Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 48
450
L J OSBERINN
<o£> HÚN ÞORÐI ÞAÐ
EG- ætla nú, börnin góð, að segja ykkur dálitla
sögu af manninum, sem samdi söguna Robinson
Krusoe, sem öll börn hafa yndi af að heyra og
lesa. Hún er til á íslenzku sagan hans og ey ætluð
íslenzkum börnum.
Hann hét Daníei Defoe, þessi liöfundur og var
enskur. Honum var sérstaklega lagið að skrifa sög-
ur handa börnum.
En hann skrifaði fleira. Iiann var vel kristinn mað-
ur og hafði því mikla óbeit á öllu siðleysi. Einu
sinni ritaði hann bækling, þar sem hann sagði sam-
tíðarmönnum sínum rækilega til syndanna. Þeir urðu
óðir og uppvægir við hann fyrir þessa bersögli hans
og létu taka hann og setja í gapastokk, eins og mjög
tíðkaðist á þeim tímum. Hann var látinn sitja í stokkn-
um á torgi einu, til þess að hann væri fyrir allra
manna sjónum. Þar máttu svo óvinir hans skeyta
skapi sínu á honum eftir vild. Pætur hans voru fast-
ar í stokknum, svo hann gat ekki hrært sig úr stað.
Nú þyrptist fólkið að honum til að sýna honum
óvild sína og fyrirlitningu, svo sem með því að kasta
að honum skemdum ávöxtum af torginu og með því
að hæða hann í orðum og bera honum alt ilt á brýn.
Það var eins og enginn þyrði að mæla honum neina
bót. Og þó hafði Defoe sagt satt, og vissu það
margir.