Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 16
16
IÐNNEMINN
rétta tækifærinu. Iðntæknistofn-
un hefur einnig haldið svona
námskeið, en ekki í sama formi,
því okkar námskeið var lengra,
við veittum ókeypis ráðgjöf og
lögðum meira upp úr aðstöðu
kvenna svo sem heimili og börn-
um sem þarf að taka tillit til.
En núna erum við með í gangi
könnun um konur í stjórnunar-
stöðu og tökum þá fyrir stærstu
fyrirtæki hér í bæ. Þar kemur í Ijós
að mjög fáar konur vinna stjórn-
unarstörf og þeim sem þar eru
má skipta í tvo hópa. Fyrri hópur-
inn eru menntaðar konur sem
hafa fengið sérfræðingsstöðu en
eru með lítil mannaforráð, e.t.v.
eina aðstoðarmanneskju, svo er
það seinni hópurinn sem eru kon-
ur með litla eða enga menntun en
hafa unnið í mjög langan tíma hjá
sama fyrirtækinu og eru þá full-
trúar eða deildarstjórar. Sameig-
inlegt með þessum hópum var að
þeim fannst álagið mikið en
ábyrgðin mætti vera meiri og
flestar voru þær mjög ánægðar í
starfi. Og allar unnu þær undir
stjórn karla.
Það sem er helst á dagskrá hjá
okkur núna er eins dags ráð-
stefna sem verður í lok apríl í
samvinnu við Menntamálaráðu-
neytið og fjallar um stelpur í iðn-
og tæknigreinum og verður fyrir
forráðamenn skólanna, iðnaðar-
mannasambönd og iðnnema.
Ástæðan fyrir þessu er að verið
reyna að opna umræður um
þessi mál og athuga vilja á breyt-
ingum.
En nú er þetta síðasta starfsár
Brjótum múrana, hvernig hafa ís-
lensk stjórnvöld staðið sig?
Ja, Félagsmálaráðuneytið hef-
ur fylgst með þessu og auk þess
borgað helminginn af laununum
mínum á móti Norrænu ráðherra-
nefndinni svo og ferðir innan-
lands, þá hefur Akureyrarbær
borgað skrifstofukostnað. Iðnað-
arráðuneytið hefur styrkt nám-
skeið fyrir konur sem ætla að
stofna fyrirtæki. En Menntamála-
ráðuneytið er núna fyrst að koma
í samvinnu við okkur í sambandi
við ráðstefnuna, en vonandi
verður þar um áframhaldandi
samstarf að ræða. Þegar Brjótum
múrana verkefninu lýkur er í bý-
gerð að setja á stofn jafnréttis-
ráðgjafa frá ríkinu sem myndi
hafa svipað starfssvið og Brjótum
múrana, en þó er þetta ekki alveg
ákveðið.
En svona sem lokaorð Val-
gerður?
í heimi þar sem allt stefnir í eyð-
ingu þarf kvenfólk að afla sér
þekkingaráfleiri sviðum, þarsem
sú þekking sem við búum yfir er
ekki metin að verðleikum. Aukin
þekking gefur okkur frekar tæki-
færi til að hafa áhrif á þjóðfélags-
uppbygginguna. Maðurinn virð-
ist vera að missa tökin á tækni-
þróuninni, tæknin er í raun farin
að stjórna mönnunum, það þarf
að beina henni inn á meira upp-
byggjandi brautir. Þátækniþekk-
ingu sem við búum yfir ætti að
vera hægt að nýta til að binda
endi á eymdina, en ekki auka
hana. Það þarf að gera konum
kleyft að vinna með tækniupp-
byggingunni, án þess að þær
konur þurfi þá að afsala sér kven-
eiginleikum sínum og í raun móð-
urlífinu.
Anna Kristveig Arnardóttir