Iðnneminn - 01.05.1989, Blaðsíða 10
10
IÐNNEMINN
Idnfrædslumál
Mikil gróska er í iðnfræðslu-
málum í dag og heilmikil endur-
skoðun á sér stað í hinum ýmsu
málum. Það er afar slæmt hvað
iðnnemar láta það sig litlu máli
skipta þrátt fyrir það að þeir geti
haft heilmikið um þau mál að
segja. Það er t.d. verið að end-
urskoða námskrá og allt skipulag
í bókagreinum, en hæst ber þó
að eftir að framhaldsskólafrum-
varpið öðlaðist gildi þann 19. maí
1988 féllu iðnfræðslulögin úr
gildi. Þar með þurfti iðnfræðslu-
kaflinn að fa.lla undir framhalds-
skólafrumvarpið sem reglugerð.
Mikil vinna hefur verið lögð í
þessa reglugerð sem heitir “
Reglugerð um starfsmenntun."
Reglugerðin hefurverið unnin að
miklu leyti með hliðsjón af gömlu
iðnfræðslulögunum, en þó hafa
miklar breytingar verið gerðar í
drögunum. Enn hefur reglugerð-
in ekki verið borin upp til sam-
þykktar, því endanlegri niður-
stöðu hefur ekki verið skilað frá
nefndinni sem menntamálaráð-
herra skipaði. Það eru ekki allir á
einu máli hvað þessi reglugerð á
að heita, en margir eru á þeirri
skoðun að hún eigi að heita
Reglugerð um iðnfræðslu. Það er
von okkar iðnnema að öll sú um-
ræða og þær miklu breytingar
sem í uppsiglingu eru verði til
þess að bæta aðstöðu til náms
og iðnfræðsluna í heild sinni.
Georg Páll Skúlason
formaður INSf
Nemendur athugið
Starfsþj álfunarsamningur
Þeim iðnnemum sem fara í starfsþjálfun
og fara ekki á námssamning
skal bent á að þeir þurfa að gera
starfsþjálfunarsamning sem staðfestur
skal af viðkomandi skóla.
Starfsþjálfunartími til sveinsprófs verður
héðan í frá ekki metin nema gerður hafi
verið starfsþjálfunarsamningur.
Samningseyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans
nemendum til afhendingar.
IDNFRÆDSLURÁÐ