Fréttablaðið - 20.10.2009, Side 4
4 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR
ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsóknar-
flokksins, fann samstarfi stjórn-
valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(AGS) flest til foráttu í umræðum
um samstarfið utan dagskrár á
Alþingi í gær.
Sagði hann margt hafa breyst
síðan stofnað var til samstarfsins
fyrir um ári og margir hafi orðið
til að benda á að aðkoma sjóðsins
að málum hér sé ekki endilega
nauðsynleg lengur.
Vakti hann athygli á yfirlýsingu
Breta og Hollendinga um að með
nýjum Icesave-samningi yrði liðk-
að fyrir endurskoðun AGS á efna-
hagsáætlun Íslands. Sigmund-
ur spurði hvers vegna stjórnvöld
legðu jafnmikið á sig og raun bæri
vitni um til að njóta aðstoðar sjóðs-
ins, það er að gefast upp gagnvart
Bretum og Hollendingum í Icesa-
ve-málinu.
Aðstoð AGS væri slæm fyrir
efnahagslífið; ekki sé hægt að
styrkja gengi krónunnar til langs
tíma með lántökum og vextir séu
hér hærri en annars staðar. „Þjóð-
in er fyrst og fremst í skulda-
kreppu, af hverju er þá verið að
auka skuldirnar?“ spurði Sigmund-
ur. Allt væri gert fyrir AGS en allt
ynni það gegn hagsmunum þjóðar-
innar. Kallaði hann stjórnarsam-
starfið banvænt faðmlag vinstri
flokkanna sem myndi leiða þjóð-
ina til glötunar.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra valdi þá leið að svara
ekki ávirðingum Sigmundar heldur
rekja í grófum dráttum efnahags-
áætlun Íslands og AGS og stöðu
hennar. Sagði hann margt benda
til að dregið hafi úr lánsfjárþörf en
engu að síður þyrfti að taka umtals-
verð erlend lán. Ekkert benti til að
í boði væru hagstæðari lán en þau
sem þegar hefur verið samið um á
pólitískum forsendum. Steingrímur
sagði óþolandi hve endurskoðunin
hefði tafist og fullyrti að kvörtun-
um hefði margsinnis verið komið á
framfæri við sjóðinn.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, rifjaði upp að
Steingrímur hefði fyrir ári kallað
það fjárkúgun ef tengsl væru milli
AGS og Icesave. Nú hefði komið
á daginn að svo hefði verið í pott-
inn búið. Vildi hann skýringar á
viðhorfsbreytingu Steingríms en
fékk ekki.
Birgitta Jónsdóttir Hreyfing-
unni kvaðst telja að greiðsluþrot
þjóðarbúsins verði varla umflú-
ið ef ekki kemur til endurskoðun-
ar á samstarfinu við AGS. Sagði
hún ráð sjóðsins eins og termíta á
innviði velferðarsamfélagsins og
tímabært væri að afþakka aðstoð
hans.
Þeir þingmenn stjórnarflokk-
anna sem til máls tóku voru
almennt þeirrar skoðunar að sam-
starfið við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn væri gagnrýnivert en engu
að síður nauðsynlegt. Óraunhæft
væri að ætla að Ísland vinni sig
út úr erfiðleikunum án aðstoðar
AGS.
bjorn@frettabladid.is
Skuldum vafin þjóð
eykur á skuldir sínar
Formaður Framsóknarflokksins harmar að ríkisstjórnin ætli að halda áfram
samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það vinni gegn hagsmunum þjóðar-
innar. Stjórnarþingmenn eru sannfærðir um nauðsyn áframhaldandi samstarfs.
MÁLIN RÆDD Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stungu saman
nefjum undir umræðum um AGS á þingi í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir hló.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÖGREGLUMÁL Enn eru glæður í
einangrun Lifrarsamlags Vest-
mannaeyja, sem brann í síð-
ustu viku og hefur reykur stigið
upp úr húsinu undanfarna daga.
Elds upptökin eru ókunn, sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Rannsókn á vettvangi hefur
leitt í ljós að eldurinn kviknaði
í rými þar sem var verkstæði
og kaldhreinsun á lýsi fór fram.
Vettvangurinn var hins vegar
nánast brunninn til ösku og því
ekki hægt átta sig á eldsupptök-
um. Lögreglan í Vestmannaeyj-
um naut liðsinnis tæknideildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu við rannsóknina. - sh
Eldsupptök ókunn:
Enn glæður í
Lifrarsamlaginu
SVEITARFÉLÖG Eignarhaldsfélag-
ið Brunabótafélag Íslands (EBÍ)
greiddi nýverið samtals 300
milljónir króna til þeirra sveit-
arfélaga sem aðild eiga að Sam-
eignarsjóði félagsins.
Samkvæmt frétt á síðu Sam-
bands sveitarfélaga fékk Akur-
eyri hæstu greiðsluna, tæpar
40 milljónir. Kópavogur fékk
26 milljónir, Reykjanesbær 21
milljón, Ísafjörður og Fjarða-
byggð 14 og Akranes 10 millj-
ónir.
Með þessum framlögum hefur
EBÍ samtals greitt aðildarsveit-
arfélögum 3,3 milljarða króna í
gegnum árin. Mælst er til þess
að framlögin verði meðal annars
nýtt til forvarna og brunavarna.
