Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Page 38

Ljósberinn - 20.12.1924, Page 38
440 LJÓSBERINN ■»i »»■ Srtbur d Jörbu. j) E G- A R jólaklukkurnar hringja þá boða þær frið á jörðu, því þá tilkynna þær, að fæðingarhátíð friðarhöfðingjans er komin. Drottinn vor og frelsari Jesús Kristur, boðaði frið á jörðu, Guðsrikis frið. Og i sínu heilaga lifi sýndi hann lærissveinum hinum og öllum heimi, hve dýrðlegur hans friður er. „Minn frið gef eg yður“, sagði hann við lærisveina sína. Og þegar við höldum hátíð í minningu um komu frelsarans í heim- inn, þá gleymum því ekki, að við eigum í trúnni á hann og í hans kærleika að vera friðflytjendur í öllu lífi okkar. A myndinni sjáum við hvernig alt umbreytist, þeg- ar hin þráða „Guðsríkisöld“ upprennur á jörðu vorri, þegar barnið leikur sér við ljónið og lambið við úlf- inn. Já, þegar alt í heiminum andar af kærleika Jesú Krists, þegar hann sjálfur er andrúmsloftið, „hið fyrra er farið, og alt er orðið nýtt. Við íslendingar, sem búum við hin nyrztu höf, við erum fátækir og smáir, en við getum tekið þátt í því dýrðlega og veglega starfi að greiða veg Gtiðs- ríkis og með þeim fasta ásetningi skulum við öll fagna komu frelsarans. J.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.