Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 13

Iðnneminn - 01.05.1989, Qupperneq 13
IÐNNEMINN 13 Kynnin^arfundur INSI í FÁS Aö kvöldi 28. febrúar lögöu tveir vaskir piltar upp frá Reykja- víkurflugvelli og varferðinni heitið til Sauöárkróks. Ætlunin var aö fara og kynna Iðnnemasamband íslands fyrir iönnemum sem þar stunduðu nám. Reyndar var kynningin ekki fyrirhuguðfyrren kl. 16.00 þann 1. mars, þannig að þeir höfðu dá- góðan tíma til annars brúks. Þeir lentu á Króknum kl. 20.00 og Sverrir Björnsson fyrrverandi for- maður iðnnemadeildarinnar á staðnum tók á móti þeim og bauð þá velkomna. Hann tjáði þeim að það eina sem á dagskrá væri á Sauðárkróki þetta kvöld væri körfuboltaleikur milli Tindastóls og f.R. Það var greinilega ekki að ástæðulausu sem lítið annað var að gerast því þarna var hálfur bærinn samankominn að hvetja sína menn og höfðu af því erindi sem erfiði því það er skemmst frá því að segja að Tindastóll burst- aði Í.R. Eftir leikinn varákveðiðað kíkja á aðsetur útvarpsstöðvar- innar “Rás Fás" sem starfa átti á “Opnu dögunum" þann 1.-4. mars. Ákveðið var að nota tæki- færið og sníkja viðtal til að komast í útvarpið og var það samþykkt. Það sem eftir var kvölds var rúnt- að um plássið og það skoðað í krók og kring. Á hádegi fyrsta mars fengu þeir að spreyta sig á mötunneyti heimavistar Fjölbrautaskólans og verður lítið um það sagt í bili. Eftir hádegi skoðuðu þeir skólann og urðu vitni að bráðskemmti- legri íþróttakeppni sem var væg- ast sagt óvenjuleg í sniðum og má þar nefna eina grein sem keppt var í, SMOKKABLÆSTRI. Kynningin sem var nefnd hér áðurvarframkvæmd ááðuraætl- uðum tíma og tókst mjög vel. 29 menn voru mættir á fundinn og er það góð mæting. Fyrst var stutt kynnig á I.N.S.Í. og síðan var slatta af spurningum svarað eftir bestu getu. Að lokum var fundi slitið og brennt beint í útvarpið þar sem útvarpsmenn spurðu enn fleiri spurninga. Nú var al- deilis farið að síga á seinni hluta ferðarinnar og því ekki um annað að ræða en að fara að hugsa til brottfarar en Sverrir varð að sýna þeim aðstöðu sveinafélagsins á staðnum og segja þeim svolítið frá starfsemi þess og fyrir bragð- ið urðu piltarnir næstum því eftir á Sauðárkróki því flugvéiin var við það að taka á loft þegar þeir mættu á staðinn. Georg Páll Skúlason og Gunnar R. Guðjónsson.

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.