Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Side 32

Ljósberinn - 20.12.1924, Side 32
434 LJOSBERINN litli, eg hefi gleymt ykkur! Það er dæmaiaus van- ræksla hjá bókhaldara mínum, sem þessu veldur. Eg er þér hjartanlega þakklátur t'yrir, að þú hefir bent mér á þetta. Slíkt og þvilíkt rná ekki koma fyrir oftar! Nú skrifa eg nöfnin ykkar í bókina, svona — þarna standa þau, llans og Elín! Svo sjá- umst við aftur á jólakvöldið. Oskar þú annars nokk- urs sérstaklega, Hans litli?“ „Ójá, eg sá brúðu þarna inni í bláum kjól; hún væri góð handa Ellu, og kannske fáeinir kubbar handa mér til að byggja úr, en þess gerist nú eng- in þörf, eg get svo vel verið án þeirra“, sagði hann svo hvatlega, því að hann var hræddur um, að hann hefði sýnt alt of mikla ókurteisi. — Þá hló jólasveinninn. „Jæja, við skriíum kubbana hjá okkur samstundis. Það skaðar ekki að minsta kosti, þó að þeir fijóti með“, sagði jólasveinninn og kinkaði kolli til Hans að skilnaði. Dvergurinn fór nú méð ílans út um hliðardyr litl- ar og út í skóginn aftur og á augabragði voru þeir aftur komnir út á þjóðveginn. Hans var svo glaður, að hann tók næstum ekkert eftir því, hvernig þeir bárust þangað. En í sömu svipan og hann kom út á þjóðveginn þá þóttist hann heyra skrölt í vagni, og að vagninn næmi staðar og honum væri lyft upp í hann; en ekki var hann viss um þ.að, því að honum var svo þungt í höfði. Hann ætlaði að litast um, en gat það ekki; hann var svo þreyttur. Þá fanst honum hann halla höf'ði að einhverju mjúku, ef til vill að vagnkodda

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.