Fréttablaðið - 20.10.2009, Side 16
20. október
2009
2
LÝÐHEILSUSTÖÐ mælir með því að ungt fólk hreyfi sig í það minnsta
í 60 mínútur á dag en fullorðnir í 30 mínútur. Hreyfingin ætti bæði að vera
miðlungserfið og erfið.
Birkilauf er meðal annars notað til að hraða efnaskiptum, losa vatn úr líkamanum og draga
úr bólgum. Birkið er talið hafa góð áhrif á vökvajafnvægi líkamans og húð auk þess sem það
örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Betulic-birkilaufstöflurnar, sem eru nýkomnar á markað, innihalda 98 prósent birkilaufsduft og
eru framleiddar með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufanna sem allra best.
Í bók Arnbjargar L. Jóhannsdóttur, Íslenskar lækningajurtir, er fjallað um lækningamátt birkis-
ins. Þar kemur fram að í birkinu séu ýmis virk efni. Áhrifin er þvagdrífandi, bólgueyðandi og
svitadrífandi. Laufin örva lifrina og hreinsa blóðið. Birki er mest notað við gigt, einkum ef nýrun
starfa ekki eðlilega en það er talið mjög styrkjandi fyrir nýrun. Birki er einnig gott að nota gegn
exemi auk þess sem það er blóðþrýstingslækkandi og bjúgeyðandi. - ve
Birkilauf í töfluformi
MIKIL OG GÖMUL HEFÐ ER FYRIR ÞVÍ AÐ NOTA BIRKILAUF SEM FÆÐUBÓTAREFNI EN ÞAU FÁST NÚ
Í TÖFLUFORMI.
Reiði er sennilega ein af verstu
tilfinningum sem kviknað geta í
brjósti okkar. Elsa Bára Trausta-
dóttir sálfræðingur kennir fólki að
takast á við reiðina í Kvíðameðferð-
arstöðinni í Skútuvogi. Hún segir
það sína tilfinningu að undanfarna
mánuði hafi fólk í vaxandi mæli
kvartað yfir auknu álagi, sem síðan
brjótist út í reiði.
Elsa Bára segist fyrst hafa haldið
námskeið fyrir fólk sem leitað hafði
aðstoðar áfengis- og vímuefnadeild-
ar á Landspítalanum. Nú sé meira
um að fólk, sem hingað til hefur
ekki lent upp á kant við umhverfi
sitt, leiti sér aðstoðar. Álagið geti
stafað af auknum kröfum í starfi,
til dæmis eftir að starfsmönnum
hefur fækkað á vinnustað, aðstæð-
um sem fólk ræður illa við, fjár-
hagsáhyggjum og fleiri þáttum
sem leggjast þungt á það.
„Fólk segir mér oft að það hafi
alltaf haft mikið skap en nú sé
það farið að gera hluti sem það er
í auknum mæli ósátt við. Eins og
að hvessa sig meira við börnin sín,
byrsta sig við maka og annað slíkt,“
segir Elsa Bára. Hún útskýrir að
við aukið álag styttist þráðurinn í
fólki og um leið dragi úr hömlum
þess. Fólk sem eigi í vanda vegna
reiði grípi ekki endilega til ofbeld-
is en áhrif reiðinnar geti verið því
einkar skaðleg. „Þetta er til dæmis
fólk sem lendir oft upp á kant við
aðra, hefur hætt í vinnu í reiðikasti,
er oft ósátt og á í samskiptaerfið-
leikum við vini og fjölskyldu,“ segir
hún. Reiðin geti því skert lífsgæði
fólks mikið og skaðað tengsl þess,
samskipti og starfsframa. Hún fái
að magnast innra með sumum í
langan tíma. Aðrir geti ekki hætt
að hugsa um það sem reitti þá til
reiði og enn aðrir rjúki upp við
minnsta tilefni og sjái eftir öllu
saman skömmu seinna. Loks láti
sumir gremju sína bitna á þeim
sem síst skyldi.
Þá segir Elsa Bára reiðina oft
tengjast öðrum tilfinningum, svo
sem óöryggi og vanmætti. Nám-
skeiðin geri fólki til að mynda ljóst
hvaða hugsanir kveikja reiðina og
hvernig tekið er á henni. Nánar má
fræðast um námskeiðið á vefsíð-
unni www.kms.is.
karen@frettabladid.is
Styttri þráður í meðaljónum
Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur segir að sér virðist reiði fara vaxandi meðal fólks. Oft geri það sér
ekki grein fyrir tilfinningunni og ástæðum hennar og hve mjög tilfinningin geti skaðað það.
Elsa Bára kennir fólki takast á við álag og reiði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
telpurS onuK r
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732
jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Komdu þér í gang!
l 2ja vikna námskeið 5x í viku í tækjasal með persónulegri leiðsögn og aðhaldi
l Tilvalið að mæta með vinkonunum – hámark 5 í hóp
l Leiðbeiningar um mataræði
l Mæling og vigtun í byrjun og enda námskeiðs
Verð aðeins kr. 10.000.
Barnagæsla - Leikland JSB
Staðurinn - Ræktin
Velkomin í okkar hóp!
S&S
stutt ogstrangt
NÝTT!
Stutt og strangt
Skráning alltaf í gangi! Sími 581 3730
Bólusetning árleg inflúensa
Reykjavík—Akureyri
Heilsuvernd hefur hafið bólusetningu gegn árlegri
inflúensu. Skráning í síma 510-6500 eða á www.doktor.is
Netlæknaþjónusta-tímabókanir
Verð kr.1.500.-
System kr. 33.900,-
Flex Max kr. 27.900,-
Flex kr. 22.900,-
FLOTT
Í VETUR...
telpurS onuK r
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732
jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
7 vikna námskeið 2x í viku. Ath aðeins 15 í hóp.
Verð kr: 19.900. Kennari: Bára Magnúsdóttir.
ü Vaxtarmótun ü Mýkt - liðleiki ü Styrkur - reisn ü Upphitun í tækjasal 20 mín
ü MÓTUN, æfingakerfi 40 mín ü Hentar öllum aldursflokkum
Miðvikudaga og föstudaga ü Kl 16:20 ü Kl 17:00
Þriðjudaga og fimmtudaga ü kl 8:30 ü kl 10:30
Barnagæsla - Leikland JSB
Staðurinn - Ræktin
Velkomin í okkar hóp!
Mótun - Nýtt námskeið í boði!
Æfingakerfi hannað af Báru Magnúsdóttur
Frjáls
aðgangur að
opna kerfinu
og tækjasal
Síðustu námskeið fyrir jól!
Innritun hafin í síma 581 3730
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki