Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Síða 33

Ljósberinn - 20.12.1924, Síða 33
LJOSBERINN 435 og svo - og svo vissi hann hreint ekkert af sér meira. Hann vaknaði ekki fyr en löngu seinna. „Líður þér nú betur?“ spurði þá einhver í vin- gjarrilegum rómi. Hann lyfti höfðinu, en átti þó bágt með það. I vagni var haan og nú var ekið yfir land alt snævi hulið í skínandi tunglsljósi. Ljúfmannlegur öldungur hafði lotið niður að honum og leit á hann blíðum augum; hluttekningin skein út úr þeim. „Vesalings litli drengur“, sagði hann. Hans hló, honum fanst hann ekki vera neinn vesa- lingur. En hann varð eitthvað svo nndarlega ringl- aður, þegar hann hló, að nærri lá að hann mundi detta, og sat hann þó langt aftur i sætinu. „Eg er enginn vesalingur11, sagði hann, „eg er svo glaður, svo * himinlifandi glaður! Jólasveinninn var svo dæmalaust blíður og góður við mig. 0, hvað mér þótti fallegt í höllinni hans. Og víst er um það, að í þetta sinn kemur hann til okkar á jólakvöldið11. Förunautur hans hristi efablandinn höfuðið. „Hvað ertu að segja litli vinur minn, hefir þú kom- ið til jólasveinsins?“ Hans kinkaði kolli við því. Hann hélt nú eiginlega, að jólamaðurinn hefði sent vagninn, sem hann var i, og að maðurinn í loðkápunni, sem sat hjá honum, væri einn af þjónum jólamannsins og nú vissi hann alt saman, sem þeim hafði farið á milli. En þar sem því var nú ekki svo varið, þá sagði Hans upp alla söguna, alveg eins og hann hafði sagt hana jólasvein- inum. Það þótti Hans undarlegt, að gamli maðurinn feldi

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.