Ljósberinn - 20.12.1924, Side 9
LJÓSBERINN
411
— Það er nú í sjálfu sér góð regla, sagði skip-
stjórinn með hálfgerðri hæðni, en þetta er ekki ann-
að en læknislyf; þú hefir staðið í ströngu og þarfn-
ast hressingar.
Yfirleitt var skipstjórinn viðfeldinn og réttsýnn
maður; en hann var vanur að láta hlýða sér. Hann
roðnaði, augun leiftruðu og með óvenjulegri hörku
sagði hann: Eg skipa þér að drekka úr staupinu!
Varir drengsins titruðu og röddin skalf, en hann
var ákveðinn og sagði stillilega: Skipstjóri, þér lof-
uðuð móður minni að hjálpa mér til að vera góður
drengur, og eg hét henni og Guði því, að eg skyldi
aldrei bragða einn dropa af áfengum drykkjum. Eg
er hræddur við að rjúfa heit mitt.
Skipstjórinn starði á hann um stund og sagði síð-
an með kuldabrosi: Já, en veiztu ekki að það er
sitt hvað, að drekka að óþörfu, og að nota læknis-
lyf — en sama er mér.
öllum á skipinu var það ljóst, að drengurinn var
fallinn í ónáð. Skipstjórinn gat ekki gleymt því, að
hann hafði ætlað að auðsýna drengnum sérstaka
sæmd, og hann hafði hafnað henni. Og svo var hon-
um vísað frá eins og seppa.
Sama kvöldið skipaði hann drengnum upp í reiða,
þó að alllivast væri. Hinum eldri skipverjum þótti
nóg um og einn þeirra hvíslaði að honum, að ef
hann vildi neita, þá skyldu þeir allir styðja málstað
hans. En drengurinn leit aðeins á hann og klifraði
upp reiðann eins og köttur. Parþegarnir mögluðu sín í
milli; en skipstjórinn hélt áfram að sýna honum van-
þóknun.