Iðnneminn - 01.05.1989, Page 19
IÐNNEMINN
19
Opid bréf
Kæri Iðnnemi
Mér datt í hug að senda ykkur
línu með hörmungasögu minni.
Þannig er mál með vexti að ég er
hárgreiðslunemi á 3ja ári og er í
sambúð með húsasmíðanema á
2. ári. Við eigum eitt barn sem er
2ja ára og leigjum einstaklings-
íbúð í Breiðholti. Þar sem við er-
um skráð í sambúð hefur okkur
gengið mjög illa að fá dagvistun
fyrir barnið okkar svo hún er hjá
dagmömmu á daginn. Ég hef
,JV!ér finnst ómetanlegt að geta gengið að öllum upplýsingum vísum:
ÁnægðurviðskiDtavinur.
UPPLÝSINGAR ERU VERÐMÆTI
EIMSKIP
alltaf fengið borgað samkvæmt
taxta en maðurinn minn hefur
alltaf verið yfirborgaður og fengið
mikla yfirvinnu, en nú er sagan
önnur því um áramótin var honum
sagt upp yfirborguninni og fær
ekki að vinna meira en 40 stunda
vinnuviku vegna samdráttar hjá
fyrirtækinu. Ég veit að það hafa
margir sömu sögu að segja en
mér finnst að það ætti að koma
fram í Iðnnemanum hvað við höf-
um lág laun. Hér á eftir koma
reikningar fyrir venjulegan mán-
uð hjá okkur að frádregnum mat-
arkostnaði. Ég fæ laun í skóla en
maðurinn minn ekki.
Mánaðarlaun.
Hún: 20.808.90
Hann: 33.764.04
Samtals: 54.572.94
Útgjöld.
Húsaleiga: 25.000
Dagmamma: 20.000
Rafmagn: 1.115
Hiti: 500
Sími: 1.500
SVR: 3.000
Alls: 48.115
Ég tók bara það helsta enda
eigum við aldrei fyrir öllum reikn-
ingum. Kæra ritnefnd ég vona að
þið birtið þetta fyrir mig, og að ég
hljómi ekki eins og þreytt hús-
móðir úr vesturbæ.
Kær kveðja,
Júlla.