Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 21
LJOSBERINN 423 inum, hvar jólasveinninn væri niður kominn. Hann byggi máske í íshöll úti í reginhafi, eða inni í ein- hverjum hamrinum eða uppi í himninum. Hann mundi ekki betur en að mamma hans hefði sagt honum það. En Ella hætti ekki að sárbiðja hann urn að láta jólasveininn koma. „Mig langar svo fjarskalega til að sjá jólasvein- inn, sæktu hann fyrir mig, Hans, elsku góði Hans.lí Ella varð nú veikari dag frá degi, hitinn fór altaf vaxandi og á hverjum degi bað hún um, að hún fengi að sjá jólasveininn. Jólin nálguðust meira og meira. Ekki nema þrír dagar til jólakvölds. Það hafði frænka þó á endan- um sagt Hans, þegar hann var að ganga á eftir henni með að fá að vita það. En hún gat þess samt um leið, að hann þyrfti ekki að vera að fást um slíkan og þvílíkan hégóma. Jólin væru ríkismanna hátíð. Aldrei hefði verið kveikt á jólatré í fátæklega kofanum sínum og það yrði heldur ekki gert nú né síðar. Ilans var svo ósköp sorgbitinn út af þessu. Jóla- sveinninn vissi auðvitað ekki, að börn ættu heima i þessu kofagreni; hann hélt víst, að enginn byggi í honum, nema frænka gamfa ein og hún kærði sig ekki um að halda jól. Ef hann hefði vitað, að þar væru börn, þá hefði hann víst komið. En hvernig átti hann nú að fara að því að láta liann vita það? Hvernig átti hann að fara að þvi að ná í hann? Ellu hnignaði meira og meira, hún kærði sig ekki um neitt og borðaði lítið, talaði ekkert og var ekki

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.