Fréttablaðið - 20.10.2009, Síða 20
16 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR
BELA LUGOSI (1882-1956) FÆDDIST
ÞENNAN DAG.
„Ég hef sjálfur aldrei hitt
vampíru, en það er aldrei að
vita hvað gerist á morgun.“
Bela Lugosi var ungverskur
leikari, þekktastur fyrir hlut-
verk sitt sem Drakúla greifi.
Hann lék greifann bæði á sviði
á Broadway og í kvikmyndum.
Síðasta ár ævi sinnar lék hann í
nokkrum ódýrum myndum eftir
Ed Wood.
MERKISATBURÐIR
1728 Gífurlegur bruni hefst
í Kaupmannahöfn og
geisar eldurinn í þrjá
daga. Mikill hluti bóka-
safns Árna Magnússon-
ar, fornfræðings og bóka-
safnara, eyðilagðist í eld-
inum en megninu af
skinnhandritum tókst að
bjarga.
1905 Konungur undirritar lög
um stofnun Kleppsspítala
í Reykjavík.
1951 Stærsta varðskip, sem ís-
lenska þjóðin hafði eign-
ast, kemur til landsins og
hlýtur nafnið Þór. Þetta
skip var síðar selt Slysa-
varnafélagi Íslands.
1999 Skjár einn hefur sjón-
varpsútsendingar.
2006 Íslenska kvikmyndin
Mýrin er frumsýnd.
Borgarleikhúsið var opnað með pompi og prakt
og voru hátíðarhöld dagana 20.-22. október árið
1989. Við það tækifæri voru frumsýndar tvær
nýjar leikgerðir á sögum Halldórs Laxness, Ljós
heimsins á Litla sviðinu og Höll sumarlandsins á
Stóra sviðinu.
Borgarleikhúsið er 10.400 fermetrar að stærð
og var í byggingu í þrettán ár. Í upphafi voru svið-
in tvö, Stóra sviðið og Litla sviðið. Stóri salurinn
er blævængslaga og tekur 529 manns í sæti. Sá
litli er sexhyrndur með breytilegri sætaskipan og
tekur að jafnaði um 170 manns í sæti, en hefur
tekið hátt á þriðja hundrað gesta.
Í október 2001 var þriðja sviðinu bætt við, Nýja
sviðinu. Á þriðju hæðinni er kaffileikhúsið, lítill
salur við mötuneyti starfsmanna, sem hefur verið
nýttur fyrir ýmsar uppákomur.
Í Borgarleikhúsinu ræður ríkjum Leikfélag
Reykjavíkur, sem er elsta leikfélag sem starfað
hefur óslitið á Íslandi og jafnframt eitt elsta starf-
andi menningarfélag landsins. Það var stofnað í
janúar 1897 þegar tveir hópar áhugamanna um
leiklist sameinuðust í eitt félag.
ÞETTA GERÐIST: 20. OKTÓBER 1989
Borgarleikhúsið vígt með viðhöfn
Fyrsti þátturinn um Tinnu táknmálsálf
verður sýndur í Stundinni okkar næsta
sunnudag. Búið er að taka upp fjóra
þætti og aðrir fjórir eru í bígerð. Höf-
undur þeirra er Laila Margrét Arnþórs-
dóttir, ráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra.
„Hver þáttur er sjálfstæð saga og þetta
er í fyrsta skipti í sögunni sem barna-
efni er búið fyrst til fyrir heyrnarlausa
og síðan talsett fyrir heyrandi. Þætt-
irnir væru samt lítið merkilegir nema
af því ég hafði svakalega flott lið með
mér,“ segir hún og nefnir snillingana
hjá Stundinni okkar og leikarana Kol-
brúnu Völkudóttur og hinn tékkneska
Jan Fiurasek sem bæði eru heyrnarlaus
en hæfileikarík.
Svið þáttanna er allt unnið af fólki á
Sólheimum í Grímsnesi. „Tinna tákn-
málsálfur býr í bæ sem heitir Blómabær
í Bláskógabyggð,“ útskýrir hún. „Það var
Björgvin Frans sem kom með tillögu um
Sólheima og sú hugmynd smellpassaði.
Sviðið er undraveröld sem þar var búin
til.“
Laila kveðst hafa haft áhuga á mál-
efnum heyrnarlausra frá því hún var
barn að aldri og nemandi í Hlíðaskóla
þar sem sérstök deild var fyrir heyrnar-
skerta. Síðar var hún að vinna á sambýli
þegar henni bauðst námskeið í táknmáli
og eftir það varð ekki aftur snúið. „Eins
og aðrir heillast af franskri eða ítalskri
menningu þá var heimur heyrnarlausra
fyrir mér eins og óendanlegt ævintýri.
