Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 3
IÐNNEMINN
3
Ritstjóraspjall
Nú þegar vora fer, líður að degi verkalýðsins 1. maí. Það er sá dagur þegar ungir og aldnir fylkjast í
kröfugöngu til stuðnings hinum ýmsu kröfum sem haldið er á lofti af stéttarfélögunum. Þrammað er undir
lúðrablæsti niður á Torg, þar sem fólk safnast saman til að hlýða á ræðurnar sem eru um nánast það sama
og í fyrra og hittifyrra. En eins og Magnús Einar Sigurðsson fyrrverandi formaður Iðnnemasambands
fslands orðaði það í Ijóði sínu er birtist í Iðnnemanum l.tbl 1970:
l.maí
Ár eftir ár kemur hann,
dagurinn,
þessi eini dagur fólksins.
Hann er sjálfum sér líkur,
sviplaus,
en minnir á forna frægð.
Maðurinn sem smíðar hús
og allir aðrir handverks-
og verkamenn
setja upp svip festunnar,
sparihatta
og marsera með spjöld sín
milli húsanna.
Foringinn stendur upp á stól
og flytur fast mótaða
h va tningarhug vekju
frá því f fyrra og árið þar áður.
síðan kveður hann,
dagurinn.
menn fara heim
og bíða óþreyjufullir,
en þeir einugis bíða.
í dag er dagurinn,
í dag ert það þú,
tak sigð réttlætisins
og sker gróður ranglætisins
svo allir dagar megi verða dagar fólksins.
MES
Það sem iðnnemar hafa barist fyrir síðan Iðnnemasambandið var stofnað er að fá þau sjálfsögðu
mannréttindi sem samnings- og verkfallsréttur er og enn í dag er það krafa okkar að okkur hljótist þau
lágmarks mannréttindi að geta samið sjálf um kaup og kjör okkar. í dag eru laun iðnnema á fyrsta ári
greidd fyrir unnin tíma 26.692 á mánuði og laun iðnnema á fjórða ári 33.831 á mánuði sem er langt fyrir
neðan eðlilegan framfærslukostnað í landinu. Því er það krafa allra iðnnema í landinu að þeir fái að semja
um sín eigin kjör því enginn gerir það betur heldur en þolendur sjálfir.
Hvað sem öllu misrétti og misbeitingu á valdi líður er 1. maí og mun alltaf vera fyrst og fremst táknrænn
dagur, dagur sem boðar nýja von. Saman ber það sem sagt er í Ijóðinu sem:..á morgun skín maísól, það
er maísólin hans". Maísólin er þessi von sem við vinnandi fólk höfum um að framtíðin verði betri og bjartari.
í ár er fimmtugasti árgangur Iðnnemans gefin út. Margt hefur drifið á daga blaðsins, ýmist gengið vel
eða illa. En það hefur gengið til þessa og verður Því þetta blað að hluta helgað afmæli IÐNNEMANS.
Ritstjórn Iðnnemans óskar öllum iðnnemum til hamingju með afmælið og ber þá von í brjósti að blaðið
megi starfa um ókomna framtíð.
Með baráttukveðjum til allra iðnnema
Viktoría Guðnadóttir
ritsjóri