömlum þess.
„Fólk segir mér oft að það hafi
alltaf haft mikið skap en nú sé
það farið að gera hluti sem það er
í auknum mæli ósátt við,“ segir
Elsa Bára. Fólk sem eigi í vanda
vegna reiði sinnar grípi ekki
endilega til ofbeldis en áhrif reið-
innar geti verið einkar skaðleg.
„Þetta er til dæmis fólk sem
lendir oft upp á kant við aðra,
hefur hætt í vinnu í reiðikasti,
er oft ósátt og á í samskiptaerfið-
leikum við vini og fjölskyldu,“
segir Elsa Bára. - kdk / sjá allt
Fólk leitar hjálpar vegna álags:
Hættir í vinnu
í reiðikasti
TÓNLIST Írska rokkhljómsveitin
U2 tilkynnti í gær að tónleikar
hennar í Los Angeles á sunnu-
dag verði í beinni útsendingu á
Youtube. Þetta er mikill hvalreki
fyrir aðdáendur Íranna fjögurra
enda hefur hvarvetna selst upp
á 360°-tónleikaferð þeirra um
heimsbyggðina.
Tónleikar U2 verða í Rose Bowl
í Pasadena frammi fyrir 95 þús-
und áhorfendum, sem er mesti
fjöldi áhorfenda sem nokkru
sinni hefur verið á tónleikum í
Rose Bowl. Um verður að ræða
fyrstu tónleikana sem Youtube
sendir út beint í heilu lagi. Einnig
verður hægt að njóta þeirra eftir
að flutningnum sjálfum lýkur.
- gar
Los Angeles á sunnudaginn:
U2 á Youtube
U2 Fór hamförum í London í ágúst.