Ljósberinn - 20.12.1924, Síða 46
448
LJOSBERINN
• •
•• -••••••••••••••••••••••«•••.. •• ,•••••••••••••••••®•••o••«.
• i ••••••••••••.•••••••••••• •• •••••••••.....
• •
• •
í’: Hlustandi lærisveinar
• • .
• * (Sjá myndina)
•*• -••••••••••••••••••••••••••«_ •*• .......................... •*
• • *••••••••....•••••••••••••* •• *••••••••••••••••••••••••••' ••
YRST stráið, þá axi'ð, þá fult hveiti-
korn í axinu (Mark. 4.28.) Þannig lýsir
Jesús því, hvernig Guðsrikissæðið á að þrosk-
ast í hjartanu. Um þetta talaði hann við lærisveina
sína, sem í'ylgdu honum stöðugt, og þeir hlustuðu með
allri sinni sál. Hið liimneska sæði þroskaðist í hjarta
þeirra og bar ávöxt í heilögu, þróttmiklu lííi, og ríku-
legri blessun bæði í lífi þeirra og dauða.
Nú ert þú lærisveinn Jesú. Hlustaðu þá á rödd
hans, að Ouðsríkissæðið geti þroskast í hjarta þínu.
Það var á heilagri skírnarstund, sem sáðmaðurinn
mikli, Jesús Kristur, lagði hin fyrstu frækorn niður
í hjarta þitt. Þessi frækorn áttu síðan að vaxa heil-
brigðum vexti, stöðugt til meiri og meiri þroska., þar
til hinn fullþroskaði ávöxtur kæmi fram.
En óvinur sálarinnar leitast við að hindra þennan
vöxt og sá illgresi í akurinn, til þess að kæfa niður
hið góða sæði. Vertu því stöðugt á verði, að hið
illa fái ekki komist að, til að gera tjón. Bið Jesú um
hjálp og hlýddu röddu hans, svo að velþóknun Giuðs,
sem englarnir sungu um þegar Jesús fæddist, megi
ávalt hvdla yfir þér. Y.