Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 24
24
V\\A-£. \/*\\ VA \j)
óó)
IÐNNEMINN
Anka barf húsnædi
Miðvikudaginn fyrir páska
lagði formaður INSÍ leið sína á
skrifstofu IngvarsÁsmundssonar
skólameistara Iðnskólans í
Reykjavík. Þar sem skólameistari
Iðnskólans hefur í mörgu að
snúast var þetta afar hentugur
tími til viðtals vegna þess að fjöl-
mennt nemenda- og kennaralið
var á bak og burt og komið í start-
holurnar með að gæða sér á
páskaeggjunum. Ingvartókmjög
vel á móti mér og var tilbúinn til
leiða mig í allan sannleikann um
Iðnskólann og þar með hóf ég
spurningaflóðið og svörin koma
hér á eftir.
sp: Hve lengi hefur þú verið
skólastjóri Iðnskólans í Reykja-
vík?
Ingvar: Frá því haustið 1980.
sp: Hvað hefur aðallega breyst í
skólanum síðan þú byrjaðir?
Ingvar: Allt iðnnám hefur lengst
um eina önn. Áfangakerfið var
tekið upp í skólanum árið 1982.
Verulegar breytingar hafa orðið á
námskrám og námsefni vegna
breyttrartækni og breyttra vinnu-
bragða. Nám í almennum undir-
stöðugreinum hefur aukist veru-
lega. Tölvubraut sem er þriggja
ára nám að loknum grunnskóla
var sett á stofn við skólann árið
1985. Fyrstu nemendur braut-
skráðust síðastliðið vor. Tækni-
braut sem lýkur með stúdents-
prófi hefur verið sett á stofn og er
gert ráð fyrir að fyrstu stúdentarn-
ir Ijúki nú í vor.
sp: Telur þú að áfangakerfið nýt-
ist vel í iðnnámi?
Ingvar: Já, áfangakerfið ryðursér
nú hvarvetnatil rúms í starfsnámi.
f þróun áfangakerfis fyrir starfs-
nám munu Skotar vera komnir
einna lengst á veg. Þeir hafa gert
námskrá yfir um tvö þúsund
áfanga í starfsnámi, Þar sem þeir
skýrgreina hæfniskröfur í hverj-
um áfanga. Þetta kerfi er staðlað
fyrir allt Skotland, en helstu mark-
mið áfangakerfisins eru þau:
1. Að námshraði sé við hæfi
hvers nemanda
2. Að námsefni hvers nemanda
sé í sem bestu samræmi við
kunnáttu hans í hverri náms-
grein
3. Að nám úr öðrum skólum nýt-
ist sem best.
4. Að komist verði hjá endur-
tekningum á fyrra námsefni.
5. Að bjóða fram viðbótarnám í
undirstöðugreinum til þess að
nemendur verði:
a) Hæfari til þess að tileinka
sér efni fagbóka og hand-
bóka.
b) Hæfari til þess að leysa ýmis
verkefni í iðngrein sinni.
c) Betur undir það búnir að
halda við menntun sinni.
d) Betur í stakk búnir til þess að
afla sér framhaldsmenntunar.
sp: Hvað er fjölmennt kennaralið
við skólann?
Ingvar: Kennarar í fullu starfi eru
um það bil hundrað, en stunda
kennarar í hlutastarfi eru um það
bil fimmtíu.
sp: Er skortur á kennurum við
skólann?
Ingvar: Á undanförnum árum hef-
ur verið erfiðast að fá kennara í
rafiðnaðargreinum, bókagerða-
greinum, tölvugreinum, við-
skiptagreinum, stærðfræði og
raungreinum. Kennaraskorturinn
hefur að nokkru leyti verið borinn
uppi með mikilli yfirvinnu kennara
í þessum greinum.
sp: Er mikil aðsókn í skólann og
hefur þurft að vísa mörgum frá?
Ingvar: Aðsókn að skólanum hef-
ur verið mjög mikil og lengst af
vaxandi á þessum áratug og
alltaf hefur þurft að vísa þó nokk-