Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. október 2009 13 ÍTALÍA, AP Ítalska stjórnin segir ekkert hæft í því að leyniþjón- usta landsins hafi greitt talibönum í Afganistan stórfé fyrir að láta í friði landsvæði þar, sem ítalskir hermenn höfðu umsjón með. Breska dagblaðið Times heldur þessu fram og segir að talibanarn- ir hafi jafnframt lofað því að segja ekki frá þessu fyrirkomulagi. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, segir þennan frétta- flutning þvætting og hótar því að lögsækja blaðið. Samkvæmt Times greiddu Ítal- ir tugi þúsunda Bandaríkjadala til leiðtoga og stríðsherra talibana- hreyfingarinnar í Surobi-héraði, sem er skammt austan við höfuð- borgina Kabúl. Vitnað er í yfir- menn í fjölþjóðaliði Bandaríkj- anna og NATO í Afganistan, sem ekki eru þó nafngreindir. Ítalska stjórnin er í blaðinu sökuð um að hafa ekki látið bandamenn vita, sem kom sér illa fyrir franska herliðið þegar það tók við stjórninni í Surobi af Ítölum um mitt síðasta ár. Frakkar hafi talið ástand örygg- ismála í héraðinu gott, en stuttu síðar var gerð árás á franska her- deild þar. Sú árás kostað tíu franska hermenn lífið og olli töluverðu pól- itísku róti í Frakklandi. Christophe Prazuck, talsmaður franska hersins, sagðist ekki hafa neinar upplýsingar sem styddu frétt breska dagblaðsins. - gb Breskt dagblað sakar Ítali um að hafa greitt talibönum fyrir grið í Afganistan: Ítalir segja ásakanir um mútur fráleitar UPPNÁM Í FRAKKLANDI Frakklandsfor- seti á tali við ítalska hermenn í Kabúl daginn eftir mannskæða árás í Surobi- héraði í ágúst 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÖRYGGISMÁL „Ég hirti nokkrar þvottavélar og þurrkara handa heimilisfólkinu mínu og gaf nokkrum íþróttafélögum nokkur eintök,“ segir Tómas J. Knútsson, sem tók að sér að farga um 300 heimilistækjum af varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Ofangreind ummæli Tómasar eru úr tölvuskeyti hans til raf- magnsöryggissviðs Brunamála- stofnunar. Tómas sendi skeyt- ið einnig til Fréttablaðsins sem á föstudag sagði frá því að Raf- iðnaðarsamband Íslands teldi að heimilistæki sem áður tilheyrðu her Bandaríkjanna væru seld eða gefin út af vallarsvæðinu í trássi við lög sem banna notkun þeirra hérlendis. Í skeyti Tómasar kemur fram að tækin sem hann átti að koma í lóg hafi verið í íbúðum þar sem rekstr- araðilar á Ásbrú hafi verið búnir að breyta rafmagnsspennu úr amer- íska 110 volta kerfinu yfir í 220 volta kerfið íslenska. „Ég hef bent öllum aðilum á það að kaupa réttu straumbreytana hjá réttum aðil- um,“ útskýrir Tómas. Rafiðnaðarsambandið segir að notkun tækjanna ofan af Kefla- víkurflugvelli í „íslensku rafum- hverfi“ geti verið lífshættuleg og hefur vísað málinu til rafmagnsör- yggissviðs Brunamálastofnunar. Jóhann Ólafsson sviðsstjóri sagði í Fréttablaðinu á föstudag að þótt tækin væru ólögleg væru þau ekki lífshættuleg. - gar Maður, sem beðinn var um að farga 300 heimilistækjum af Keflavíkurflugelli: Hirti nokkrar þvottavélar og þurrkara STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun ætlar eftirleiðis einvörðungu að birta skýrslur sínar á vef sínum en ekki á prenti. Er það gert í sparnaðarskyni. Í frétt á vef Ríkisendurskoðun- ar segir að stofnunin hafi á þessu ári gert ýmsar ráðstafanir til að minnka rekstrarkostnað enda fyrirséð að fjárveitingar dragist verulega saman á næstunni. Árlega gefur Ríkisendurskoðun út fjölda skýrslna með niðurstöð- um endurskoðunar- og annarra eftirlitsverkefna. Athuganir sýna að lestur þeirra á heimasíðunni