Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Síða 27

Ljósberinn - 20.12.1924, Síða 27
LJOSBERINN 429 sveinninn sé alt af til taks, hvenær sem einhver drenghnokkinn lætur sér i hug detta að hitta hann? Nei, kæri vinur, því er nú ekki svo varið! Hann mundi vilja fá eitthvað að starfa, sá góði jólasveinn, ef hann ætti svona að dansa eftir hvers manns pípu. Hann góndi á dverginn alveg steinhissa. „Hvernig víkur því þá við? Þú talar rétt, eins og þú þekkir jólasveininn. Þekkir þú hann?“ Þá hló glóðrauði dvergurinn því hærra. „Ég? Hvort eg þekki hann? Eg sem er foringi fyrir allri spriklimannasveitinni hans og svo ætti eg ekki að þekkja hann? Auðvitað þekki eg hann og skal segja honum, að þú sért að flækjast hérna úti á þjóðveginum og hann skuli láta þig fá vandarhögg á jólakvöldið í staðinn fyrir piparköku“. Hans tók æpandi í höndina á dvergnum. „Segðu það ekki, kæri, góði hershöfðingi! Þú gerðir það ekki, ef þú vissir, hvað eg er sorgbitinn. Ef þú veizt, hvar jólasveinninn býr, þá verðurðu endilega að segja mér það. Eg má til að hitta hann, eg má til, heyrirðu það ?“ „Bull! Heldurðu að eg fari að gera mér svo mik- ið ómak, vegna nokkurra heimskulegra jólaóska! Það kemur nú ekki til mála, það skal eg segja þér. Þú verður að láta óskir þinar upp við mig, og þá skal eg, ef til vill, láta hann vita, ef mér þá gefst færi á því“. Nú streymdu tárin niður vangana á Hans litla. „Eg óska. einskis handa sjálfum mér“, sagði hann, „það er aðeins vegna systur minnar sjúkrar, að mig langar að hitta jólasveininn að máli. Hann hefir alveg

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.