Iðnneminn - 01.05.1989, Page 25
25
uð mörgum frá, einkum þó í raf-
iðnagreinum, hársnyrtigreinum
og fataiðngreinum.
sp: Hvernig standa húsnæðismál
skólans?
Ingvar: Húsnæðismál skólans
standa mjög illa. Á þessum ára-
tug hefur nemendafjöldinn því
sem næst tvöfaldast án nokkur-
rar umtalsverðrar aukningar á
húsnæði. Þrengslin í skólanum
eru orðin svo mikil að þau eru
farin að hamla námi nemenda og
koma í veg fyrir alla eðlilega þró-
un í skólastarfinu og standa í
rauninni allri starfsemi skólans
fyrir þrifum. Lauslegar athuganir
hafa bent til þess að auka þurfi
húsnæði skólans u.m.þ. 50%.
sp: Hvert er hlutverk iðnfræðslu-
skóla?
Ingvar: Meginhlutverk iðn-
fræðsluskóla er að veita menntun
í iöggiltum iðngreinum. Þetta
hlutverk hefur verið að breytast
og á að öllum líkin um eftir að
breytast enn meir.
sp: Hvernig hefur skólanum
gengið að fylgja þróun atvinnu-
lífsins?
Ingvar: Óhætt er að fullyrða að
skólanum hefurgengið misvel að
fylgja þróun atvinnulífsins eftir
iðngreinum. Námskrárgerðin er í
höndum fræðslunefnda sem
starfa á vegum iðnfræðsluráðs
og í hverri fræðslunefnd er einn
fulltrúi meistara, einn fulltrúi
sveina og einn fulltrúi skólanna.
Þessum nefndum hefur gengið
misvel að fylgja þróun atvinnu-
lífsins, en menn velta því nú fyrir
sér hvort ekki sé unnt að koma á
skilvirkara kerfi til þess að ná
þessu markmiði.
sp: Hvernig finnst þér stjórnvöld
sinna iðnfræðslu í landinu?
Ingvar: Á undanförnum árum hef
ég haldið uppi talsverðri gagn-
rýni á stjórnvöld fyrir hlutdeild
þeirra í iðnfræðslunni. Ég hef það
á tilfinningunni að stjórnvöld og
aðilar atvinnulífsins séu nú mjög
að vakna til vitundar um það að
nauðsyn sé að efla iðnfræðsluna
og breyta verulega þeim vinnu-
brögðum sem tíðkuð hafa verið í
samskiptum skóla, atvinnulífs og
stjórnvalda.
sp: Hvernig er aðstaða fyrir fatlað
fólk að stunda nám í skólanum?
Ingvar: Aðstaða fyrir nemendur
er mjög slæm, félagsaðstaða og
hvíldaraðstaða, aðstaða til að
stunda nám t.d. á bókasafni,
þetta á í enn ríkara mæli við um
fatlað fólk. Skólinn hefur sinnt fötl-
uðu fólki þó nokkuð á undanförn-
um árum og ég leyfi mér að full-
yrða það að viðhorf nema og
starfsfólks til hvers kyns fötlunar
eru tiltölulega heilbrigð og já-
kvæð.
sp: Hvernig miðar námsefni í iðn-
félagsfræði?
Ingvar: Kennsla í iðnfélagsfræði
er mjög mismikil eftir iðngreinum
og námsefnisgerð er engin svo
ég viti nema á vegum einstakra
kennara.
sp: Hvaða grundvallarbreytingar
verða á iðnfræðslunni í landinu
með tilkomu reglugerðar um
starfsmenntun ?
Ingvar: Þessu er erfitt að svara
m.a. vegna þess að reglugerðin
er ekki fullgerð, en með lögum
um framhaldsskóla, sem reglu-
gerðin byggir á, er Ijóst að iðn-
fræðsluráð verður lagt niður sem
stofnun. Teknar verða upp
fræðslunefndir í flokkum skyldra
iðngreina, málmiðnaði, rafiðnaði,
byggingariðnaði o.frv.
Verulegur áhugi er á því að þess-
ar breytingar verði til þess að
samstarfið milli atvinnuvega,