Ljósberinn - 20.12.1924, Side 24
426
LJOSBERINN
raátt ekki minnast einu sinni á þetta við frænku
einu orði hvert eg hafi fariðu.
Prænka þeirra var að brjóta í eldinn úti í garð-
inum á bak við húsið. Seinni part dagsins þá laum-
aðist Hans út um forstofudyrnar og fór leiðar sinn-
ar. Hvítar mjúkar snjóflugur féllu þétt og þétt og
fenti þá óðara í förin hans. Hann komst því út á
þjóðveginn svo að enginn sá til ferða hans.
Haun gekk nú svo hratt, sem fætur toguðu. Nöp-
ur var kvöldgolan og næddi í gegnum þunnu treyj-
una; en hann tók næstum því ekkert eftir því, því
vonir hans voru svo glaðar.
Vonin vermdi litla, góða hjartað hans. Hvað gerði
það, þó að hann titrað sjálfur af kulda.
Hann hélt nú áfram lengi, lengi og kafaði snjóinn,
þangað til hann loksins fann, ;ið hann var orðinn
þreyttur og uppgefinn að kalla.
En það tjáði nú ekki að fást um það. Áfram varð
hann að halda, því að til borgarinnar varð hann að
vera kominn fyrir myrkrið. Þetta kvöld hlutu allar
búðir að vera uppljómaðar, svo hafði manima sagt
honum, og þá gat hann séð iiin um gluggana, hvort
jólasveinninn væri þar inni eða ekki.
Þegar hann var búinn að blása mæðinni litla stund,
þrammaði hann aftur af stað á bættu leðurskónum
sínum. Þeir fáu, sem fram hjá fóru, horfðu á eltir
honum og hristu höfuðið. Þeir gátu víst ekki skilið,
að nokkur maður þyrði að láta svo lítinn dreng
vera einan úti í slíku veðri. En annars hafði hver og
einn nóg með að hugsa um sjálfan sig. Engum datt
í hug að spyrja litla drenginn, hvers vegna hann