Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 35

Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 35
ii rni ii ninrm i ■ 111111111111 m 1 m 11 imíiii IÐNNEMINN 35 Mynd: Ólafur Stefánsson Til leigu! Til leigu á góðum stað í úthverfi Reykjavíkur snoturt 2 herbergja hús með skemmtilegum garði. Leigist á sanngjörnu verði. Hentar sérstaklega vel fyrir laghenta iðnnema, ársfyrirframgreiðslaóskast. Tilboð sendisttil Iðnnemans merkt: 500.000-, Vegir liggja til allra átta... Efþú hyggur á ferðalag í sumar, er ekki úr vegi að kynna sér skemmfilegar Evrópuferðir Ferðaskrifsfofu stúdenfa: Interrail-lestarkort í ár munum við bjóða uppá Interrail- pakka sem inniheldur Interrailkort, landakort með lestaráœtlunum, Sleep Cheap bœkling með ódýrum en góðum gistihúsum og handhœgan poka undir ferðaskjöl. Interrailkortin gilda í flestar lestir V.-Evrópu auk Marokkó. Hœgt er að ferðast ótakmarkað í einn mánuð. Top Deck-hópferðir Ferðast er í tveggja hœða strœtisvögnum að hcetti Lundúnabúa, vítt og breitt um Evrópu og til sólarstranda. Stanslaust fjör og uppákomur í 2,3,4 og jafnvel 10 vikur. Itarlegur bœklingur fáanlegur. FERÐASKRIFSTOFA STÚDENTA Stúdentaheimilinu við Hringbraut s. 16482 HUSNÆÐISMAL NÁMSMANNA Á framkvæmdarstjórnarfundum Iðnnema- sambandsins og Bandalags íslenskra sérskóla- nema sem haldnir voru þann H.april 1989 var samþykkt stofnskrá fyrir byggingarsjóð náms- manna. í þessari stofnskrá segir meðal annars að BÍSN og INSÍ starfræki sjóð undir nafninu Bygginga- sjóður námsmannna. Allir skráðir námsmenn í að- ildarskólum BÍSN og INSÍ, er greitt hafa í Bygg- ingasjóð námsmanna eiga aðild að sjóðnum. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. Tilgangur sjóðsins er að aflafjármagns til bygg- inga á leiguhúsnæði fyrir námsmenn. í dag hafa nefnilega skapast möguleikar til fjár- mögnunar húsnæðis á vegum félagssamtaka eins og INSÍ og BfSN með tilkomu nýrra laga um félagslegt húsnæðiskerfi það er að segja hægt, er að sækja um lán til bygginga námsmannaíbúða úr byggingasjóði verkamanna. Fyrir iðnnema er þetta brýnt hagsmunamál og þá sérstaklega fyrir þá iðnnema er stunda nám á landsbyggðinni og þurfa að klára sitt nám í Reykjavík og einnig fyrir þá nema er ekki geta stundað nám í sinni heimabyggð og þurfa að koma til Reykjavíkur. Iðnnemar ættu því að hugsa um þessi mál því án ykkar stuðnings verður þetta aldrei að veru- leika í þeirri mynd sem stjórnir samtakanna hafa hugsað sér. Eyþór Einarsson fulltrúi INSÍ í húsnæðisnefnd.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.