Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 38
38
IÐNNEMINN
Afríku frá því í fyrri heimstyrjöld-
inni. Frelsissamtök Namibíu heita
SWAPO. Landið er stundum
nefnt Suðvestur- Afríka. Par býr
um 1.5 milljón manns. Sigurinn
við Cuito Cuanavale markar
þáttaskil í sögu Afríku og hefur
áhrif allsstaðar í álfunni, ekki
hvað síst í Suður-Afríku. Það er
því óhætt að huga að hvað frels-
issamtök blökkumanna þar í
landi hafa að segja. f febrúarhefti
SECHABA, opinbers málgagns
Afríska þjóðarráðsins (ANC), er
birt ritstjórnargrein sem fjallar um
þessa atburði. Hún fer hér á eftir:
Ritstjórnargrein Sechaba.
Margt hefur gerst á því eina ári
sem er liðið frá því að bardögun-
um við Cuito Cuanavale lauk.
Samið var um vopnahlé, samn-
ingaviðræður fóru fram í London,
New York og Afríku. Eftir að heilu
flugvélafarmarnir af hermönnum
flugu til baka frá Luanda til Hav-
ana, sannfærðust Sameinuðu
þjóðirnar um að Kúba og Angóla
myndu virða samkomulagið. Haft
var eftir Dos Santos forseta (Ang-
ólu, -þýð.) að aðstoð Kúbu við
Angólu muni aldrei gleymast og
Angóla hafi í hyggju að reisa
minnisvarða til heiðurs þeim
Kúbönum sem létu lífið í bardag-
anum þýðingarmikla við Cuito
Cuanavale. Sjálfstæði Angólu er
nú tryggt. Yfirmaður Kúbana í
Angólu, Abelardo Colome Ibarra
hershöfðingi, sagði að Kúbanir
og Angólumenn hefðu gengið að
þeirri goðsögn dauðri að Suður-
Afríkumenn væru ósigrandi.
Nú hefur boltanum verið varp-
að til apartheid-stjórnarinnar.
Með undirritun samkomulags-
ins í New York skuldbatt apar-
theidstjórnin sig til að hætta
stuðningi við UNITA og veita
Namibíu sjálfstæði. En eins og
við vitum kunna kynþáttahatar-
arnir að beita ýmsum brögðum
svo ekki sé meira sagt. Þeir
draga fram tæknileg atriði. Þeir
efla herkvaðningu þúsunda
ungra Namibíumanna í heima-
varnarlið Suðvestur-Afríku
(SWATF), eins og það hafi ekki
verið nægilega slæmt fyrir,
vegna þess að - eins og þeir
segja - SWAPO “ hefur ekki birt
neina formlega tilkynningu þess
efnis að þau ætli að hætta hermd-
arverkum." Á sama tíma og öllum
er Ijóst að SWAPO muni gersigra
kosningarnar í Namibíu kjósa
þeir enn að útmála SWAPO sem
óvin er taki þátt í “hermdarverk-
um.“ Munu viðhorf þeirra breytast
eftir að SWAPO tekur við völd-
um? Munu þeir hætta að hýsa,
þjálfa, fjármagna og nota stiga-
mennina í UNITA? Munu þeir
hætta að ógna og/eða ráðast á
Angólu? Hvort sem þeir gera það
eða ekki, verður það örugglega
ekki frá namibísku landsvæði.
Cuito Cuanavale hefur vissu-
lega breytt gangi sögunnar í
syðrihluta Afríku. Tilraunum til að
hneppa alþýðu Namibíu í fjötra
heimalanda er lokið. Alþýða
Namibíu krefst friðar strax! enda
var vopnuð barátta hennar bar-
átta fyrir friði. Skilyrði fyrir friði var
að hrint yrði í framkvæmd sam-
þykkt Allsherjarþings Sameinuðu
þjóðanna númer 435.
Hvaða verkefnum stöndum við
frammi fyrir í þessu sambandi?
Verkefnin sem bíða okkar og ger-
vallrar Afríku, er að berjast fyrir
því að halda áfram byltingunni í
álfunni, sem beinist gegn ný-
lendustefnu. Það er þróun sem í
grundvallaratriðum beinist gegn
kynþáttakúgun. Þetta er vissu-
lega í þágu alþýðu Namibíu. Það
Tíu hommar voru í heitum potti,
einn þeirra rak við. Hver þeirra?
Nú, sá aftasti. He, he..
Hafiði heyrt um manninn sem var
svo grimmur að hann réðist á
póstburðarmanninn?
hangir meira á spýtunni. Verði
Suður-Afríka ekki frelsuð mun
sverð Damóklesar hanga yfir
höfðum hennar. Haldið verður
áfram að arðræna hana í námum
í eigu Suður-Afríku og við efna-
hagskefi sem er stjórnað af Suð-
ur-Afríku, en sem alþýða Namibíu
hefur tekið þátt í að þróa.
Með því að frelsa Namibíu hef-
ur þetta fólk fært okkar eigin frels-
un nær, og okkur ber skylda til að
hjálpa því að tryggja sjálfstæði
þess með því að steypa apart-
heid-stjórninni.
ANC hefur heitið að gera allt
sem í valdi þess stendur til að
greiða fyrir sjálfstæði Namibíu.
Eins og kemur fram í yfirlýsingu
Tamboforseta(ANC, -Þýð.)frá8.
janúar, ákvað ANC í samráði við
ríkisstjórn Angólu og aðrar vin-
veittar ríkisstjórnir í Afríku, að
auðvelda þróunina með því að
fallast á að flytja allt herlið sitt frá
Angólu “til þess að gefa ekki kyn-
þáttahöturunum og bandamönn-
um þeirra færi á að nota veru her-
liðs ANC í Angólu sem átyllu til að
koma í veg fyrir eða fresta þeirri
framvindu mála sem nú er í
gangi." Hér er pólitískur þroski,
byltingarsinnuð samstaða og al-
þjóðahyggja að verki.
Við vitum að við erum að kljást
við særða skepnu og særð
skepna er oft hættulegasta dýr'
frumskógarins. Nú skulum við
glíma við þessa særðu skepnu!
f mars 1989. Inngangur og
þýðing Gylfi Páll Hersir.
EINN STOLINN.
Hafnfirðingur nokkur var á
gangi á Laugaveginum með
zebrahestinn sinn. Þá stöðvar
hann maður og spyr að heiti
zebrahestsins. Þá svarar Hafn-
firðingurinn: „DEPILL".
Ekki persónulegir
brandarar: