Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 12
414 LJÓSBERINN => BJARGIÐ ALDANNA E Ð glaðri von og léttri lund lagði hin unga mær af stað. Henni virtist himinn, jörð og haf brosa við sér. Hún sá skýjalausan him- ininn speglast í ljómandi haffletinum, og mjúkur and- vari bar bátinn hennar áfram, svo að henni fanst sem hún svifi á englavængjum. „Himneskt er að lifa“, sagði hún, og rödd hennar var full af lofsöng til hans, sem hafði gefið henni lífið og bin dýrðlegu gæði þess. En brátt dimdi í lofti. Stormskýin huldu himin- inn. Hafið sem áður var svo spegilslétt varð úfið og ægilegt. Nóttin færðist yfir og æðandi öldur skullu á hinu litla fleyi. Ilin unga mær horfði nú niður í ægilegt dauðadjúpið — þangað sem hún sá samíerð- menn sína hverfa. En þá var sem hún heyrði rödd er sagði: „Akalla mig í neyðinni; eg skal frelsa þig“. Þessi rödd kom ofan að. Hún leit upp. Ilún, sem á sælli sólskinsstund lyfti rödd sinni upp í lofsöng, ákallaði nú Guð i neyð sinni. En rödd hennar livarf í öldugný iiafsins og holskeflurnar gengu yfir bátinn og færðu hann í kaf. En þá fann hún að hún stóð á fastri grund og birta Guðs streymdi niður frá himninum og lék um kross- mark, er gnæfði fram undan, og hana sjálfa. Hún greip dauðahaldi um krossinn. Hún hafði fengið fót- festu á bjargi aldanna, sem allar aldir fær staðist öldurótið, án þess að bifast. Y.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.