hefur aukist verulega á undan- förnum árum. - bþs Ríkisendurskoðun sparar: Hætt verður að prenta skýrslur HVERAGERÐI Breytingar urðu á háhita- svæðum í bænum í stórskjálftunum í maí í fyrra. SVEITARFÉLÖG Bæjarráð Hvera- gerðis tekur undir með Háskóla- félagi Suðurlands og skorar á ríkið að endurskoða áform um að fella niður fimmtán milljóna króna framlag til Rannsóknar- miðstöðvar í jarðskjálftaverk- fræði á Selfossi. Rannsóknir miðstöðvarinnar hafi gegnt afar mikilvægu hlutverki á undan- förnum áratug sem seint verði ofmetið. „Því væri það í hæsta máta óráðlegt að tefla í tvísýnu þeim viðamiklu rannsóknum sem þegar eru hafnar eða eru í bígerð,“ segir bæjarráð Hvera- gerðis og ítrekar við dómsmála- ráðherra að það væru alvarleg mistök að slá framlag ríkisins af. - gar Sunnlendingar mótmæla: Rannsóknir á jarðskjálftum verði óskertar ERLEND HRAÐBRAUT Ítali á fimmtugs- aldri sveigði heldur betur af réttri braut í sunnudagsbíltúr sínum um Sviss en var stöðvaður af lögreglu. SVISS, AP Ítalskur maður er talinn hafa brotið einar 15 umferðar- reglur á 11 mínútum með ofsa- akstri í rigningu og roki um Aust- ur-Sviss á sunnudag. 47 ára gamall ökuþórinn geyst- ist fram úr ómerktum lögreglu- bíl á 160 kílómetra hraða á jeppa sínum. Lögregla segir hann hafa farið hættulega nærri öðrum bílum á hraðbraut og látið skila- boð lögreglu um að stöðva bílinn sem vind um eyru þjóta. Hann fór svo um byggingarsvæði á 140 kílómetra hraða, tvöföldum hámarkshraða, áður en tókst að stöðva hann. Ítalinn var sviptur ökuskírteini á staðnum og skikkaður í lyfja- próf af dómara. - óká Háskaakstur í Austur-Sviss: Fimmtán brot á ellefu mínútum ÞVOTTAVÉLUM HENT Í SUMAR Tómas J. Knútsson, sem átti að farga heimilis- tækjum, kveðst hafa gefið nokkur þeirra til áfram- haldandi notkunar. M YN D /B LÁ I H ER IN N Byrjað verður að bólusetja sjúklinga í tilgreindum forgangshópum og þungaðar konur á heilsugæslustöðvum um land allt mánudaginn 2. nóvember 2009. og þungaðar konur hafi samband við heilsugæslu næst lögheimilum sínum og panti tíma fyrir bólusetninguna. 22. október 2009. Gert er ráð fyrir að læknar sjúklinga með sjúkdóma samkvæmt meðfylgjandi upptalningu hvetji þá til að láta bólusetja sig og afhendi þeim sérstakt staðfestingarblað sem framvísað er við bólusetninguna. Þá geta sjúklingar, sem greindir hafa verið með sjúkdóma á listanum, einnig pantað tíma í bólusetningu þótt þeir hafi ekki fengið staðfestingarblöð. Ætla má að það taki um fjórar vikur að bólusetja nefnda konur á landinu öllu. Í framhaldinu verður almenningi boðin bólusetning og verður það auglýst sérstaklega í nóvember næstkomandi. hvattir til að láta bólusetja sig: kransæðasjúkdóma og alvarlega meðfædda hjartasjúkdóma. fyrirbyggjandi lyfjameðferðar (meðal annars astma). barksteraskort). krabbameinsmeðferð og líffæraþega). Ef spurningar vakna um þörf sjúklinga fyrir bólusetningu eru viðkomandi beðnir um að ráðfæra sig við lækna sína. hámarksvernd gagnvart inflúensunni. Börn á aldrinum 6 mánaða til og með níu ára þurfa hins vegar að mæta tvisvar í bólusetningu með þriggja vikna millibili. Þeim sem haldnir eru eru alvarlegu eggjaofnæmi eða ofnæmi fyrir latex er ráðið frá því að láta bólusetja sig. Bólusetning vegna A(H1N1) – svínainflúensu Nánari upplýsingar um bóluefnið og bólusetningu vegna A(H1N1) er að finna á influensa.is. Tilkynningar og upplýsingar um viðbúnað vegna inflúensu A(H1N1) eru á influensa.is og á almannavarnir.is. Landlæknisembættið sóttvarnalæknir Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.