Fréttablaðið - 20.10.2009, Qupperneq 8
8 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1 Hve stór hluti kjósenda styður
ríkisstjórnina samkvæmt nýrri
könnun Fréttablaðsins?
2 Hver gerði listaverkið Víking
sem ölvaður maður skemmdi
um síðustu helgi?
3 Hvað heitir ráðuneytisstjóri
menntamálaráðuneytisins?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26
22. október Aðalbanki Fjármálaskilningur
29. október Mjódd Fjármál heimilisins
5. nóvember Ísafjörður Fjármál heimilisins
12. nóvember Akranes Fjármál heimilisins
19. nóvember Hamraborg Fjármál heimilisins
N
B
I
h
f.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
2
0
8
0
.
Fimmtudagskvöld
eru fjármálakvöld
Landsbankinn mun í vetur bjóða upp á röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni
Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri
yfirsýn yfir fjármálin svo því sé unnt að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins og móta
fjárhagslega framtíð fjölskyldunnar.
FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000
Skráning fer fram á landsbankinn.is
og í síma 410 4000.
Nánari upplýsingar um námskeiðin er
að finna á landsbankinn.is.
O
kt
ó
b
e
r
N
ó
ve
m
b
e
r 1
2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30
Sun Mán Þri Mið Fim Fös La
u
2009
1 2
3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
STJÓRNMÁL Forsvarsmenn Alþýðusambands
Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnurekanda
(SA) fagna því að niðurstaða sé fengin í
samningum Breta og Hollendinga vegna
Icesave-málsins. „Það skiptir okkur verulegu
máli að okkur hafi tekist að ná samkomu-
lagi við þessar þjóðir, því öll önnur mál hafa
verið á bið hér. Nú er hægt að vinna að efna-
hagsáætlunum sem áttu að koma okkur úr
þeim vandræðum sem við eru í,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
„Stöðugleikasáttmálinn hefur verið fros-
inn síðan í júní í þessari deilu og er nú kom-
inn nálægt því að liðast í sundur. Þessi samn-
ingur er forsenda þess að við getum haldið
áfram að vinna að honum,“ segir Gylfi sem
vonar að Seðlabankinn lækki vexti og endur-
skoði gjaldeyrishöft sem fyrst.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri
SA, tekur undir það: „Samningurinn er stórt
skref í þá átt að koma á eðlilegu flæði fjár-
magns til og frá landinu. Það þarf að nota
það til að afnema höftin og lækka vexti.
Þetta er eitt af því sem við erum að ræða á
fundum um framlengingu stöðugleikasátt-
málans.“
Vilhjálmur segir stöðuga fundi um stöðug-
leikasáttmálann þessa dagana en hann sé
ekkert sérstaklega bjartsýnn um framhald
hans. „Við erum auðvitað að vinna í málinu
á þeim forsendum að hann haldi. Nú þurf-
um við bara að sjá hvaða viðbrögð fylgja
Icesave-samningnum,“ segir Vilhjálmur sem
segir lykilatriði að farið verði í stóru fjár-
festingarnar í atvinnulífinu, álver og bygg-
ingu gagnavera. Þær séu mikilvægt skref
til að komast út úr kreppunni, Auk þess sem
gert sé ráð fyrir þeim í forsendum fjárlaga.
Markmið þeirra hrynji ef ekki verði farið í
þær. - sbt
ASÍ og SA fagna samningi við Breta og Hollendinga út af Icesave:
Vonast eftir vaxtalækkun og afnámi hafta hið fyrsta
VILHJÁLMUR EGILSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON
SPÁNN, AP Hollensk stúlka lét lífið
þegar rúta með um 60 hollensk-
um ferðamönnum valt í bænum
Bascara á Spáni, nærri landa-
mærum Frakklands, í gærmorg-
un. Nítján eru slasaðir.
Stúlkan var á ferðalagi með tólf
öðrum hollenskum nemum á ungl-
ingsaldri. Að sögn lögreglu er hluti
farþeganna alvarlega slasaður.
Ökumaðurinn, sem stóðst ölv-
unarpróf, sagði talsmanni ferða-
skrifstofunnar að hann hefði
reynt að sveigja hjá „einhverju
sem fór í veg fyrir bílinn“, en við
það hafi rútan oltið.
- óká
Hollensk stúlka lét lífið:
Sextíu voru í
rútu sem valt
DÓMSMÁL Franklín Stiner, betur
þekktur sem Franklín Steiner,
hefur verið ákærður fyrir Hér-
aðsdómi Reykjaness fyrir fíkni-
efnabrot.
Í október á síðasta ári var hann
tekinn með eitt gramm af hassi,
33 grömm af kókaíni og 23 e-töfl-
ur, sem lögreglumenn fundu við
leit.
Í apríl á þessu ári var hann
aftur tekinn með 23 grömm
af amfetamíni, 0,34 grömm af
tóbaks blönduðu kannabisefni og
tvær e-töflur. - jss
Maður á sjötugsaldri:
Ákærður fyrir
fíkniefnabrot
FRANKLÍN STINER Hann var tekinn með
nokkrar tegundir fíkniefna.
