Ljósberinn - 20.12.1924, Side 10
412
LJÓSBERINN
Eitt kvöld vörpuðum við akkerum við ey eina í
Kyrrahafi. Eg var lasinn og; var því kyr í skipinu,
ásamt nokkrum öðrum farþegum; en flestir fóru í
land, og þar á meðal uppáhalds-drengurinn minn.
En að lítilli stundu liðinni kom hann aftur og kall-
aði eg á hann og spurði hvort honum hefði ekki lið-
ið vel í landi.
— Nei, svaraði hann, — það er helzt engin leið
að láta sér líða vel nokkurstaðar í heiminum — al-
staðar er nóg að drekka. Nú sitja þeir allir þarna
innfrá og drekka frá sér ráð og rænu. — Það var
sár gremja í málrómnum.
Svo gekk hann frá mér, til að sinna störfum sín-
um. Stundu seinna heyrðum við skerandi angistar-
óp: Eldur! eldur! Við þutum upp á þilfar. Skipstjórn-
arklefinn stóð í björtu báli. Drengurinn hamaðist eins
og hetja, og þegar við sáum hve ljóst honum var
hvað gjöra þurfti, létum við hann öllu ráða um björg-
unina og framkvæmdum skipanir hans. Eftir litla
stund tókst að slökkva eldinn, og þá fyrst tóku far-
þegarnir eftir því, að skipverjar voru flestir í landi.
Seinna fengum við að vita um upptök eldsins.
Nokkrir skipverjar höfðu komið úr landi og farið
inn í skipstjórnarklefann, til að leita að vínföngnm,
meðan skipstjórinn var fjarverandi, og í gáleysi
kveikt í skjölum, sem þar voru.
Skipstjórinn var mjög hrærður, er hann þakkaði
drengnum: — Þú hefir bjargað skipinu mínu, og þú
hefir bjargað lífi margra manna, sagði hann.
— Skipstjóri, svaraði drengurinn, það voru heit