Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 34
436
LJÓSBERINN
tár, meðan hann var að segja söguna, og þó var eng-
in ástæða til að íella tár, ekki hin minsta.
Að lokinni sögunni spurði maðurinn hann um svo
margt, sem honum liafði gleymst að segja frá, fyrst
og fremst um það, hvar hann ætti heima og svö um
foreldra hans, hvort hann væri búinn að missa þau
og um frænku gömlu. Og svo sagði hann öðru hvoru:
„Veslings börn, góði kæri drengurinn!u
Nú fanst Hans á sér, að hann mætti líka spyrja:
„Hver ert þú?u spurði hann.
Þá brosti gamli maðurinn góðlátlega:
„Eg skal nú segja þér þá sögu, að eg er aldavin-
ur jólasveinsins, eg hjálpa honum svo oft, og það
getur vel verið að hann sendi mig til ykkar á jóla-
kvöldið, í stað þess að fara sjálfur til ykkar, því að
þú veizt, að hann hefir svo ákaflega mikið að gera
það kvöld. En nú erum við komnir í námunda við borg-
ina og eftir lýsingu þinni á öllu, þá erum við komn-
ir að húsi frænku þínnar? Stígðu þá út úr vagnin-
um og berðu að dyrum; eg ætla að hinkra við, þang-
að til frænka þin er búin að ljúka upp og hleypa
þér inn.u
Gamla frænka kom. En hún tók svo hranalega á
móti litla Hans, að hann fékk varla tóm til að kasta
kveðju á nýja vininn sinn, áður en kerling draslaði
honum inn, til að fá sín makleg málagjöld fyrir^alt
ráfið úti.
Og vagninn fór af stað og hvarf að lokum í tungls-
ljósinu. — — —
Iians átti slæma æfi þetta kvöld. Frænka hans
vildi fá að vita, hvar hann hefði verið. Og þegar