LÖGREGLUMÁL Peningaþvættis-
skrifstofu embættis ríkislög-
reglustjóra bárust á síðasta ári
samtals 520 tilkynningar frá
tilkynningaskyldum aðilum.
Þetta kemur fram í nýútkominni
skýrslu peningaþvættisskrifstof-
unnar fyrir árið 2008.
Enn fremur kemur fram að
átján tilkynningar hafi verið
rannsakaðar hjá efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra en engin
þeirra hafi leitt til saksóknar af
hálfu deildarinnar.
Nær allar tilkynningarnar bár-
ust frá fjármálafyrirtækjum eða
514. Rúmlega 390 þeirra vörð-
uðu fjárhæðir undir einni milljón
króna. -jss
Peningaþvættisskrifstofa RLS:
Rúmlega 500
tilkynningar
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Rúmlega 500 til-
kynningar bárust embættinu á síðasta ári.
VIÐSKIPTI Mál eignarhaldsfélags-
ins Stíms hefur hvorki borist
efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra né sérstökum saksóknara
til ákærumeðferðar, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins. Í júní,
fyrir hálfum fimmta mánuði,
greindi Morgunblaðið frá því að
FME myndi „á næstunni“ senda
málið til ákæruvalds.
Stím-málið var eitt fyrsta málið
sem tengt er meintum óeðlilegum
viðskiptum sem rataði í fjölmiðla
eftir hrunið fyrir ári. Stím hét
áður FS37 og var stofnað af Fons,
eignarhaldsfélagi Pálma Haralds-
sonar.
Gamli Glitnir, sem var að stór-
um hluta í eigu eins helsta við-
skiptafélaga Pálma, Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, tók félagið yfir
og skírði það Stím. Félaginu var
ætlað að kaupa hlutabréf
í Glitni og FL Group
fyrir tæpa 24,8
milljarða króna.
Helstu viðskipta-
vinum Glitnis
var síðan boðið að
kaupa í Stími, en
Glitnir var eftir
sem áður stærsti
eigandinn með 32,5
prósenta hlut.
Glitnir og FL Group lánuðu
svo Stími fyrir 90 prósentum
af hlutabréfakaupunum með
veðum í bréfunum sjálfum.
Fjármálaeftirlitið tók
viðskiptin fyrst til skoðun-
ar haustið 2007 án þess að
grípa til aðgerða og síðan
aftur þegar málið komst í
hámæli í fyrra. Þá kom
ýmislegt nýtt í ljós
og hefur síðan
verið í rann-
sókn hvort
um sýnd-
arvið-
skipti og
mark-
aðsmis-
notkun
var að ræða, til þess ætluð að hífa
upp verð á hlutabréfum í Glitni og
FL Group.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur málið reynst öllu
flóknara en búist var við og rann-
sókn FME því sóst mun hægar en
menn áttu von á í sumar. Heimild-
ir herma að líklega muni málið að
endingu lenda hjá sérstökum sak-
sóknara.
Stjórnarformaður Stíms, útgerð-
armaðurinn Jakob Valgeir Flosa-
son úr Bolungarvík, var skráður
fyrir félaginu. Hann átti jafnframt
tíu prósent í félaginu. Jakob Val-
geir sagðist í fjölmiðlum á sínum
tíma fullviss um að athugun FME
á Stími myndi ekki leiða neitt
óeðlilegt í ljós. stigur@frettabladid.is
Stím-málið ekki enn
borist ákæruvaldinu
Rannsókn á meintri markaðsmisnotkun eignarhalds félagsins Stíms liggur enn
á borði Fjármálaeftirlitsins. Eftirlitið byrjaði að skoða félagið fyrir um tveimur
árum. Rannsókn málsins hefur reynst flóknari og tímafrekari en búist var við.
GLITNIR Grunur leikur á að Glitnir og móðurfélagið FL Group hafi lánað Stími, sem
var að stórum hluta í eigu Glitnis, til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group gegn
veðum í bréfunum. Þannig hafi átt að hífa upp verðið á bréfunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
GUNNAR Þ. ANDER-
SEN Gunnar Þ.
Andersen, forstjóri
FME, hefur málið
enn til meðferð-
ar. Skoðun á
félaginu fór fyrst
af stað haustið
2007.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ATVINNUMÁL Hátt í tólf hundruð
manns höfðu sótt um fimmtíu
störf flugfreyja og flugþjóna hjá
Iceland Express þegar frestur
til þess rann út í gær. Þetta segir
Kristín Þorsteinsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi félagsins.
Þrátt fyrir að nærri 24 hafi
þannig sótt um hvert starf
sem auglýst var ætlar Iceland
Express að framlengja frestinn
fram á fimmtudag. Kristín segir
þetta gert vegna mikils áhuga á
störfunum. Ætlunin sé að fjölga
hjá félaginu vegna aukinna
umsvifa. - gar
Mikil ásókn í flugfreyjustörf:
Framlengja
umsóknarfrest
VEISTU SVARIÐ?