Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Qupperneq 43

Ljósberinn - 20.12.1924, Qupperneq 43
LJÓSBERINN 445 þeim í svipinn. Og þeir störðu og störðu á alla dýrð- ina þarna inni. Aldrei höfðu þeir haft hugboð um annað eins. Þarna stóð tréð með mörgum, mörgum ljósum. Þau voru bara óteljandi. Þá hvíslar yngri drengurinn að förunaut sínum: „Sko, sko! alt þetta, sem hangir á trénu, hver á að fá það alt?“ Nú var eitthvað sagt, en ekki höfðu drengirnir hug- mynd um, hvað það var. Að því búnu var farið að syngja. Gengu þá börnin kringum hið fagurskreytta skínandi tré. En nú bar annað nýrra við! Stúlkan litla og viðmótsglaða tók litla förudrenginn sér við hönd. Honum var þá líka leyft að vera með hinum börnunum! Alveg varð hann frá sér numinn. Og þegar búið var að syngja og börnin hætt að ganga kringum tréð þá skildi hann ekkert í þessu. Ekki nema það þó, að hann skyldi fá að vera með! Þá gekk fram maður og hélt tölu og hann var svo góðlátlegur. Hann fór svo fögrum orðum um ein- hvern, sem hefði svo mikla ást á öllum raönnum, bæði ríkum og fátækum. Honum fanst það ekki geta náð til sín. En maðurinn tók það upp aftur: „Svo elskaði Gfuð heiminn, að hann gaf sinn ein- getinn son, til þess að hver, sem á hann trúir, glat- ist ekki, heldur hafi eilíft líf“. Ef það er satt, sem þessi maður segir, þá vil eg eiga heima í kristnu kirkjunni“, hugsaði þá eldri drengurinn með sér og litaðist um. Hafði hann þá aldrei séð menn fyr? Eða var þetta fólk. öðruvísi en aðrir menn? En hvað allir voru glaðir og góðlegir. Sjá hana Ba-Pú litlu, þar sem hún sat. En hvað hann langaði til að bera hana í fangi sér!

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.