Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Qupperneq 30

Ljósberinn - 20.12.1924, Qupperneq 30
432 LJÓSBERINN ‘asta salnum voru piparkökurnar og alt góðgætið. Já, það var sæla að fá að koma þarna og fylla vasana, því að hinn allra indælasti gluggi í sælgætisbúð gætí ekki gefið manni hugmynd um alla þá dýrð, sem þarna blasti við. Dvergurinn hnipti lauslega í Hans. „Réttu þig nú upp, Hans! nú komum við til hans!“ sagði dvergurinn — „til jólasveinsins11, Hans varð svo hugfanginn, að hann þorði varla að anda, en hræddur var hann þó eiginlega ekki, þó að hann bæri hina mestu virðingu fyrir jólasvein- inum. Hann sá tvo heljarsterka hnetubrjóta halda vörð, þar inni, því að hurðin var opin, og loks komu þeir inn í lítið herbergi, sem ljómaði alt af rósrauðu ljósi og — þarna stóð jólasveinninn. Það var öldungur með sítt og hvíttskegg og framúr- skarandi, já, óumræðilega ljúfmannlegur á svipinn. Hann var búinn rauðum, gullsaumuðum búningi, líkt og kóngur í gömlu æfintýri. Ilans bauð góðan daginn ósköp hæversklega og tók húfuna sína í hönd sér, áður en hann gengi inn í herbergið. Og hann var svo himinlifandi glaður, því að hon- um fanst jólasveinninn líta svo ógn vingjarnlega til sín. Dvergurinn sagði Hans hver þetta væri. Og Hans litli fór óðara að segja sögu sína og honum fórst svo vel sögusögnin, að margur hefði mátt halda, að hann hefði daglega átt tal við slíka og þvílíka hefðarmenn. En jólasveinninn var hreint ekki glaður, það var eins og einhver skelfingarsvipur á honum. „Getur það verið?u sagði hann, „getur það átt sér

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.