Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 49

Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 49
LJOSBERINN 451 En þegar þessi leikur skrílsins stóð sem hæst, þá gekk ung stúlka rakleitt gegnum æpandi og gapandi mannþyrpinguna og alla leið þangað, sem Defoe sat og setti blómsveig á höfuð honum og kysti hann um leið á ennið. Þarna kom þá loks ein manneskja, sem þorði að kannast við, að hún væri Defoe samdóma, og að hann hefði sagt satt. Þessi stutta saga er eftirtektarverð. Þessi djarfa stúlka er fögur fyrirmynd ungum stúlkum og drengj- um. Það þarf djörfung til að fylgja þeim að málum, sem satt segja, þegar allir leggjast á móti þeim. Eng- inn, nema Jesús einn getur gefið þá djörfung. Hvorum viljið þið fylgja, börn, þeirn, sem satt seg- ir, eða þeirn, sem reiðast sannleikanum? Auðvitað þeim, sem satt segir. En þorið þið það? Jesús sagði ávalt satt. Þorið þið þá að fylgja honurn, hversu svo sem slærnir rnenn kunna að hæð- ast að vkkur fyrir það? Unga stúlkan gerði mörgum kinnroða, sem voru að hæða Defoe og hafa hann að skotspæni. Þeir hættu að æpa og kasta. Og hvers vegna? Af því að þeir munu hafa fundið, að þeir sönnuðu einmitt sögu Defoes með framkomu sinni við hann. Þar kom siðleysi þeirra svo greinilega í ljós. Biðjið nú Guð að gefa ykkur, að þið hafið altaf djörfung til að fylgja þeim, sem satt segir, eins og unga stúlkan gerði. Það eiga allir kristnir ungl- ingar að gera. Varist eins og heitan eldinn að fara að dæmi þeirra, sem reiðast sannleikanum og hæðast að þeim, sem hann segja, eða sýna hann í verki. Því að þá hæðið þið Jesú, sem er sannleikurinn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.