- bþs
Forvarnir og brunavarnir:
300 milljónir til
sveitarfélaga
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
17°
10°
11°
12°
12°
16°
11°
11°
24°
14°
24°
18°
27°
8°
16°
16°
9°
Á MORGUN
5-10 m/s.
FIMMTUDAGUR
Norðaustan strekk-
ingur á Vestfjörðum,
annars mun hægari.
6
4
4
4
2
2
0
2
0
2
5
6
4
4
3
6
5
13
10
10
4
4 2
5
7
6 5
8
6
2
4
YFIRLEITT
SKAPLEGT VEÐUR
Til morguns
verða ekki miklar
breytingar í veðrinu
hvað vind varðar,
yfi rleitt hægur vind-
ur en dálítill strekk-
ingur suðaustantil
og á Vestfjörðum.
Það bætir hins
vegar í úrkomuna
með deginum
og á morgun
verður víða rigning
eða slydda með
köfl um.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
Beitti ráðherra sér?
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Sjálf-
stæðisflokki, hefur lagt fram fyrir-
spurn til menntamálaráðherra um
hvort hún hafi beitt sér fyrir því að
spurningar framkvæmdastjórnar ESB
vegna aðildarumsóknar Íslands yrðu
þýddar á íslensku. Þorgerður spyr
líka ráðherrann um afstöðu hennar
til sameiningar Háskóla Íslands og
Háskólans í Reykjavík.
ALÞINGI
SKÓGRÆKT Skógræktarfélag
Reykjavíkur leitar nú að hæstu
eik á Íslandi. „Eikin er ein verð-
mætasta trjátegund sem ræktuð
hefur verið í heiminum,“ segir í
frétt frá félaginu.
Til að koma leitinni að eikinni
í gang tilnefnir Skógræktarfé-
lag Reykjavíkur sjálft eik eina
sem gróðursett var við íbúðarhús
í Háagerði. Um er að ræða eik
sem var gróðursett fyrir 29 árum
og er nú 6,3 metrar á hæð. Hún
er talin vera svokölluð sumareik
sem algeng er í Evrópu nema á
norðurslóðum. Eik getur lifað í
þúsundir ára. - gar
Leitin að eikinni hafin:
Lýst eftir hæsta
eikartré Íslands
EIKIN Í HÁAGERÐI Gróðursett 1982 og
orðin yfir sex metrar.
EFNAHAGSMÁL Leitað verður
afbrigða til að taka Icesave-málið
á dagskrá Alþingis sem fyrst.
Steingrímur J.
Sigfússon fjár-
málaráðherra
segir mikilvægt
að fjárlaganefnd
fái málið fljótt
til umfjöllun-
ar. Nefndin hafi
um nóg að fjalla
þar sem fjár-
lagafrumvarp-
ið er.
Sagt hefur verið frá því að klára
verði málið fyrir 23. október, ann-
ars falli skuldbindingar á Trygg-
ingarsjóð innistæðueigenda. Stein-
grímur segir samningana sem
náðust um helgina gera ráð fyrir
að skuldirnar falli ekki á sjóðinn
þó málinu verði ólokið þá. „Við
erum komin í miklu betra skjól
með þá dagsetningu.“ - kóp
Semja þarf um þingmeðferð:
Leita afbrigða
vegna Icesave
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
KÖNNUN Mikill meirihluti landsmanna ber traust
til Landhelgisgæslunnar, samkvæmt nýrri könnun
Markaðs- og miðlarannsókna ehf. Um 77,6 prósent
segjast bera mikið traust til Gæslunnar. Einungis
fimm prósent svarenda segjast bera lítið traust til
Landhelgisgæslunnar.
Embætti Ríkislögreglustjóra nýtur mikils trausts
meðal 47,1 prósenta svarenda, samanborið við 19,6
prósent, sem segjast bera lítið traust til embætt-
isins.
Fangelsismálastofnun nýtur mikils trausts meðal
42,1 prósenta svarenda, samanborið við 16 prósent
sem segjast bera lítið traust til stofnunarinnar.
Útlendingastofnun sker sig úr könnun á trausti
landsmanna til þessara fjögurra stofnana að því
leitinu til að 28,0 prósent segjast bera lítið traust til
hennar, sem eru mun fleiri en segjast bera mikið
traust til hennar, en þeir eru 23,3 prósent. Útlend-
ingastofnun er jafnframt sú af ofangreindum stofn-
unum sem fæstir segjast bera mikið traust til. - jss
TRAUST TIL STOFNANA
Lítið traust Mikið traust
Landhelgisgæslan 5% 77,6%
Ríkislögreglustjóri 19,6% 47,1%
Fangelsismálastofnun ríkisins 16,0% 42,1%
Útlendingastofnun 28,0 23,3%
TF-GNÁ
Gæslan
nýtur mikils
trausts lands-
manna.
Landhelgisgæslan, Ríkislögreglustjóri og Fangelsismálastofnun ríkisins:
Njóta mikils trausts landsmanna
MYND/LANDHELGISGÆSLAN
GENGIÐ 19.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
222,6626
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,22 123,8
200,79 201,77
184 185,02
24,714 24,858
22,021 22,151
17,697 17,801
1,3578 1,3658
196,35 197,53
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR