Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 26

Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 26
428 LJÓSBERINN inn orðinn bæði hlýr og rajúkur. Nú var mörgum kirkjuklukkum hringt álengdar. Langt var síðan, að Hans litla hafði verið svona glatt í geði. Svona lá hann lengi með augun aftur og hallaði höfði upp að frosnum torfunum. — En þá var alt í einu hnipt í brjóstið á honum, eins og það væri olnbogaskot. ELann spratt upp með andfælum. Sá hann þá, hvar lítill, kynlegur og glottandi maður stóð hjá honum og hélt á logandi kerti og lét ljósið skína framan í hann, svo að honum varð ónotalega bjart fyrir aug- um. Hann var helmingi minni en hann sjálfur og og svo fjarska skrítilega búinn. Hann var í silki- klæðum, sem voru gul öðru megin en rauð hinu meginn, alveg eins og á spriklikarlinum, sem hann átti einu sinni. Á treyjunni hans voru stórir gull- hnappar og stór pípukragi um hálsinn. Höfuðið var rautt og hálfljótt og sat á kraganum- eins og hrukk- ótt epli sæti á hvítum diski. Dvergur þessi talaði nú til hans með nefhljóði og sagði: „Er þér alvara að liggja hér og láta þig helfrjósa? Eg gæti ekki einu sinni verið svo heimskur að leggj- ast til svefns úti í fönninni. Hvert er annars ferð- inni heitið, má eg spyrja?“ Hans glápti á hann, eins og viðutan. „Eg er að leita að jólasveininum“, sagði hann og rétt eins og hann rámaði í það, hvert erindið væri. Þá ætlaði dvergmennið að hlæja sig í spreng. „Ertu að leita að lionum hérna í snjónum? Þú skalt nú bara hypja þig aftur heim. Heldur þú, að jóla-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.