Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Qupperneq 19

Ljósberinn - 20.12.1924, Qupperneq 19
LJÓSBERINN 421 eða til að tína sprek til eldsneytis, þá var Hans alt af að segja systur sinni söguna. Það voru sælustu stundir Elínar. Hún var bróður sínum eitt og alt og ekki var það til í heiminum, sem hann hefði ekki gert, ef hann hefði getað, ef það bara hefði getað glatt liana. Hann var ósköp hræddur um, að hann mundi missa systur sína; honum þótti hún vera orð- in svo föl og hennar vegna tók liann það svo sárt, að frænka þeirra var alt af að úthúða þeim. Og ekki batnaði þetta, altaf fór það versnandi. Nú kom harðæri og alt varð svo dýrt. Veturinn var harður og langur. Frost og hríðar ætluðu aldrei enda að taka. Prænka var reið, af því að Ella var altaf að verða vmlsamari, eins og hún komst að orði. En liún gat ekki að því- gert, vesalingurinn, því að henni var svo ilt í höfðinu og ekki laus við hita. En frænka gamla trú6i því nú ekki. „Það er nógu ergilegt að gamalt fólk verður að vera veiktu, sagði hún, „þó að ekki bætist það ofan á, að það yrði að burðast með krakka og gegna öll- um þeirra hrinum; það væri nú ekkei’t vit i því“. Það var sem þungum steini væri velt af þeim syst- kinum, þegar kerling frænka þeirra varð að bregða sér burt við og við með spunann sinn eða kaupa brauð og mjöl til búsins. Þá kraup Hans á kné hjá rúmi Ellu og sagði henni frá allri þeirri dýrð, sem þau ættu ef til vill fyrir höndum. „Hver veit nema jólasveinninn góði komi til okk- ar í þetta sinn“, sagði hann, „ekki er nú liægt að hugsa sér annað inndælla. Ilann hefir nú reyndar

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.