Ljósberinn - 20.12.1924, Page 28
430
LJÓSBERINN
gleymt okkur í samfieytt fjögur ár, síðan foreldrar
okkar dóu. Elsku Ella systir mín þráir svo að sjá
hann, að nærri liggur stundum að hún gráti augun
úr höfði sér.
Dvergurinn skaut liúfunni sinni vitund til hliðar
og varð talsvert hugsandi.
„Nú, það er svona“, tautaði hann, „þá er öðru
máli að gegna! Já, þá verð eg víst að reyna að lijálpa
þér. Þá ríður um fram alt á að hitta liúsbónda minn,
áður en hann ekur út. Taktu nú til fótanna, nú ríð-
ur á að flýta sér“.
„Býr hann hér nálægt?u spurði Hans og ljómaði
allur af fögnuði.
„Við verðum að fara í gegnum og yfir í stóra
hnjúkinn. Komdu á eftir mér, eg skal lýsa þér, og
vertu hinn rólegasti“.
En hvað það var gaman að fylgja þessum hvatlega
spriklikarli! Hans var nú horfin öll þreyta og skelli-
hló, þegar hann sá dverginn hoppa eins og engisprettu
af einum skafiinum á annan, sveifia ijóskerinu yfir
höfuð sér og gretta sig framan í hann, því Hans
lá við að dragast aftur úr, því dvergurinn fór svo
hratt yfir. Og fyr en hann vissi vitund af, þá voru
þeir komnir undir hnjúkinn, einmitt sama linjúkinn,
þar sem þau Ella voru vön að týna berin á sumrin.
„Hérna á hann heimau, sagði dvergurinn og dró
gullblístru upp úr vasa sínum.
Þegar hann blés í blístruna, opnaðist hamarinn í
fjallinu og gulllegum ljóma sló á móti þeim. Þeir
komu inn í langan gang eða réttara sagt inn í trjá-
göng, því tii beggja handa stóðu fagurskreytt jóla-