Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Page 28

Iðnneminn - 01.05.1989, Page 28
28 IÐNNEMINN Frá framkvæmdastjórn Frá framkvæmdastjórn er lítiö að frétta sem ekki hefur komið fram annars staðar í blaðinu, en við lítum yfir farinn veg og reynum að setja það niður á blað sem gerst hefur. Það helsta er að hús- næðisnefnd INSÍ hefur átt fundi með húsnæðisnefnd Bandalags íslenskra sérskólanema um byggingu námsmannaíbúðafyrir félagsmenn INSÍ og BÍSN og vonumst við til að það mál komist á góðan skrið hvað úr hverju. Námsmannasamtökin á hinum norðurlöndunum hafa boðið okk- ur að taka þátt í samnorrænu verkefni sem á að eiga sér stað árið 1991 og höfum við ákveðið að vera með. Félagsmálanefnd hefur starfað í vetur af miklum krafti en vantar miklu meira af hressu fólki til að gera eitthvað skemmtilegt. Talandi um skemmtun þá er á döfinni að halda landsmót iðnnema. Það verður líklegast í sumar og þar er ætlunin að hafa ýmsar íþrótta- keppnir eins og t.d. pokahlaup, fótbolta, hjólreiðakeppni o.f.l. o.f.l. en þar verður eitthvað við allra hæfi þannig að enginn getur skorast undan því að mæta. Nokkur félög hafa verið endur- reist í vetur þar á meðal FÍNA (Fé- lag iðnema á Akureyri) og er á döfinni að að fara hringferð í vetur og endurreisa þau félög sem ekki eru starfandi og halda félags- málanámskeið. Félagsmálanám- skeið í Reykjavík hefur líklegast verið haldið þegar þetta blað kemur út, en áætlað er að halda annað námskeið í haust og jafn- vel fyrr ef áhugi er fyrir hendi. Að lokum hvetjumviðallaiðnnematil að hafa samband ef það eru ein- hverjar spurningar um námið, kaup eða kjör og munið samein- uð stöndum við, sundruð föllum við. INSÍ fyrir þig I Verkalýðsfélögin á Húsavík áma lesendum Iðnnemans heilla Verkalýðsfélag Húsavíkur Verslunarmanna- félag Húsavíkur Sveinafélag jámiðnaðarmanna Byggingamanna- félagið Árvakur Daglega stígur fjöldi Kjörbókareigenda eitt þrep uppá við. Og fær milljónir í staðinn. Þrep Kjörbókarinnar eru afturvirkar vaxtahækkanir reiknaöar á þær inn- stæður sem hafa staðið óhreyfðar í 16 eða 24 mánuði á Kjörbók. Þrepa- hækkun vaxtanna eru fjárhæðir sem skipta milljónum króna og reiknast nú á höfuðstól þúsunda Kjörbóka daglega. Hafðu hugfast að Kjörbókin ber háa vexti auk verðtryggingar- ákvæðis, verðlaunar þá sérstak- lega sem eiga lengi inni, en er engu að síður algjörlega óbundin.

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.