Nú er ég í daglegum samskiptum við
heyrnarlausa og finnst ég vera í drauma-
starfinu,“ segir hún og lýsir þeim stór-
kostlegu breytingum sem orðið hafa á
samskiptatækninni á fáum árum. „Í upp-
hafi starfs míns þurftu heyrnarlausir að
gera sér ferð ofan úr Breiðholti, Hafn-
arfirði eða hvaðan sem er til að panta
sér tíma. Nú er hægt að senda SMS eða
skjótast inn á MSN og stundum nægir að
tala við mig í sjónvarpssíma.“
Laila skrifaði leikrit fyrir Hafnar-
fjarðarleikhúsið fyrir fáum árum sem
hét Viðtalið og miðlaði reynsluheimi
heyrnarlausra; leikrit sem reif dálítið
í sálina að hennar sögn. Í framhaldi af
því skrifaði hún barnaleikrit sem bíður
uppsetningar hjá Draumasmiðjunni í
samstarfi við Þjóðleikhúsið. Einn kar-
akter úr því öðlaðist sjálfstætt líf er
Laila kynnti nemendum 1. bekkjar Ár-
túnsskóla stafatákn á sama tíma og þeir
lærðu bókstafina. „Þá notaði ég Tinnu
táknmálsálf til að ná til krakkanna,“ út-
skýrir hún. Tinna kom svo í heimsókn
í einn þátt af Stundinni okkar síðastlið-
ið vor og sló í gegn. „Heyrnarlaust fólk
hefur aldrei upplifað fyrr að hafa aðgang
að barnaefni. Það bíður eftir þessum
þáttum og auðvitað er hollt fyrir heyr-
andi börn að kynnast táknmáli.“
Þættirnir marka tímamót í fleiri en
einum skilningi því Laila segir þetta í
fyrsta sinn sem Félag heyrnarlausra,
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og
heyrnarskertra, Heyrnar-og talmeina-
stöð Íslands, Foreldrafélag heyrnar-
daufra barna og Zontaklúbbur Reykja-
víkur sameinist um að styrkja eitt og
sama verkefnið. „Það hefði aldrei orðið
að veruleika nema með þessari miklu
samstöðu,“ tekur hún fram.
gun@frettabladid.is
LAILA ARNÞÓRSDÓTTIR: FYRST MEÐ ÍSLENSKT EFNI FYRIR HEYRNARLAUS BÖRN
Tinna táknmálsálfur í loftið
RÁÐGJAFINN Laila Margrét heillaðist af menningarheimi heyrnarlausra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
VIGGO MORTENSEN
leikari er 51 árs.
SNOOP DOG rapp-
ari er 38 ára.
DANNII MINOGUE
söngkona er 38 ára.
DANNY BOYLE leik-
stjóri er 53 ára.
ELFRIEDE JELINEK
skáld er 63 ára.
TOM PETTY tónlistar-
maður er 59 ára.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Tryggvi Jónasson
lést laugardaginn 17. október á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja. Útförin verður auglýst síðar.
Jóna Margrét Júlíusdóttir
Ásgerður Tryggvadóttir
Júlía Tryggvadóttir Ólafur Tryggvason
Karen Tryggvadóttir Sigurlás Þorleifsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og
frændi,
Aron Snorri Bjarnason
Skeljagranda 1, Reykjavík,
er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudag-
inn 26. október klukkan 13.00.
Thelma Theodórsdóttir
Bjarni Snorrason Bente Tönnesen
Theodór Elmar Bjarnason Pattra Sriyanonge
Brynjar Orri Bjarnason
Sigríður Bjarnadóttir
Theodór Guðmundsson Björk Guðmundsdóttir
Jóhannes Snorrason Sigrún Jónsdóttir
Guðmundur B. Theodórsson og fjölskylda
Hörður Theodórsson Lára Eymundsdóttir og fjölskylda
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
Lára Hjaltested
Reynimel 44,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 hinn 10. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sóltúni. Þökkum
hlýju og samúð.
Erla Hjaltested
Lára Hjaltested Ragnarsdóttir
Ragnar Hjaltested
Svavar Hjaltested Bára Björk Ingibergsdóttir
Júlíana Björt Hjaltested
Faðir okkar, tengdafaðir, fósturbróðir, afi
og langafi,
Georg Franklínsson
Malmö, Svíþjóð,
lést á Háskólasjúkrahúsinu í Malmö, Svíþjóð, fimmtu-
daginn 15. október. Útförin fer fram á Íslandi og verður
auglýst síðar.
Franklín Georgsson Elínborg Jónsdóttir
Jóhannes Georgsson Erla Lóa Jónsdóttir
Björk Georgsdóttir Ársæll Friðriksson
Lúðvík Georgsson Birgit Engler
Hulda Georgsdóttir Michel Kizawi
Baldvin Georgsson Eva Georgsson
Guðjón Þorbjörnsson
Hulda Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Guð blessi ykkur öll, vandamenn og vini,
sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför sonar okkar og bróður,
Jökuls Tandra Arnarsonar
Brávallagötu 10.
Þessi kærleikur, von og trú, sem þið eigið í Jesú Kristi
er dauðanum sterkari.
Guðmundur Örn Ragnarsson
Jónína Lára Einarsdóttir
Bjartmar Orri Arnarson
Brynjar Frosti Arnarson